Smá þjófstart við Elliðavatn í morgun Karl Lúðvíksson skrifar 19. apríl 2015 12:00 Veiði hefst í Elliðvatni á sumardaginn fyrsta Mynd úr safni Vísis Mikill spenningur er fyrir morgundeginum en þá hefst veiði í Þingvallavatni og svo á sumardaginn fyrsta mæta veiðimenn við bakka Elliðavatns. Það var þó tekið smá þjófstart við Elliðavatn í morgun en þegar tekin var smá akstur við vatnið í morgun til að skoða aðstæður voru tveir félagar búnir að koma sér fyrir inn af Helluvatni og sátu þar í makindum sínum í stólum með letingjana úti. Eftir að þeim var vinsamlega bent á að þetta væri pínu þjófstart voru þeir snöggir að taka saman dótið sitt frekar vandræðalegir en þetta var fyrsta heimsókn þeirra í vatnið og voru þeir búnir að hlakka mikið til. Misskilningurinn var sá að þeir héldu að veiðar í vatninu hefðu farið af stað 1. apríl en veiðin byrjar ekki fyrr en sumardaginn fyrsta sem er í næstu viku. Það er nokkuð víst að mikið fjölmenni verður við vatnið eins og venjulega þegar það opnar og það er næstum því alveg sama hvernig viðrar það er alltaf einhver sem mætir við vatnið. Verði veðrið gott er eins gott að mæta snemma hreinlega til að fá bílastæða. Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði
Mikill spenningur er fyrir morgundeginum en þá hefst veiði í Þingvallavatni og svo á sumardaginn fyrsta mæta veiðimenn við bakka Elliðavatns. Það var þó tekið smá þjófstart við Elliðavatn í morgun en þegar tekin var smá akstur við vatnið í morgun til að skoða aðstæður voru tveir félagar búnir að koma sér fyrir inn af Helluvatni og sátu þar í makindum sínum í stólum með letingjana úti. Eftir að þeim var vinsamlega bent á að þetta væri pínu þjófstart voru þeir snöggir að taka saman dótið sitt frekar vandræðalegir en þetta var fyrsta heimsókn þeirra í vatnið og voru þeir búnir að hlakka mikið til. Misskilningurinn var sá að þeir héldu að veiðar í vatninu hefðu farið af stað 1. apríl en veiðin byrjar ekki fyrr en sumardaginn fyrsta sem er í næstu viku. Það er nokkuð víst að mikið fjölmenni verður við vatnið eins og venjulega þegar það opnar og það er næstum því alveg sama hvernig viðrar það er alltaf einhver sem mætir við vatnið. Verði veðrið gott er eins gott að mæta snemma hreinlega til að fá bílastæða.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði