Haukakonur í Höllina annað árið í röð | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2015 21:03 Kvennalið Haukar tyggði sér farseðilinn á bikarúrslitaleikjahelgina í handboltanum annað árið í röð eftir fjögurra marka sigur á Selfossi á Ásvöllum í kvöld, 26-22. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Grótta komst líka í Höllinni með öruggum 31-18 sigri á HK en Haukar, Grótta og ÍBV hafa því tryggt sér sæti í undanúrslitunum og Valur og Fylkir spila síðan um síðasta sætið á morgun. Þetta þýðir að Haukarnir verða með bæði liðin sín í Laugardalshöllinni því karlaliðið hafði áður unnið sinn leik í átta liða úrslitunum. Selfossliðið byrjaði leikinn vel og komst meðal annars þremur mörkum yfir, 10-7. Haukaliðið svaraði þá með fimm mörkum í röð, komst í 12-10 og var síðan 14-12 yfir í hálfleik. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði sjö mörk fyrir Selfoss í fyrri hálfleiknum. Haukaliðið komst mest þremur mörkum yfir í seinni hálfleiknum en Selfossliðið gafst ekki upp og náði að jafna metin í 22-22 þegar fjórar mínútur voru eftir. Karen Helga Díönudóttir kom Haukum yfir úr vítakasti og Marija Gedroit kom Haukum síðan tveimur mörkum yfir, 24-22, þegar tvær mínútur og 22 sekúndur voru eftir. Viktoría Valdimarsdóttir nánast innsiglaði síðan sigurinn með því að skora þriðja mark Hauka í röð og koma liðinu í 25-22.Haukar - Selfoss 26-22 (14-12)Mörk Hauka: Marija Gedroit 8, Viktoría Valdimarsdóttir 6, Karen Helga Díönudóttir 6, Áróra Eir Pálsdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Agnes Ósk Egilsdóttir 1. Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Carmen Palamariu 4, Elena Elísabet Birgisdóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Tinna Soffía Traustadóttir 1.Grótta - HK 31-18 (18-8)Mörk Gróttu: Laufey Ásta Guðmundsdóttir 11, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 9, Guðný Hjaltadóttir 3, Anett Köbli 2, Arndís María Erlingsdóttir 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Lovísa Thompson 1Mörk HK: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Emma Havin Sardardóttir 3, Gerður Arinbjarnar 3, Sigríður Hauksdóttir 3, Natalía María Helen Ægisdóttir 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1.Marija Gedroit skoraði átta mörk í kvöld.Vísir/Stefán Olís-deild kvenna Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Sjá meira
Kvennalið Haukar tyggði sér farseðilinn á bikarúrslitaleikjahelgina í handboltanum annað árið í röð eftir fjögurra marka sigur á Selfossi á Ásvöllum í kvöld, 26-22. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Grótta komst líka í Höllinni með öruggum 31-18 sigri á HK en Haukar, Grótta og ÍBV hafa því tryggt sér sæti í undanúrslitunum og Valur og Fylkir spila síðan um síðasta sætið á morgun. Þetta þýðir að Haukarnir verða með bæði liðin sín í Laugardalshöllinni því karlaliðið hafði áður unnið sinn leik í átta liða úrslitunum. Selfossliðið byrjaði leikinn vel og komst meðal annars þremur mörkum yfir, 10-7. Haukaliðið svaraði þá með fimm mörkum í röð, komst í 12-10 og var síðan 14-12 yfir í hálfleik. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði sjö mörk fyrir Selfoss í fyrri hálfleiknum. Haukaliðið komst mest þremur mörkum yfir í seinni hálfleiknum en Selfossliðið gafst ekki upp og náði að jafna metin í 22-22 þegar fjórar mínútur voru eftir. Karen Helga Díönudóttir kom Haukum yfir úr vítakasti og Marija Gedroit kom Haukum síðan tveimur mörkum yfir, 24-22, þegar tvær mínútur og 22 sekúndur voru eftir. Viktoría Valdimarsdóttir nánast innsiglaði síðan sigurinn með því að skora þriðja mark Hauka í röð og koma liðinu í 25-22.Haukar - Selfoss 26-22 (14-12)Mörk Hauka: Marija Gedroit 8, Viktoría Valdimarsdóttir 6, Karen Helga Díönudóttir 6, Áróra Eir Pálsdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Agnes Ósk Egilsdóttir 1. Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Carmen Palamariu 4, Elena Elísabet Birgisdóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Tinna Soffía Traustadóttir 1.Grótta - HK 31-18 (18-8)Mörk Gróttu: Laufey Ásta Guðmundsdóttir 11, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 9, Guðný Hjaltadóttir 3, Anett Köbli 2, Arndís María Erlingsdóttir 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Lovísa Thompson 1Mörk HK: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Emma Havin Sardardóttir 3, Gerður Arinbjarnar 3, Sigríður Hauksdóttir 3, Natalía María Helen Ægisdóttir 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1.Marija Gedroit skoraði átta mörk í kvöld.Vísir/Stefán
Olís-deild kvenna Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita