Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2025 12:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háði harða baráttu við Guðrúnu Hafsteinsdóttur um formennsku í Sjálfstæðisflokknum í febrúar. Guðrún hafði sigur með hársbreidd. Vísir/Anton Brink Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ætlar að flytja til New York í haust. Hún fer í níu mánaða leyfi frá þingmennsku. Áslaug Arna beið naumlega lægri hlut í baráttu um formennsku í Sjálfstæðisflokknum í febrúar. Áslaug Arna greinir frá tíðindunum á Facebook þar sem hún segir New York hennar næsta stopp. „Ég hef tekið ákvörðun um að hefja nám í Columbia háskóla í New York síðsumars eftir að ég fékk boð í vikunni um skólavist. Því fylgja flutningar til Bandaríkjanna og leyfi frá þingstörfum í 9 mánuði frá og með haustinu. Þar mun ég leggja stund á MPA nám (Master in Public Administration in Global Leadership).“ Hún segir þetta hafa verið draum lengi. „Ég er reyndar manneskja margra drauma. Síðustu 10 ár hef ég gefið allt sem ég á í störfum mínum fyrir Ísland og Sjálfstæðisflokkinn.“ Ástríða hennar um að hafa jákvæð áhrif á samfélagið á Íslandi sé hvergi á undanhaldi. „Ég trúi því að með þessu skrefi sé ég ekki að bara láta persónulegan draum rætast heldur líka að stækka sjóndeildarhringinn, bæta við mig þekkingu og reynslu sem mun án efa reynast mér mikilvægt veganesti inn í framtíðina.“ Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður tekur sæti Áslaugar Örnu á þingi. Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður er varaþingmaður flokksins í Reykjavík. „Mér er þó enn efst í huga um þessar mundir þakklæti fyrir allan stuðninginn í stjórnmálunum síðustu ár og sérstaklega í vetur í aðdraganda landsfundar flokksins okkar. Tími og barátta sem ég mun aldrei gleyma. Lærdómsríkt ferðalag - jafnvel rússíbanareið - á svo marga vegu. Mér líður ótrúlega vel og það er dýrmætt að finna fyrir stuðningi hvað þessa persónulega ákvörðun mína varðar líka.“ Hún sé hvergi nærri hætt í stjórnmálum og stórt verkefni fram undan. „Sveitarstjórnarkosningarnar og að ná borginni að nýju. Þar þarf okkar fólk um allt land á okkar einarða stuðningi að halda.“ Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Alþingi Tímamót Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Áslaug Arna greinir frá tíðindunum á Facebook þar sem hún segir New York hennar næsta stopp. „Ég hef tekið ákvörðun um að hefja nám í Columbia háskóla í New York síðsumars eftir að ég fékk boð í vikunni um skólavist. Því fylgja flutningar til Bandaríkjanna og leyfi frá þingstörfum í 9 mánuði frá og með haustinu. Þar mun ég leggja stund á MPA nám (Master in Public Administration in Global Leadership).“ Hún segir þetta hafa verið draum lengi. „Ég er reyndar manneskja margra drauma. Síðustu 10 ár hef ég gefið allt sem ég á í störfum mínum fyrir Ísland og Sjálfstæðisflokkinn.“ Ástríða hennar um að hafa jákvæð áhrif á samfélagið á Íslandi sé hvergi á undanhaldi. „Ég trúi því að með þessu skrefi sé ég ekki að bara láta persónulegan draum rætast heldur líka að stækka sjóndeildarhringinn, bæta við mig þekkingu og reynslu sem mun án efa reynast mér mikilvægt veganesti inn í framtíðina.“ Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður tekur sæti Áslaugar Örnu á þingi. Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður er varaþingmaður flokksins í Reykjavík. „Mér er þó enn efst í huga um þessar mundir þakklæti fyrir allan stuðninginn í stjórnmálunum síðustu ár og sérstaklega í vetur í aðdraganda landsfundar flokksins okkar. Tími og barátta sem ég mun aldrei gleyma. Lærdómsríkt ferðalag - jafnvel rússíbanareið - á svo marga vegu. Mér líður ótrúlega vel og það er dýrmætt að finna fyrir stuðningi hvað þessa persónulega ákvörðun mína varðar líka.“ Hún sé hvergi nærri hætt í stjórnmálum og stórt verkefni fram undan. „Sveitarstjórnarkosningarnar og að ná borginni að nýju. Þar þarf okkar fólk um allt land á okkar einarða stuðningi að halda.“
Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Alþingi Tímamót Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira