Innlent

Eldur í rusla­bíl vestur í bæ

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
495090705_10160720834877447_4668470999868457420_n
Vísir/Anton Brink

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að slökkva eld í ruslabíl við Kaplaskjólsveg í vesturbæ Reykjavíkur.

Þetta staðfestir vakthafandi varðstjóri hjá slökkviliðinu. Einn dælubíll og einn sjúkrabíll voru sendir á staðinn upp úr klukkan hálf tvö. 

Slökkviliðsmenn við störf.Vísir/Anton Brink

Lítið annað liggur fyrir um eldinn að svo stöddu, en vinna við að slökkva hann stóð enn yfir klukkan um 13:50.

Vísir/Anton Brink
Vísir/Anton Brink

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu slasaðist enginn og gekk slökkvistarf greiðlega. Ólíklegt má telja að bíllinn nýtist í fleiri verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×