Egyptar stöðvuðu Svíana í Al Sadd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2015 17:48 Jafnteflið þýðir að Ísland nær ekki öðru sætinu. vísir/afp Egyptaland varð fyrsta liðið til að stöðva Svía á HM í Katar er liðin skildu jöfn í C-riðli, 25-25. Egyptar voru með undirtökin lengst af en eftir jafnan fyrri hálfleik tóku þeir öll völd í upphafi þess síðari og komust fimm mörkum yfir, 23-18, þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. Sænska vörnin, sem hefur verið frábær á mótinu, virtist heillum horfin en hún tók við sér á ný og skellti í lás. Úr varð mögnuð spenna á lokamínútum leiksins og fengu bæði lið sókn á lokamínútunni en án þess að skora. Svíar áttu síðasta skot leiksins en þeir mega vera sáttir við að hafa þó sloppið með eitt stig úr leiknum miðað við hvað í stefndi. Egyptar eru gríðarlega vel studdir hér í Katar og með fjölmarga heimamenn í stúkunni. Næsti andstæðingur liðsins verður Íslands og ljóst að þar verður við ramman reip að draga fyrir strákana okkar. Ahmed Elahmar var maður leiksins en hann skoraði níu mörk, þar af átta í síðari hálfleik og sjö á þessum sextán mínútna kafla þar sem Egyptar keyrðu yfir þá sænsku af miklum krafti. Niklas Ekberg var frábær í hægra horninu og hraðaupphlaupunum hjá Svíum og skoraði tíu mörk. Viktor Östlund skoraði sex mörk úr vinstri skyttustöðunni. Svíum náðu að halda í við Egypta í fyrri hálfleik þrátt fyrir að 3-2-1 vörn þeirra síðarnefndu hafi þvingað sænsku skytturnar í erfið skot og hornamenn í þröng færi. Svíum gekk illa að nýta sér línuspilið og létu markvörðinn Karim Handawy líta vel út. Hann varði átta skot í fyrri hálfleik. Sænska vörnin hefur verið mögnuð á mótinu til þessa og hún virtist halda ágætlega í framan af. En Egyptirnar eru algjörlega óþreytandi og létu hana hafa mikið fyrir hlutunum. Johan Sjöstrand átti þó góðan fyrri hálfleik í marki Svíanna og var með 41 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Egyptar, sem voru gríðarlega vel studdir af fjölmörgum löndum þeirra í stúkunni í Al Sadd-höllinni í Doha, mættu svo inn í síðari hálfleikinn með gríðarlegum krafti. Þeir komu Svíum úr jafnvægi með því að taka skytturnar úr leik með framliggjandi bakvörðum og spiluðu svo með tveimur línumönnum í sókninni. Svíar skoruðu ekki fyrr en vel var liðið á síðari hálfleikinn og Egyptar gengu á lagið með því að komast 15-11 yfir eftir sjö mínútna leik. Svíar koðnuðu niður við mótlætið. Varnarleikurinn var langt í frá jafn sannfærandi og hann hefur verið og á aðeins sextán mínútum náðu Egyptar að skora þrettán mörk og halda Svíuum 4-6 mörkum frá sér. Á þessum kafla raðaði hægri skyttan Ahmed Elahmar, sem hafði byrjað á bekknum, inn mörkunum. Hann skoraði sjö af þessum þrettán mörkum og lék á als oddi. Egyptar náðu þó ekki að halda þessum mikla krafti í sóknarleiknum og skoruðu aðeins eitt mark á næstu átta mínútum. Svíar náðu að jafna metin í 24-24 þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Tobias Karlsson og Jesper Nielsen keyrðu sænsku vörnina áfram eftir að hún vaknaði af værum blundi þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir af leiknum og hún vann hvern boltann af fætur öðrum. Mattias Andersson var svo kominn í markið til að hirða afgangana. Svíarnir komust svo yfir en Elahmar jafnaði metin þegar tæpar tvær voru eftir. Viktor Östlund lét svo Handawy verja frá sér og Egyptar komust í sókn þegar mínúta var eftir af leiknum. Elahmar gerið sig þá sekan um slæm mistök og fékk dæmdan á sig ruðning. Svíarnir stóðu eftir með pálmann í höndunum. En þeir náðu ekki að koma skoti á marki fyrr en úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn og Fredrik Petersen skaut í varnarvegginn. Jafntefli því niðurstaðan í mögnuðum leik í Al Sadd höllinni í Doha. HM 2015 í Katar Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Egyptaland varð fyrsta liðið til að stöðva Svía á HM í Katar er liðin skildu jöfn í C-riðli, 25-25. Egyptar voru með undirtökin lengst af en eftir jafnan fyrri hálfleik tóku þeir öll völd í upphafi þess síðari og komust fimm mörkum yfir, 23-18, þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. Sænska vörnin, sem hefur verið frábær á mótinu, virtist heillum horfin en hún tók við sér á ný og skellti í lás. Úr varð mögnuð spenna á lokamínútum leiksins og fengu bæði lið sókn á lokamínútunni en án þess að skora. Svíar áttu síðasta skot leiksins en þeir mega vera sáttir við að hafa þó sloppið með eitt stig úr leiknum miðað við hvað í stefndi. Egyptar eru gríðarlega vel studdir hér í Katar og með fjölmarga heimamenn í stúkunni. Næsti andstæðingur liðsins verður Íslands og ljóst að þar verður við ramman reip að draga fyrir strákana okkar. Ahmed Elahmar var maður leiksins en hann skoraði níu mörk, þar af átta í síðari hálfleik og sjö á þessum sextán mínútna kafla þar sem Egyptar keyrðu yfir þá sænsku af miklum krafti. Niklas Ekberg var frábær í hægra horninu og hraðaupphlaupunum hjá Svíum og skoraði tíu mörk. Viktor Östlund skoraði sex mörk úr vinstri skyttustöðunni. Svíum náðu að halda í við Egypta í fyrri hálfleik þrátt fyrir að 3-2-1 vörn þeirra síðarnefndu hafi þvingað sænsku skytturnar í erfið skot og hornamenn í þröng færi. Svíum gekk illa að nýta sér línuspilið og létu markvörðinn Karim Handawy líta vel út. Hann varði átta skot í fyrri hálfleik. Sænska vörnin hefur verið mögnuð á mótinu til þessa og hún virtist halda ágætlega í framan af. En Egyptirnar eru algjörlega óþreytandi og létu hana hafa mikið fyrir hlutunum. Johan Sjöstrand átti þó góðan fyrri hálfleik í marki Svíanna og var með 41 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Egyptar, sem voru gríðarlega vel studdir af fjölmörgum löndum þeirra í stúkunni í Al Sadd-höllinni í Doha, mættu svo inn í síðari hálfleikinn með gríðarlegum krafti. Þeir komu Svíum úr jafnvægi með því að taka skytturnar úr leik með framliggjandi bakvörðum og spiluðu svo með tveimur línumönnum í sókninni. Svíar skoruðu ekki fyrr en vel var liðið á síðari hálfleikinn og Egyptar gengu á lagið með því að komast 15-11 yfir eftir sjö mínútna leik. Svíar koðnuðu niður við mótlætið. Varnarleikurinn var langt í frá jafn sannfærandi og hann hefur verið og á aðeins sextán mínútum náðu Egyptar að skora þrettán mörk og halda Svíuum 4-6 mörkum frá sér. Á þessum kafla raðaði hægri skyttan Ahmed Elahmar, sem hafði byrjað á bekknum, inn mörkunum. Hann skoraði sjö af þessum þrettán mörkum og lék á als oddi. Egyptar náðu þó ekki að halda þessum mikla krafti í sóknarleiknum og skoruðu aðeins eitt mark á næstu átta mínútum. Svíar náðu að jafna metin í 24-24 þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Tobias Karlsson og Jesper Nielsen keyrðu sænsku vörnina áfram eftir að hún vaknaði af værum blundi þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir af leiknum og hún vann hvern boltann af fætur öðrum. Mattias Andersson var svo kominn í markið til að hirða afgangana. Svíarnir komust svo yfir en Elahmar jafnaði metin þegar tæpar tvær voru eftir. Viktor Östlund lét svo Handawy verja frá sér og Egyptar komust í sókn þegar mínúta var eftir af leiknum. Elahmar gerið sig þá sekan um slæm mistök og fékk dæmdan á sig ruðning. Svíarnir stóðu eftir með pálmann í höndunum. En þeir náðu ekki að koma skoti á marki fyrr en úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn og Fredrik Petersen skaut í varnarvegginn. Jafntefli því niðurstaðan í mögnuðum leik í Al Sadd höllinni í Doha.
HM 2015 í Katar Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira