Segist tilbúinn til að axla ábyrgð Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. mars 2015 10:47 Helgi Hrafn Gunnarsson hefur vakið athygli vegna starfa sinna fyrir Pírata. vísir/pjetur Fjórar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið upp á síðkastið sýna verulega fylgisaukningu við Pírata. Það eru könnun Capacent Gallup, könnun MMR og tvær kannanir Fréttablaðsins. Í nýjustu könnuninni, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag, mælast þeir stærsti flokkurinn með tölfræðilega marktækum mun. „Við þurfum að spyrja okkur að því hvernig eigi að mynda ríkisstjórnir,“ segir Helgi Hrafn spurður að því hvort hann sé tilbúinn að axla ábyrgð sem slíkt fylgi Píratanna gæti leitt af sér. Til dæmis með því að hann gerðist ráðherra eftir kosningar. „Mér finnst ekki eðlilegt að það séu tveir, hugsanlega þrír, stjórnmálaflokkar, sem ná að verja ríkisstjórn falli, sem eiga að ákveða það hvernig ríkisstjórn er mynduð,“ segir Helgi jafnframt. Hann vill aðgreina löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið betur. „Og gera ferlið við val á ríkisstjórn almennt lýðræðislegra þannig að þetta sé ekki þannig að efstu þingmenn fái framkvæmdarvaldið í hendurnar meðfram löggjafarvaldinu,“ segir Helgi Hrafn. Hann segist vilja setja þá reglu að ráðherrar séu ekki þingmenn á sama tíma. „En að því sögðu þá axla ég þá ábyrgð sem mér er veitt. En ég hef engan áhuga á henni fyrr en þessar spurningar eru komnar með viðeigandi svör,“ segir hann.Helgi Hrafn segir að niðurstöður skoðanakannana komi sér mikið á óvart. Undir það tekur hinn sænski Rickard Falkvinge. Hann er stofnandi hinnar alþjóðlegu Píratahreyfingar. Falkvinge segir að þegar Píratar fengu kjörna menn á Alþingi 2013 hefði hann búist við að hreyfingin hér á landi myndi stækka. „En að vera með flokk tíu árum eftir stofnun sem nýtur fylgis sem gæti fært honum forsætisráðuneytið, það er mun örari þróun en ég átti von á,“ segir Falkvinge. Hann vísar þó í orð Helga Hrafns og fleiri og bendir á að menn skyldu taka stuðningnum af auðmýkt. „Það er mjög auðvelt að falla í þá gryfju að taka stuðningnum sem gefnum. Og þá ertu kominn í sömu stöðu og fjórflokkurinn á Íslandi er í,“ segir hann. Falkvinge bendir á að kjörtímabilið sé hálfnað. Hvort svona skoðanakönnun leiði til sömu niðurstaðna í kosningum eftir tvö ár sé stór spurning. „Við höfum séð það bregðast í nokkrum löndum og því ítreka ég að það er mikilvægt að vera auðmjúkur gagnvart þessum niðurstöðum,“ segir Falkvinge. Alþingi Tengdar fréttir Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m 21. mars 2015 07:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Fjórar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið upp á síðkastið sýna verulega fylgisaukningu við Pírata. Það eru könnun Capacent Gallup, könnun MMR og tvær kannanir Fréttablaðsins. Í nýjustu könnuninni, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag, mælast þeir stærsti flokkurinn með tölfræðilega marktækum mun. „Við þurfum að spyrja okkur að því hvernig eigi að mynda ríkisstjórnir,“ segir Helgi Hrafn spurður að því hvort hann sé tilbúinn að axla ábyrgð sem slíkt fylgi Píratanna gæti leitt af sér. Til dæmis með því að hann gerðist ráðherra eftir kosningar. „Mér finnst ekki eðlilegt að það séu tveir, hugsanlega þrír, stjórnmálaflokkar, sem ná að verja ríkisstjórn falli, sem eiga að ákveða það hvernig ríkisstjórn er mynduð,“ segir Helgi jafnframt. Hann vill aðgreina löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið betur. „Og gera ferlið við val á ríkisstjórn almennt lýðræðislegra þannig að þetta sé ekki þannig að efstu þingmenn fái framkvæmdarvaldið í hendurnar meðfram löggjafarvaldinu,“ segir Helgi Hrafn. Hann segist vilja setja þá reglu að ráðherrar séu ekki þingmenn á sama tíma. „En að því sögðu þá axla ég þá ábyrgð sem mér er veitt. En ég hef engan áhuga á henni fyrr en þessar spurningar eru komnar með viðeigandi svör,“ segir hann.Helgi Hrafn segir að niðurstöður skoðanakannana komi sér mikið á óvart. Undir það tekur hinn sænski Rickard Falkvinge. Hann er stofnandi hinnar alþjóðlegu Píratahreyfingar. Falkvinge segir að þegar Píratar fengu kjörna menn á Alþingi 2013 hefði hann búist við að hreyfingin hér á landi myndi stækka. „En að vera með flokk tíu árum eftir stofnun sem nýtur fylgis sem gæti fært honum forsætisráðuneytið, það er mun örari þróun en ég átti von á,“ segir Falkvinge. Hann vísar þó í orð Helga Hrafns og fleiri og bendir á að menn skyldu taka stuðningnum af auðmýkt. „Það er mjög auðvelt að falla í þá gryfju að taka stuðningnum sem gefnum. Og þá ertu kominn í sömu stöðu og fjórflokkurinn á Íslandi er í,“ segir hann. Falkvinge bendir á að kjörtímabilið sé hálfnað. Hvort svona skoðanakönnun leiði til sömu niðurstaðna í kosningum eftir tvö ár sé stór spurning. „Við höfum séð það bregðast í nokkrum löndum og því ítreka ég að það er mikilvægt að vera auðmjúkur gagnvart þessum niðurstöðum,“ segir Falkvinge.
Alþingi Tengdar fréttir Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m 21. mars 2015 07:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m 21. mars 2015 07:00