Alfreð Örn tekur við kvennaliði Vals - þjálfar liðið með Óskari út tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2015 18:46 Alfreð Örn Finnsson. Vísir/Pjetur Alfreð Örn Finnsson var ekki lengi atvinnulaus en hann verður næsti þjálfari kvennaliðs Vals. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Val. Alfreð mun starfa við hlið Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara liðsins, út þetta tímabil, en Alfreð tekur svo við Valsliðinu að tímabilinu loknu og er samningur hans til ársins 2018. Alfreð Örn hætti að þjálfa norska liðið Storhamar síðasta föstudag og Valsmenn voru fljótir að semja við hann þegar þeir vissu að hann væri á heimleið.Fréttatilkynning Vals: Handknattleiksdeild Vals hefur ráðið Alfreð Örn Finnsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna til ársins 2018. Alfreð mun koma til starfa hjá félaginu 1. febrúar næstkomandi og starfa við hlið Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara liðsins,út yfirstandandi tímabil, en Alfreð tekur svo við liðinu að tímabilinu loknu. Handknattleiksdeild Vals lýsir yfir mikilli ánægju með ráðningu Alfreðs, enda var hann fyrsti kostur félagsins í starfið. Alfreð, sem er 35 ára gamall, hefur átt farsælan feril sem þjálfari bæði hér heima og erlendis. Ferill Alfreðs hófst í yngri flokkum KR árið 1994, en árið 2002 steig hann sín fyrstu skref í meistaraflokksþjálfun sem aðstoðarþjálfari Gróttu/KR. Árin 2003-2008 var hann aðalþjálfari kvennaliða Gróttu (2003-2004, 2006-2008) og ÍBV (2004-2006). Lið ÍBV varð Íslandsmeistari undir hans stjórn árið 2006 og hann var valinn þjálfari ársins í úrvalsdeild kvenna árin 2006 og 2007,en síðara árið varð Grótta í 2. sæti. Árið 2010 tók Alfreð við kvennaliði Volda í 2. deild í Noregi og stýrði liðinu í þrjú ár við góðan orðstír. Á lokatímabili Alfreðs hjá liðinu vann það sér sæti í næstefstu deild og var Alfreð þá ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Storhamar, sem er eitt af fremri kvennaliðum norska kvennaboltans, og stýrði þeim í 4. sæti deildarinnar. Síðastliðinn föstudag komust Alfreð og Storhamar að samkomulagi um starfslok. Þegar handknattleiksdeild Vals varð ljóst að hugur Alfreðs stefndi heim til Íslands var málið unnið hratt og örugglega af báðum aðilum og niðurstaðan þriggja og hálfs árs samningur. Líkt og áður sagði mun Alfreð starfa við hlið Óskars Bjarna með kvennaliðið fram á vorið, með því fyrirkomulagi er bæði karla- og kvennaliðum Vals tryggðar bestu mögulegu aðstæður, enda stýrir Óskar Bjarni einnig karlaliði félagsins. Olís-deild kvenna Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Körfubolti Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Fleiri fréttir KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Sjá meira
Alfreð Örn Finnsson var ekki lengi atvinnulaus en hann verður næsti þjálfari kvennaliðs Vals. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Val. Alfreð mun starfa við hlið Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara liðsins, út þetta tímabil, en Alfreð tekur svo við Valsliðinu að tímabilinu loknu og er samningur hans til ársins 2018. Alfreð Örn hætti að þjálfa norska liðið Storhamar síðasta föstudag og Valsmenn voru fljótir að semja við hann þegar þeir vissu að hann væri á heimleið.Fréttatilkynning Vals: Handknattleiksdeild Vals hefur ráðið Alfreð Örn Finnsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna til ársins 2018. Alfreð mun koma til starfa hjá félaginu 1. febrúar næstkomandi og starfa við hlið Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara liðsins,út yfirstandandi tímabil, en Alfreð tekur svo við liðinu að tímabilinu loknu. Handknattleiksdeild Vals lýsir yfir mikilli ánægju með ráðningu Alfreðs, enda var hann fyrsti kostur félagsins í starfið. Alfreð, sem er 35 ára gamall, hefur átt farsælan feril sem þjálfari bæði hér heima og erlendis. Ferill Alfreðs hófst í yngri flokkum KR árið 1994, en árið 2002 steig hann sín fyrstu skref í meistaraflokksþjálfun sem aðstoðarþjálfari Gróttu/KR. Árin 2003-2008 var hann aðalþjálfari kvennaliða Gróttu (2003-2004, 2006-2008) og ÍBV (2004-2006). Lið ÍBV varð Íslandsmeistari undir hans stjórn árið 2006 og hann var valinn þjálfari ársins í úrvalsdeild kvenna árin 2006 og 2007,en síðara árið varð Grótta í 2. sæti. Árið 2010 tók Alfreð við kvennaliði Volda í 2. deild í Noregi og stýrði liðinu í þrjú ár við góðan orðstír. Á lokatímabili Alfreðs hjá liðinu vann það sér sæti í næstefstu deild og var Alfreð þá ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Storhamar, sem er eitt af fremri kvennaliðum norska kvennaboltans, og stýrði þeim í 4. sæti deildarinnar. Síðastliðinn föstudag komust Alfreð og Storhamar að samkomulagi um starfslok. Þegar handknattleiksdeild Vals varð ljóst að hugur Alfreðs stefndi heim til Íslands var málið unnið hratt og örugglega af báðum aðilum og niðurstaðan þriggja og hálfs árs samningur. Líkt og áður sagði mun Alfreð starfa við hlið Óskars Bjarna með kvennaliðið fram á vorið, með því fyrirkomulagi er bæði karla- og kvennaliðum Vals tryggðar bestu mögulegu aðstæður, enda stýrir Óskar Bjarni einnig karlaliði félagsins.
Olís-deild kvenna Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Körfubolti Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Fleiri fréttir KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Sjá meira