Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2015 19:49 „Ég skil þetta ekki alveg. Við mættum tilbúnir í leikinn og vel undirbúnir, en sóknarleikurinn er algjör skandall,“ sagði Aron Pálmarsson, leikmaður Íslands, við Vísi eftir tapið gegn Svíum í fyrsta leik liðsins á HM í kvöld. Matthias Andersson varði 21 skot í markinu og naut þess að spila fyrir aftan sterka vörn Svíanna, en sóknarleikur Íslands var ekki boðlegur að mati Arons. „Hann leit rosalega vel út í markinu, en við spiluðum bara hræðilega í sókninni. Við komumst ekki í þau færi sem við lögðum upp með og það skildi að. Við skoruðum 16 mörk í leiknum sem er bara grín og lið á okkar kaliber á að gera miklu betur,“ sagði hann. „Það er klárlega vörnin [þeirra] sem fær okkur í þessi erfiðu skot, en við vissum að þeir væru stórir og sterkir. Það gekk ekki að opna þá og þegar svona markvörður fær svona vörn fyrir framan sig þá verður þetta erfitt.“ Hvað var það sem gekk ekki upp af því sem Aron hafði lagt upp fyrir leik? „Sóknarleikurinn - allt þar. Þeir eru þéttir þannig við ætluðum að draga þá í sundur og finna plássin en það gekk ekki. Þess vegna fórum við í erfið skot,“ sagði Aron sem leggur ekki árar í bát. „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Nú er skitan búin og það má svekkja sig á þessu í rútunni á leiðinni upp á hótel. Svo er bara fundur og búið og svo næsti leikur. Við ætlum að vera hér sem lengst og við getum ekki látið þetta eyðileggja framtíðina í þessu móti.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn:sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15 Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
„Ég skil þetta ekki alveg. Við mættum tilbúnir í leikinn og vel undirbúnir, en sóknarleikurinn er algjör skandall,“ sagði Aron Pálmarsson, leikmaður Íslands, við Vísi eftir tapið gegn Svíum í fyrsta leik liðsins á HM í kvöld. Matthias Andersson varði 21 skot í markinu og naut þess að spila fyrir aftan sterka vörn Svíanna, en sóknarleikur Íslands var ekki boðlegur að mati Arons. „Hann leit rosalega vel út í markinu, en við spiluðum bara hræðilega í sókninni. Við komumst ekki í þau færi sem við lögðum upp með og það skildi að. Við skoruðum 16 mörk í leiknum sem er bara grín og lið á okkar kaliber á að gera miklu betur,“ sagði hann. „Það er klárlega vörnin [þeirra] sem fær okkur í þessi erfiðu skot, en við vissum að þeir væru stórir og sterkir. Það gekk ekki að opna þá og þegar svona markvörður fær svona vörn fyrir framan sig þá verður þetta erfitt.“ Hvað var það sem gekk ekki upp af því sem Aron hafði lagt upp fyrir leik? „Sóknarleikurinn - allt þar. Þeir eru þéttir þannig við ætluðum að draga þá í sundur og finna plássin en það gekk ekki. Þess vegna fórum við í erfið skot,“ sagði Aron sem leggur ekki árar í bát. „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Nú er skitan búin og það má svekkja sig á þessu í rútunni á leiðinni upp á hótel. Svo er bara fundur og búið og svo næsti leikur. Við ætlum að vera hér sem lengst og við getum ekki látið þetta eyðileggja framtíðina í þessu móti.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn:sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15 Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita