Hundurinn Lubbi hjálpar börnum að læra Anna Guðjónsdóttir skrifar 14. apríl 2015 13:41 Eyrún Ísfold Gísladóttir, Birgitta Úlfarsdóttir og Þóra Másdóttir. „Einkennisefni Lubba eru táknrænar hreyfingar fyrir hvert málhljóð,“ segir Eyrún Ísfold Gísladóttir, talmeinafræðingur og annar höfunda bókarinnar Lubbi finnur málbein. „Forlagið fagnar því að fjórða útgáfa bókarinnar er að koma út en nú er einnig komið nýtt efni sem heitir Hljóðasmiðja Lubba. Það eru fjórar smiðjur sem tengjast allar og fjalla um íslensku málhljóðin á lifandi hátt. Efnið er tekið lengra en í bókinni með orðabanka og verkefnum sem fylgja hverri örsögu um Lubba. Einnig er kominn út mynddiskur þar sem Lubbavísur eru sungnar sem sýnir börn gera hreyfingar á hljóðum með. „Efnið hentar mjög breiðum hóp barna. Til dæmis er það bæði fyrir bráðger börn og þau sem eiga í erfileikum með lestur og ritun. Það hentar einnig þeim sem eru tví- og jafnvel þrítyngd,“ segir Eyrún. Efnið byggir á víðtækum rannsóknum Þóru Másdóttur, meðhöfundar Eyrúnar. „Hún gerði nýlega rannsókn á tileinkun málhljóða hjá íslenskum börnum,“ segir Eyrún en efnið byggir einnig á reynslu Eyrúnar á notkun tjáskiptamátans táknað með tali. Bókin um Lubba hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð og hafa þær haldið fjölda kynninga í leikskólum og grunnskólum landsins. Kynning á bókinni og hljóðasmiðjunni mun fara fram hjá Forlaginu á fimmtudaginn. Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Einkennisefni Lubba eru táknrænar hreyfingar fyrir hvert málhljóð,“ segir Eyrún Ísfold Gísladóttir, talmeinafræðingur og annar höfunda bókarinnar Lubbi finnur málbein. „Forlagið fagnar því að fjórða útgáfa bókarinnar er að koma út en nú er einnig komið nýtt efni sem heitir Hljóðasmiðja Lubba. Það eru fjórar smiðjur sem tengjast allar og fjalla um íslensku málhljóðin á lifandi hátt. Efnið er tekið lengra en í bókinni með orðabanka og verkefnum sem fylgja hverri örsögu um Lubba. Einnig er kominn út mynddiskur þar sem Lubbavísur eru sungnar sem sýnir börn gera hreyfingar á hljóðum með. „Efnið hentar mjög breiðum hóp barna. Til dæmis er það bæði fyrir bráðger börn og þau sem eiga í erfileikum með lestur og ritun. Það hentar einnig þeim sem eru tví- og jafnvel þrítyngd,“ segir Eyrún. Efnið byggir á víðtækum rannsóknum Þóru Másdóttur, meðhöfundar Eyrúnar. „Hún gerði nýlega rannsókn á tileinkun málhljóða hjá íslenskum börnum,“ segir Eyrún en efnið byggir einnig á reynslu Eyrúnar á notkun tjáskiptamátans táknað með tali. Bókin um Lubba hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð og hafa þær haldið fjölda kynninga í leikskólum og grunnskólum landsins. Kynning á bókinni og hljóðasmiðjunni mun fara fram hjá Forlaginu á fimmtudaginn.
Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira