Kaymer í forystu í Abu Dhabi en McIlroy ekki langt undan Kári Örn Hinriksson skrifar 16. janúar 2015 16:11 Martin Kaymer hefur keppnistímabiliið af krafti. AP Rory McIlroy hefur keppnistímabilið mjög vel en eftir tvo hringi á HSBC meistaramótinu í Abu Dhabi er þessi besti kylfingur heims í þriðja sæti á 11 höggum undir pari. Þá á McIlroy ekki eftir að gleyma upphafshöggi sínu á 15. holu á öðrum hring í dag en hann fór holu í höggi í fyrsta sinn á ferlinum í atvinnumannamóti. McIlroy er ekki sá eini sem hefur farið holu í höggi í Abu Dhabi en Spánverjinn vinsæli, Miguel Angel Jimenez, gerði slíkt hið sama í gær og fagnaði á sinn einstaka hátt. Það er hins vegar Þjóðverjinn Martin Kaymer sem leiðir mótið en hann hefur leikið frábært golf og er á 13 höggum undir pari eftir hringina tvo. Í öðru sæti kemur belgíski kylfingurinn Thomas Pieters á 12 undir pari en hann er af mörgum talinn vera einn af efnilegustu kylfingum Evrópumótaraðarinnar. Á PGA-mótaröðinni fer Sony Open fram á Hawaii en Webb Simpson og Paul Casey léku fyrsta hring á 62 höggum og deila þeir forystunni á átta höggum undir pari. Jason Day, Matt Kuchar og Camilo Villegas léku einnig vel á fyrsta hring og eru á meðal efstu manna en margir af sterkustu kylfingum PGA-mótaraðarinnar hefja keppnistímabil sitt um helgina. Bæði HSBC meistaramótið og Sony Open eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni en útsendingartíma má nálgast hér. Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Rory McIlroy hefur keppnistímabilið mjög vel en eftir tvo hringi á HSBC meistaramótinu í Abu Dhabi er þessi besti kylfingur heims í þriðja sæti á 11 höggum undir pari. Þá á McIlroy ekki eftir að gleyma upphafshöggi sínu á 15. holu á öðrum hring í dag en hann fór holu í höggi í fyrsta sinn á ferlinum í atvinnumannamóti. McIlroy er ekki sá eini sem hefur farið holu í höggi í Abu Dhabi en Spánverjinn vinsæli, Miguel Angel Jimenez, gerði slíkt hið sama í gær og fagnaði á sinn einstaka hátt. Það er hins vegar Þjóðverjinn Martin Kaymer sem leiðir mótið en hann hefur leikið frábært golf og er á 13 höggum undir pari eftir hringina tvo. Í öðru sæti kemur belgíski kylfingurinn Thomas Pieters á 12 undir pari en hann er af mörgum talinn vera einn af efnilegustu kylfingum Evrópumótaraðarinnar. Á PGA-mótaröðinni fer Sony Open fram á Hawaii en Webb Simpson og Paul Casey léku fyrsta hring á 62 höggum og deila þeir forystunni á átta höggum undir pari. Jason Day, Matt Kuchar og Camilo Villegas léku einnig vel á fyrsta hring og eru á meðal efstu manna en margir af sterkustu kylfingum PGA-mótaraðarinnar hefja keppnistímabil sitt um helgina. Bæði HSBC meistaramótið og Sony Open eru í beinni útsendingu á Golfstöðinni en útsendingartíma má nálgast hér.
Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira