Luis Figo vill stækka HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2015 15:30 Luis Figo á Wembley í dag. Vísir/Getty Luis Figo, hefur kynnt betur framboð sitt til forseta FIFA, en þessi fyrrum dýrasti og besti knattspyrnamaður í heimi ætlar að reyna að steypa Sepp Blatter af stóli. Luis Figo vill meðal annars stækka heimsmeistarakeppnina, endurvekja gömlu rangstöðuregluna og auka möguleika dómara á því að nýta sér tæknina. Luis Figo hélt blaðamannafund á Wembley í dag þar sem kynnti hvaða málefni eiga að skila honum sigri í forsetaframboðinu á móti Ali Bin Al Hussein prins, Michael van Praag og Sepp Blatter. Figo ætlar ennfremur að deila út hluta af varasjóði FIFA til aðildarlanda sinna en Alþjóðaknattspyrnusambandið er stærsta sambandið í íþróttaheiminum. Ísland ætti meiri möguleika á því að komast á HM ef keppnin stækkar en íslenska liði komst alla leið í umspil í síðustu keppni. Þrír kostir eru í stöðunni fyrir framtíðafyrirkomulag HM í fótbolta. Í fyrsta lagi að halda núverandi fyrirkomulagi með 32 liðum, í öðru lagi að fjölga í 40 lið og í þriðja lagi að fjölga í 48 lið og skipta keppninni í tvennt og hafa síðan sér útsláttarkeppni í lokin. Menn eins og Jose Mourinho og David Beckham hafa lýst yfir stuðningi við hinn 42 ára gamla Figo sem hefur sjálfur talað um að hreinsa til og endurvekja traust fólks á sambandinu. „Ég er ekki maður sem situr aðgerðalaus til hliðar og neita að skipta mér að. Ég vil sjá öðruvísi leiðtogastefnu hjá FIFA og fá meiri sýnileika, meiri samvinnu og meiri samstöðu," sagði Luis Figo. „Ég er heppinn að vera frjáls maður. Ég skulda engum neitt. Þess vegna á ég möguleika á því að starfa sem forseti fyrir fólkið. Fótboltinn er í mínu blóði og ég er tilbúinn að berjast fyrir breytingum innan FIFA," sagði Figo. FIFA Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Sjá meira
Luis Figo, hefur kynnt betur framboð sitt til forseta FIFA, en þessi fyrrum dýrasti og besti knattspyrnamaður í heimi ætlar að reyna að steypa Sepp Blatter af stóli. Luis Figo vill meðal annars stækka heimsmeistarakeppnina, endurvekja gömlu rangstöðuregluna og auka möguleika dómara á því að nýta sér tæknina. Luis Figo hélt blaðamannafund á Wembley í dag þar sem kynnti hvaða málefni eiga að skila honum sigri í forsetaframboðinu á móti Ali Bin Al Hussein prins, Michael van Praag og Sepp Blatter. Figo ætlar ennfremur að deila út hluta af varasjóði FIFA til aðildarlanda sinna en Alþjóðaknattspyrnusambandið er stærsta sambandið í íþróttaheiminum. Ísland ætti meiri möguleika á því að komast á HM ef keppnin stækkar en íslenska liði komst alla leið í umspil í síðustu keppni. Þrír kostir eru í stöðunni fyrir framtíðafyrirkomulag HM í fótbolta. Í fyrsta lagi að halda núverandi fyrirkomulagi með 32 liðum, í öðru lagi að fjölga í 40 lið og í þriðja lagi að fjölga í 48 lið og skipta keppninni í tvennt og hafa síðan sér útsláttarkeppni í lokin. Menn eins og Jose Mourinho og David Beckham hafa lýst yfir stuðningi við hinn 42 ára gamla Figo sem hefur sjálfur talað um að hreinsa til og endurvekja traust fólks á sambandinu. „Ég er ekki maður sem situr aðgerðalaus til hliðar og neita að skipta mér að. Ég vil sjá öðruvísi leiðtogastefnu hjá FIFA og fá meiri sýnileika, meiri samvinnu og meiri samstöðu," sagði Luis Figo. „Ég er heppinn að vera frjáls maður. Ég skulda engum neitt. Þess vegna á ég möguleika á því að starfa sem forseti fyrir fólkið. Fótboltinn er í mínu blóði og ég er tilbúinn að berjast fyrir breytingum innan FIFA," sagði Figo.
FIFA Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Sjá meira