Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2015 15:59 David Luiz fagnar jöfnunarmarki sínu með tilþrifum. Vísir/Getty Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Frammistaða Chelsea olli miklum vonbrigðum og liðinu tókst ekki að nýta sér það að stóru dómar leiksins hafi fallið með enska liðinu. Lærisveinar Jose Mourinho sóttu ekki sigurinn ellefu á móti tíu og þurftu á endanum að sætta sig við að falla úr leik í sextán liða úrslitunum. Frakkarnir náðu þar með að hefna fyrir tapið á móti Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra. Chelsea liðið lék manni fleiri frá 32. mínútu leiksins eftir að Zlatan Ibrahimović fékk beint rautt spjald en tókst engu að síður að jafna tvisvar sinnum eftir að hafa lengt marki undir. Leikmönnum Chelsea tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og heldur ekki að halda út á lokamínútunum eftir að Gary Cahill kom liðinu í 1-0 níu mínútum fyrir leikslok. David Luiz jafnaði nefnilega metin á 86. mínútu. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma alveg eins og í fyrri leiknum í París en Eden Hazard kom Chelsea í 2-1 í framlengingunni með því að skora úr vítaspyrnu á 96. mínútu. Leikmenn Paris Saint-Germain gáfust ekki upp og Thiago Silva, sem hafði fengið dæmda á sig vítaspyrnuna, tryggði sínu liði sæti í næstu umferð með því að jafna metin á 114. mínútu leiksins. Rauða spjaldið á Zlatan Ibrahimović leit út fyrir að vera dauðadómur fyrir franska liðið en flestir geta verið sammála að það hafi verið rangur dómur hjá Hollendingnum Björn Kuipers. Paris Saint-Germain sýndi hinsvegar magnaða frammistöðu manni færri og vann einn stærsta sigurinn í sögu félagsins.Zlatan Ibrahimović fékk rautt spjald eftir 32 mínútur Cahill skorar fyrir Chelsea David Luiz tryggir PSG framlengingu Hazard skorar í framlengingunni Markið sem sendi Chelsea út úr Meistaradeildinni Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Frammistaða Chelsea olli miklum vonbrigðum og liðinu tókst ekki að nýta sér það að stóru dómar leiksins hafi fallið með enska liðinu. Lærisveinar Jose Mourinho sóttu ekki sigurinn ellefu á móti tíu og þurftu á endanum að sætta sig við að falla úr leik í sextán liða úrslitunum. Frakkarnir náðu þar með að hefna fyrir tapið á móti Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra. Chelsea liðið lék manni fleiri frá 32. mínútu leiksins eftir að Zlatan Ibrahimović fékk beint rautt spjald en tókst engu að síður að jafna tvisvar sinnum eftir að hafa lengt marki undir. Leikmönnum Chelsea tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og heldur ekki að halda út á lokamínútunum eftir að Gary Cahill kom liðinu í 1-0 níu mínútum fyrir leikslok. David Luiz jafnaði nefnilega metin á 86. mínútu. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma alveg eins og í fyrri leiknum í París en Eden Hazard kom Chelsea í 2-1 í framlengingunni með því að skora úr vítaspyrnu á 96. mínútu. Leikmenn Paris Saint-Germain gáfust ekki upp og Thiago Silva, sem hafði fengið dæmda á sig vítaspyrnuna, tryggði sínu liði sæti í næstu umferð með því að jafna metin á 114. mínútu leiksins. Rauða spjaldið á Zlatan Ibrahimović leit út fyrir að vera dauðadómur fyrir franska liðið en flestir geta verið sammála að það hafi verið rangur dómur hjá Hollendingnum Björn Kuipers. Paris Saint-Germain sýndi hinsvegar magnaða frammistöðu manni færri og vann einn stærsta sigurinn í sögu félagsins.Zlatan Ibrahimović fékk rautt spjald eftir 32 mínútur Cahill skorar fyrir Chelsea David Luiz tryggir PSG framlengingu Hazard skorar í framlengingunni Markið sem sendi Chelsea út úr Meistaradeildinni
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira