Skammarhöll NFL-deildarinnar 16. apríl 2015 23:15 Aaron Hernandez. vísir/getty Fyrrum NFL-stjarnan Aaron Hernandez fékk í gær lífstíðardóm fyrir morð en hann er ekki eini NFL-leikmaðurinn sem hefur lent í fangelsi eða lent í umdeildum málum. AFP-fréttastofan tók saman nokkra umdeilda karaktera sem hún hefur kosið að henda í skammarhöll deildarinnar.AARON HERNANDEZ Hafði lagt heiminn að fótum sér árið 2013. Fór á kostum með New England Patriots og skrifaði undir fimm ára samning sem átti að færa honum 40 milljónir dollara. Hann náði þó aldrei að losna við slæma siði og koma sér úr vondum félagsskap. Hernandez hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð og á enn eftir að mæta í réttarsal vegna ákæru um að hafa myrt tvo menn í Boston árið 2012.Ray Lewis.vísir/gettyRAY LEWIS Tvöfaldur Super Bowl-meistari með Baltimore Ravens og starfsmaður hjá ESPN-sjónvarpsstöðinni í dag. Mikil goðsögn í deildinni en umdeilt mál á eftir að elta hann allt til æviloka. Lewis og tveir vinir hans voru ákærðir fyrir morð árið 2000 í Atlanta eftir að hafa lent í átökum. Tveir menn voru þá stungnir til bana. Ákærurnar voru síðar felldar niður eftir að Lewis hafði náð samkomulagi sem gekk út á að hann viðurkenndi að hafa staðið í vegi fyrir réttlætinu. Fyrir það fékk hann lítið annað en skammir í hattinn. Þetta mál hefur skemmt ímynd Lewis hjá mörgum en jakkafötin sem hann var í umrætt kvöld fundust aldrei og blóð úr öðru fórnarlambinu fannst í limmunni hans.Rae Carruth.vísir/gettyRAE CARRUTH Þessi fyrrum leikmaður Carolina Panthers var á hraðri leið með að verða stórstjarna er hann var gripinn glóðvolgur. Þá skipulagði hann morð á konu sem hann hafði verið að hitta. Hún var ólétt og Carruth var greinilega ekki til í að axla neina ábyrgð. Konan var skotin fjórum sinnum og lést síðar á spítala. Barnið lifði af en hlaut varanlegan heilaskaða.Michael Vick.vísir/gettyMICHAEL VICK Vick var orðin ein stærsta stjarna deildarinnar er hann varð uppvís að dýraníði. Á fasteign hans upp í sveit voru ræktaðir hundar í þeim eina tilgangi að slást. Eftir bardagana var hundunum svo lógað á viðbjóðslegan hátt. Sumum var drekkt og aðrir máttu þola að vera teknir af lífi með rafmagni. Vick fór í steininn, varð gjaldþrota en snéri síðar aftur árið 2009 og hefur reynt að byggja upp ímynd sína á ný.Darren Sharper.vísir/gettyDARREN SHARPER Sharper átti frábæran 14 ára feril í deildinni þar sem hann spilaði með New Orleans, Green Bay og Minnesota. Hann var í liði New Orleans sem vann Super Bowl árið 2010 og lagði síðan skóna á hilluna. Hann var handtekinn á síðasta ári og þá kom í ljós að hann er raðnauðgari. Konur í fjórum fylkjum eru búnar að kæra hann fyrir nauðgun. Sharper á yfir höfði sér um 20 ára fangelsi.OJ Simpson.vísir/gettyOJ SIMPSON OJ er einn besti hlaupari í sögu NFL-deildarinnar en tókst þó aldrei að vinna Super Bowl. Hann fór í kvikmyndaleik eftir að ferlinum lauk og var til að mynda í Naked Gun-myndunum. Árið 1994 var hann sakaður um að hafa myrt fyrrum sambýliskonu sína og kærasta hennar. Hann var sýknaður í málinu en tapaði síðar einkamáli en ekki var hægt að fangelsa hann þar sem hann hafði áður verið sýknaður. Hann hefur alla tíð átt erfitt með að fóta sig í lífinu og rændi til að mynda manneskju og framdi önnur brot. Fyrir það situr hann í fangelsi í Nevada í dag. NFL Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Sjá meira
