Gagnrýnir töf á friðlýsingum svæða Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2015 13:51 Formaður Vinstri grænna gagnrýnir umhverfisráðherra harðlega fyrir tafir á framkvæmd vilja Alþingis um friðlýsingu svæða. vísir/vilhelm Formaður Vinstri grænna gagnrýndi umhverfisráðherra harðlega á Alþingi í morgun fyrir seinagang í friðlýsingu svæða. Ráðherra sagði mörg svæði bíða friðlýsingar og kostnaður við friðlýsingar væri mikill. En ríkisstjórnin skerti framlög til málaflokksins á síðasta ári að sögn formanns Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði Sigrúnu Magnúsdóttur um stöðu friðlýsinga á svæðum og virkjanakostum í verndarflokki. Samkvæmt rammaáætlun séu mörg svæði í verndarflokki og þá eigi samkvæmt lögum þegar að hefja vinnu við friðlýsingu þeirra. Haldlítil svör hafi hins vegar borist við skriflegri fyrirspurn til umhverfisráðherra um hvernig þessum friðlýsingum vindi fram allt frá því í nóvember 2013. Katrín sagði að rúmu ári seinna eða í desember síðast liðnum hafi nánast sömu svör komið við sams konar fyrirspurn. „Það er unnið að því að móta hugmyndir um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs það er í skoðun hvort svæðið geti fallið að Vatnajökulsþjóðgarði, enn liggur ekki fyrir afmörkun svæðisins, enn liggur ekki fyrri hvernig friðlýsing verður útfærð, enn liggur ekki fyrri niðurstaða um friðlýsingu, nákvæm afmörkun liggur ekki fyrir, enn liggur ekki fyrir hvernig friðlýsing verður útfærð, unnið hefur verið að breytingum, enn liggur ekki fyrir hvernig hægt verður að ná fram markmiðum um vernd svæðisins,“ taldi Katrín upp úr fyrri skriflegum svörum umhverfisráðherra. Þetta væri algerlega ófullnægjandi árangur því meðan svæðin væru ekki formlega friðlýst væri hægt að gera tillögur annars konar nýtingu á þeim. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði rétt að unnið væri í þessum málum. „Ef til vill erum við kannski með fullmargar friðlýsingar undir og það tefji málið,“ svaraði umhverfisráðherra. Þá hafi landfræðilegar afmarkanir ekki verið nógu nákvæmar í þingsályktun um þau svæði sem sett væru í verndarflokk. „Ég segi það, ég vil frekar að við tökum og setjum í forgang ákveðnar friðlýsingar og jafnvel þá stærri svæði og gerum það vandlega og skiljum það að friðlýsing þýðir líka að það þarf að setja frjármagn varðandi vöktunina og að það sé hugsað um það. En það hefur ekki oft verið gætt að því. Og það þýðir ekki bara að friðlýsa, maður verður líka að hugsa um hinn endann, hvað þetta þýðir til framtíðar varðandi rekstur og annað þess háttar,“ sagði Sigrún. Katrín spurði hvort ráðherrann teldi of mörg svæði vera í verndarflokki og væri því óssammála samþykkt Alþingis og minnt ráðherrann á hver hefði tekið ákvörðun um að skerða fjármagn vegna kostnaðar við friðlýsingar. „Það var þessi sami hæstvirti ráðherra og sá stjórnarmeirihluti sem hún tilheyrir sem ákvað, tók þá pólitísku ákvörðun, að skera niður frjármagn til friðlýsinga. Þannig að það er ekki boðlegt herra forseti að koma hér upp og segja; það eru of mörg svæði, þetta eru of margar friðlýsingar, fullmargar friðlýsingar. Þetta er það sem Alþingi hefur samþykkt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Formaður Vinstri grænna gagnrýndi umhverfisráðherra harðlega á Alþingi í morgun fyrir seinagang í friðlýsingu svæða. Ráðherra sagði mörg svæði bíða friðlýsingar og kostnaður við friðlýsingar væri mikill. En ríkisstjórnin skerti framlög til málaflokksins á síðasta ári að sögn formanns Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði Sigrúnu Magnúsdóttur um stöðu friðlýsinga á svæðum og virkjanakostum í verndarflokki. Samkvæmt rammaáætlun séu mörg svæði í verndarflokki og þá eigi samkvæmt lögum þegar að hefja vinnu við friðlýsingu þeirra. Haldlítil svör hafi hins vegar borist við skriflegri fyrirspurn til umhverfisráðherra um hvernig þessum friðlýsingum vindi fram allt frá því í nóvember 2013. Katrín sagði að rúmu ári seinna eða í desember síðast liðnum hafi nánast sömu svör komið við sams konar fyrirspurn. „Það er unnið að því að móta hugmyndir um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs það er í skoðun hvort svæðið geti fallið að Vatnajökulsþjóðgarði, enn liggur ekki fyrir afmörkun svæðisins, enn liggur ekki fyrri hvernig friðlýsing verður útfærð, enn liggur ekki fyrri niðurstaða um friðlýsingu, nákvæm afmörkun liggur ekki fyrir, enn liggur ekki fyrir hvernig friðlýsing verður útfærð, unnið hefur verið að breytingum, enn liggur ekki fyrir hvernig hægt verður að ná fram markmiðum um vernd svæðisins,“ taldi Katrín upp úr fyrri skriflegum svörum umhverfisráðherra. Þetta væri algerlega ófullnægjandi árangur því meðan svæðin væru ekki formlega friðlýst væri hægt að gera tillögur annars konar nýtingu á þeim. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði rétt að unnið væri í þessum málum. „Ef til vill erum við kannski með fullmargar friðlýsingar undir og það tefji málið,“ svaraði umhverfisráðherra. Þá hafi landfræðilegar afmarkanir ekki verið nógu nákvæmar í þingsályktun um þau svæði sem sett væru í verndarflokk. „Ég segi það, ég vil frekar að við tökum og setjum í forgang ákveðnar friðlýsingar og jafnvel þá stærri svæði og gerum það vandlega og skiljum það að friðlýsing þýðir líka að það þarf að setja frjármagn varðandi vöktunina og að það sé hugsað um það. En það hefur ekki oft verið gætt að því. Og það þýðir ekki bara að friðlýsa, maður verður líka að hugsa um hinn endann, hvað þetta þýðir til framtíðar varðandi rekstur og annað þess háttar,“ sagði Sigrún. Katrín spurði hvort ráðherrann teldi of mörg svæði vera í verndarflokki og væri því óssammála samþykkt Alþingis og minnt ráðherrann á hver hefði tekið ákvörðun um að skerða fjármagn vegna kostnaðar við friðlýsingar. „Það var þessi sami hæstvirti ráðherra og sá stjórnarmeirihluti sem hún tilheyrir sem ákvað, tók þá pólitísku ákvörðun, að skera niður frjármagn til friðlýsinga. Þannig að það er ekki boðlegt herra forseti að koma hér upp og segja; það eru of mörg svæði, þetta eru of margar friðlýsingar, fullmargar friðlýsingar. Þetta er það sem Alþingi hefur samþykkt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira