Verður Gunnar Steinn leynivopn Íslands gegn Guðmundi? Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 25. janúar 2015 19:00 Gunnar Steinn Jónsson átti góða innkomu í lið Íslands fyrir leikinn gegn Egyptalandi í gær. Hann skoraði þrjú mörk í fjarveru Arons Pálmarssnoar en Gunnar Steinn var kallaður inn í hópinn vegna höfuðmeiðsla Arons. „Það var gott að fá að vera þátttakandi á þessu móti enda hefur það verið skrýtið að standa fyrir utan hópinn og horfa á,“ sagði Gunnar Steinn en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég held að ég hafi náð að hjálpa liðinu í þessum leik og var ég ánægðastur með það. Ég á heldur ekki mörg stórmót að baki og var gott að þurfa ekki að taka eitt í forsetabikarnum,“ bætti hann við en ef Ísland hefði tapað í gær hefði það farið í úrslitakeppni átta neðstu liða mótsins sem nefnist forsetabikarinn. Hann segir að það hafi skipt miklu máli að menn mættu vel stemmdir til leiks gegn Egyptalandi í gær. „Það var ekkert inni í myndinni að tapa honum. Það munar miklu á gæðum leiksins ef maður er fimm prósentum tilbúnari þá gengur allt mun betur.“ Hann segist ekki hafa velt því fyrir sér hvort að Egyptaland, sem var þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum hafi mætt afslappaðra til leiks en í öðrum leikjum sínum. „Það var minna undir fyrir þá og ekki eins mikilvægt fyrir þá að vinna og okkur. Fyrir okkur var þetta leikur upp á líf og dauða,“ sagði Gunnar Steinn en strákarnir mæta Danmörku í 16-liða úrslitunum á morgun. „Við eigum séns í öll lið á góðum degi þó svo að Danir þykja sigurstranglegri og kannski með pressuna á sér. Við unnum þá í undirbúningnum okkar fyrir mótið og getum alveg unnið þá aftur nú.“ Gunnar Steinn er eini leikmaðurinn í íslenska landsliðshópnum sem ekki á landsleik undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. „Hann valdi mig aldrei. Ég held að maður verði að stefn á að sýna honum af hverju hann missti,“ sagði hann og brosti. „Hann kannski veit þá minna um mig. Ég get þá verið leynivopnið.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Gunnar Steinn í hópinn | Aron ekki á heimleið Gunnar Steinn Jónsson verður í leikmannahópi Íslands gegn Egyptalandi í dag. 24. janúar 2015 06:36 Vignir: Gaman að sjá Gumma öskra á hina Vignir Svavarsson segir að sigur Íslands á Danmörku í æfingamóti hafi ekkert að segja í dag. 25. janúar 2015 14:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Gunnar Steinn Jónsson átti góða innkomu í lið Íslands fyrir leikinn gegn Egyptalandi í gær. Hann skoraði þrjú mörk í fjarveru Arons Pálmarssnoar en Gunnar Steinn var kallaður inn í hópinn vegna höfuðmeiðsla Arons. „Það var gott að fá að vera þátttakandi á þessu móti enda hefur það verið skrýtið að standa fyrir utan hópinn og horfa á,“ sagði Gunnar Steinn en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég held að ég hafi náð að hjálpa liðinu í þessum leik og var ég ánægðastur með það. Ég á heldur ekki mörg stórmót að baki og var gott að þurfa ekki að taka eitt í forsetabikarnum,“ bætti hann við en ef Ísland hefði tapað í gær hefði það farið í úrslitakeppni átta neðstu liða mótsins sem nefnist forsetabikarinn. Hann segir að það hafi skipt miklu máli að menn mættu vel stemmdir til leiks gegn Egyptalandi í gær. „Það var ekkert inni í myndinni að tapa honum. Það munar miklu á gæðum leiksins ef maður er fimm prósentum tilbúnari þá gengur allt mun betur.“ Hann segist ekki hafa velt því fyrir sér hvort að Egyptaland, sem var þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum hafi mætt afslappaðra til leiks en í öðrum leikjum sínum. „Það var minna undir fyrir þá og ekki eins mikilvægt fyrir þá að vinna og okkur. Fyrir okkur var þetta leikur upp á líf og dauða,“ sagði Gunnar Steinn en strákarnir mæta Danmörku í 16-liða úrslitunum á morgun. „Við eigum séns í öll lið á góðum degi þó svo að Danir þykja sigurstranglegri og kannski með pressuna á sér. Við unnum þá í undirbúningnum okkar fyrir mótið og getum alveg unnið þá aftur nú.“ Gunnar Steinn er eini leikmaðurinn í íslenska landsliðshópnum sem ekki á landsleik undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. „Hann valdi mig aldrei. Ég held að maður verði að stefn á að sýna honum af hverju hann missti,“ sagði hann og brosti. „Hann kannski veit þá minna um mig. Ég get þá verið leynivopnið.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Gunnar Steinn í hópinn | Aron ekki á heimleið Gunnar Steinn Jónsson verður í leikmannahópi Íslands gegn Egyptalandi í dag. 24. janúar 2015 06:36 Vignir: Gaman að sjá Gumma öskra á hina Vignir Svavarsson segir að sigur Íslands á Danmörku í æfingamóti hafi ekkert að segja í dag. 25. janúar 2015 14:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Gunnar Steinn í hópinn | Aron ekki á heimleið Gunnar Steinn Jónsson verður í leikmannahópi Íslands gegn Egyptalandi í dag. 24. janúar 2015 06:36
Vignir: Gaman að sjá Gumma öskra á hina Vignir Svavarsson segir að sigur Íslands á Danmörku í æfingamóti hafi ekkert að segja í dag. 25. janúar 2015 14:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01
Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18