Fyrrum NFL-stjarnan Aaron Hernandez fékk í gær lífstíðardóm fyrir morð en hann er ekki eini NFL-leikmaðurinn sem hefur lent í fangelsi eða lent í umdeildum málum. AFP-fréttastofan tók saman nokkra umdeilda karaktera sem hún hefur kosið að henda í skammarhöll deildarinnar.AARON HERNANDEZ Hafði lagt heiminn að fótum sér árið 2013. Fór á kostum með New England Patriots og skrifaði undir fimm ára samning sem átti að færa honum 40 milljónir dollara. Hann náði þó aldrei að losna við slæma siði og koma sér úr vondum félagsskap. Hernandez hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð og á enn eftir að mæta í réttarsal vegna ákæru um að hafa myrt tvo menn í Boston árið 2012.Ray Lewis.vísir/gettyRAY LEWIS Tvöfaldur Super Bowl-meistari með Baltimore Ravens og starfsmaður hjá ESPN-sjónvarpsstöðinni í dag. Mikil goðsögn í deildinni en umdeilt mál á eftir að elta hann allt til æviloka. Lewis og tveir vinir hans voru ákærðir fyrir morð árið 2000 í Atlanta eftir að hafa lent í átökum. Tveir menn voru þá stungnir til bana. Ákærurnar voru síðar felldar niður eftir að Lewis hafði náð samkomulagi sem gekk út á að hann viðurkenndi að hafa staðið í vegi fyrir réttlætinu. Fyrir það fékk hann lítið annað en skammir í hattinn. Þetta mál hefur skemmt ímynd Lewis hjá mörgum en jakkafötin sem hann var í umrætt kvöld fundust aldrei og blóð úr öðru fórnarlambinu fannst í limmunni hans.Rae Carruth.vísir/gettyRAE CARRUTH Þessi fyrrum leikmaður Carolina Panthers var á hraðri leið með að verða stórstjarna er hann var gripinn glóðvolgur. Þá skipulagði hann morð á konu sem hann hafði verið að hitta. Hún var ólétt og Carruth var greinilega ekki til í að axla neina ábyrgð. Konan var skotin fjórum sinnum og lést síðar á spítala. Barnið lifði af en hlaut varanlegan heilaskaða.Michael Vick.vísir/gettyMICHAEL VICK Vick var orðin ein stærsta stjarna deildarinnar er hann varð uppvís að dýraníði. Á fasteign hans upp í sveit voru ræktaðir hundar í þeim eina tilgangi að slást. Eftir bardagana var hundunum svo lógað á viðbjóðslegan hátt. Sumum var drekkt og aðrir máttu þola að vera teknir af lífi með rafmagni. Vick fór í steininn, varð gjaldþrota en snéri síðar aftur árið 2009 og hefur reynt að byggja upp ímynd sína á ný.Darren Sharper.vísir/gettyDARREN SHARPER Sharper átti frábæran 14 ára feril í deildinni þar sem hann spilaði með New Orleans, Green Bay og Minnesota. Hann var í liði New Orleans sem vann Super Bowl árið 2010 og lagði síðan skóna á hilluna. Hann var handtekinn á síðasta ári og þá kom í ljós að hann er raðnauðgari. Konur í fjórum fylkjum eru búnar að kæra hann fyrir nauðgun. Sharper á yfir höfði sér um 20 ára fangelsi.OJ Simpson.vísir/gettyOJ SIMPSON OJ er einn besti hlaupari í sögu NFL-deildarinnar en tókst þó aldrei að vinna Super Bowl. Hann fór í kvikmyndaleik eftir að ferlinum lauk og var til að mynda í Naked Gun-myndunum. Árið 1994 var hann sakaður um að hafa myrt fyrrum sambýliskonu sína og kærasta hennar. Hann var sýknaður í málinu en tapaði síðar einkamáli en ekki var hægt að fangelsa hann þar sem hann hafði áður verið sýknaður. Hann hefur alla tíð átt erfitt með að fóta sig í lífinu og rændi til að mynda manneskju og framdi önnur brot. Fyrir það situr hann í fangelsi í Nevada í dag.
NFL Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Sjá meira