Matt Every varði titilinn á Bay Hill eftir magnaðan lokahring 23. mars 2015 19:00 Every var í banastuði í gær. Getty Matt Every er ekki talinn einn af sterkustu kylfingum PGA-mótaraðarinnar en það er eitthvað við að spila á hinum sögufræga Bay Hill velli sem dregur fram það besta í honum. Every lék frábært golf á lokahringnum í gær og kom inn á 66 höggum eða sex undir pari. Það dugði honum til þess að verja titilinn á Arnold Palmer Invitational, einu sterkasta móti á PGA-mótaröðinni á árinu. Hann lék hringina fjóra á 19 höggum undir pari en Henrik Stenson, sem leiddi fyrir lokahringinn, endaði í öðru sæti á 18 höggum undir pari. Stenson nagar sig eflaust í handbökin en tvö þrípútt á lokaholunum í gær kostuðu hann mikið. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, var meðal þátttakenda um helgina en nokkur klaufamistök urðu til þess að hann var ekki í baráttu efstu manna á lokahringnum í gær. Hann endaði jafn í 11. sæti á 11 höggum undir pari en þetta er síðasta mótið sem hann tekur þátt í áður en Masters mótið fer fram snemma í apríl. Fyrir sigurinn fékk Matt Every rúmlega 140 milljónir króna og þátttökurétt á stærstu mótum ársins en næsta mót á PGA-mótaröðinni er Valero Texas Open og hefst það á fimmtudaginn. Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Matt Every er ekki talinn einn af sterkustu kylfingum PGA-mótaraðarinnar en það er eitthvað við að spila á hinum sögufræga Bay Hill velli sem dregur fram það besta í honum. Every lék frábært golf á lokahringnum í gær og kom inn á 66 höggum eða sex undir pari. Það dugði honum til þess að verja titilinn á Arnold Palmer Invitational, einu sterkasta móti á PGA-mótaröðinni á árinu. Hann lék hringina fjóra á 19 höggum undir pari en Henrik Stenson, sem leiddi fyrir lokahringinn, endaði í öðru sæti á 18 höggum undir pari. Stenson nagar sig eflaust í handbökin en tvö þrípútt á lokaholunum í gær kostuðu hann mikið. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, var meðal þátttakenda um helgina en nokkur klaufamistök urðu til þess að hann var ekki í baráttu efstu manna á lokahringnum í gær. Hann endaði jafn í 11. sæti á 11 höggum undir pari en þetta er síðasta mótið sem hann tekur þátt í áður en Masters mótið fer fram snemma í apríl. Fyrir sigurinn fékk Matt Every rúmlega 140 milljónir króna og þátttökurétt á stærstu mótum ársins en næsta mót á PGA-mótaröðinni er Valero Texas Open og hefst það á fimmtudaginn.
Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira