ASÍ segir utanríkisráðherra hafa hunsað leikreglurnar Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2015 15:32 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Miðstjórn Alþjóðusambands Íslands segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa með einbeittum ásetningi sínum að slíta aðildarviðræðum Íslands við ESB hafa hunsað leikreglurnar. „[H]ann hunsaði sjálft Alþingi Íslendinga sem hóf þessa vegferð á sínum tíma. Ráðherrann og ríkisstjórnin hunsa líka vilja meirihluta þjóðarinnar sem vill ljúka viðræðum og fá að kjósa um aðildarsamning,“ segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. „Frá árinu 2008 hafa ársfundir og þing Alþýðusamband Íslands ítrekað ályktað um Evrópumál. Í þeim ályktunum hefur meginstefið verið að aðildarviðræðum verði lokið og aðildarsamningur lagður í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi ríkisstjórn komst m.a. til valda vegna loforða fyrir kosningarnar 2013 um að þjóðin yrði spurð hvort halda ætti aðildarviðræðum við ESB áfram. Það loforð var svikið. Utanríkisráðherra reyndi að ýta málinu út af borðinu í febrúar í fyrra þegar hann setti fram þingsályktunartillögu um að viðræðum yrði slitið en uppskar ekki annað en reiðiöldu og mótmæli í samfélaginu, m.a. miðstjórnar ASÍ sem sendi frá sér harðorðaða ályktun af þessu tilefni. Nýjasta útspil utanríkisráðherrans í samskiptum við Evrópusambandið er með slíkum ólíkindum að undrun sætir. Í þeim einbeitta ásetningi sínum að slíta aðildarviðræðum Íslands við ESB hunsaði hann leikreglurnar, hann hunsaði sjálft Alþingi Íslendinga sem hóf þessa vegferð á sínum tíma. Ráðherrann og ríkisstjórnin hunsa líka vilja meirihluta þjóðarinnar sem vill ljúka viðræðum og fá að kjósa um aðildarsamning. Þetta er svo risavaxið álitamál um framtíðarmöguleika okkar þjóðar, að það hlýtur að vera réttmæt krafa að þjóðin sjálf fái að segja sitt álit. Það hlýtur einnig að vera lágmarkskrafa til ráðherra í ríkisstjórn að þeir standi við loforð sem þeir marg endurtóku fyrir kosningar. Við hvað er ríkisstjórnin hrædd? Leyfið fólkinu að segja sitt álit á því hvort aðildarviðræðum við ESB verði framhaldið með þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir í ályktuninni. Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39 Stjórnarandstaðan segir aðildarumsókn enn í fullu gildi Ný ríkisstjórn geti haldið áfram viðræðum. 17. mars 2015 19:48 Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15 Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Miðstjórn Alþjóðusambands Íslands segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa með einbeittum ásetningi sínum að slíta aðildarviðræðum Íslands við ESB hafa hunsað leikreglurnar. „[H]ann hunsaði sjálft Alþingi Íslendinga sem hóf þessa vegferð á sínum tíma. Ráðherrann og ríkisstjórnin hunsa líka vilja meirihluta þjóðarinnar sem vill ljúka viðræðum og fá að kjósa um aðildarsamning,“ segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. „Frá árinu 2008 hafa ársfundir og þing Alþýðusamband Íslands ítrekað ályktað um Evrópumál. Í þeim ályktunum hefur meginstefið verið að aðildarviðræðum verði lokið og aðildarsamningur lagður í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi ríkisstjórn komst m.a. til valda vegna loforða fyrir kosningarnar 2013 um að þjóðin yrði spurð hvort halda ætti aðildarviðræðum við ESB áfram. Það loforð var svikið. Utanríkisráðherra reyndi að ýta málinu út af borðinu í febrúar í fyrra þegar hann setti fram þingsályktunartillögu um að viðræðum yrði slitið en uppskar ekki annað en reiðiöldu og mótmæli í samfélaginu, m.a. miðstjórnar ASÍ sem sendi frá sér harðorðaða ályktun af þessu tilefni. Nýjasta útspil utanríkisráðherrans í samskiptum við Evrópusambandið er með slíkum ólíkindum að undrun sætir. Í þeim einbeitta ásetningi sínum að slíta aðildarviðræðum Íslands við ESB hunsaði hann leikreglurnar, hann hunsaði sjálft Alþingi Íslendinga sem hóf þessa vegferð á sínum tíma. Ráðherrann og ríkisstjórnin hunsa líka vilja meirihluta þjóðarinnar sem vill ljúka viðræðum og fá að kjósa um aðildarsamning. Þetta er svo risavaxið álitamál um framtíðarmöguleika okkar þjóðar, að það hlýtur að vera réttmæt krafa að þjóðin sjálf fái að segja sitt álit. Það hlýtur einnig að vera lágmarkskrafa til ráðherra í ríkisstjórn að þeir standi við loforð sem þeir marg endurtóku fyrir kosningar. Við hvað er ríkisstjórnin hrædd? Leyfið fólkinu að segja sitt álit á því hvort aðildarviðræðum við ESB verði framhaldið með þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir í ályktuninni.
Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39 Stjórnarandstaðan segir aðildarumsókn enn í fullu gildi Ný ríkisstjórn geti haldið áfram viðræðum. 17. mars 2015 19:48 Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15 Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39
Stjórnarandstaðan segir aðildarumsókn enn í fullu gildi Ný ríkisstjórn geti haldið áfram viðræðum. 17. mars 2015 19:48
Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15
Mótmæla yfirgangi stjórnvalda Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra. 17. mars 2015 09:15