Níu ára stúlka sögð ólétt eftir nauðganir vígamanna ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2015 14:56 Daoud segir að þetta fólk eigi eftir að ganga í gegnum mikla erfiðleika þrátt fyrir að vera komið úr höndum ISIS og þá sérstaklega þær konur og stúlkur sem eru óléttar eftir nauðganir. Vísir/AFP Vígamenn Íslamska ríkisins slepptu 216 Jasídum fyrir helgi, sem hafa verið í haldi samtakanna í um átta mánuði. Um er að ræða börn og gamalmenni sem var rænt þegar ISIS réðst á þorp Jasída í norðvesturhluta Írak. Í árásum sínum fönguðu vígamenn ISIS þúsundir Jasída og hafa margir þeirra sloppið, eða verið sleppt síðan. Meðal þeirra sem sleppt var úr haldi er níu ára stúlka sem sögð er ólétt. Þetta kemur fram í viðtali Toronto Star við Kanadískan mann sem vann við hjálparstarf í Írak þar til mjög nýlega. Maðurinn sem notast við dulnefnið Daoud, sagði að stúlkunni hafi verið nauðgað af minnst tíu vígamönnum og sprengjumönnum. Þeir séu verðlaunaðir með konum og stúlkum. „Hún var mjög illa á sig komin.“ Toronto Star segir að stúlkan hafi verið flutt undir læknishendur í Þýskalandi. Fólkið sem ISIS sleppti nú fyrir helgi var afhent öryggissveitum Kúrda nærri Kirkuk. Fólkið var látið halda að taka ætti þau af lífi, þegar þau voru flutt um borð í rútur. Samkvæmt Independent telja einhverjir að það að fólkinu hafi verið sleppt sé til merkis um versnandi stöðu ISIS, en Daoud segir svo ekki vera. „Það að senda þessar konur og stúlkur til baka er þeirra leið til að koma skömm á samfélag Jasída.“ Hann segir að þetta fólk eigi eftir að ganga í gegnum mikla erfiðleika þrátt fyrir að vera komið úr höndum ISIS og þá sérstaklega þær konur og stúlkur sem eru óléttar eftir nauðganir. „Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir börnin. Stúlkurnar og konurnar vilja þau ekki. Þær hafa þjáðst svo mikið að þær vilja gleyma þessu. Ef þær eru giftar munu eiginmenn þeirra ekki taka við þeim aftur, séu þær óléttar, og það er ljóst að börnin verða aldrei tekin í sátt.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00 Saka ISIS um að hafa framið þjóðarmorð Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna telur að liðsmenn ISIS hafi mögulega gerst sekir um þjóðarmorð á jasídum í Írak, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. 19. mars 2015 10:19 Vara við blóðbaði í Amerli Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að ástandið í bænum Amerli, sem er tæpum 200 kílómetrum norðan við Bagdad, sé orðið grafalvarlegt. 25. ágúst 2014 07:00 ISIS-liðar sleppa um 200 Jasídum Fólkinu hafði verið haldið í gíslingu af liðsmönnum hryðjaverkasamtakanna í fleiri mánuði. 8. apríl 2015 20:10 Stæra sig af þrælahaldi IS-samtökin stæra sig af hafa hreppt jasídískar konur og börn í ánauð í nýjustu útgáfu áróðurstímarits samtakanna. 13. október 2014 13:33 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins slepptu 216 Jasídum fyrir helgi, sem hafa verið í haldi samtakanna í um átta mánuði. Um er að ræða börn og gamalmenni sem var rænt þegar ISIS réðst á þorp Jasída í norðvesturhluta Írak. Í árásum sínum fönguðu vígamenn ISIS þúsundir Jasída og hafa margir þeirra sloppið, eða verið sleppt síðan. Meðal þeirra sem sleppt var úr haldi er níu ára stúlka sem sögð er ólétt. Þetta kemur fram í viðtali Toronto Star við Kanadískan mann sem vann við hjálparstarf í Írak þar til mjög nýlega. Maðurinn sem notast við dulnefnið Daoud, sagði að stúlkunni hafi verið nauðgað af minnst tíu vígamönnum og sprengjumönnum. Þeir séu verðlaunaðir með konum og stúlkum. „Hún var mjög illa á sig komin.“ Toronto Star segir að stúlkan hafi verið flutt undir læknishendur í Þýskalandi. Fólkið sem ISIS sleppti nú fyrir helgi var afhent öryggissveitum Kúrda nærri Kirkuk. Fólkið var látið halda að taka ætti þau af lífi, þegar þau voru flutt um borð í rútur. Samkvæmt Independent telja einhverjir að það að fólkinu hafi verið sleppt sé til merkis um versnandi stöðu ISIS, en Daoud segir svo ekki vera. „Það að senda þessar konur og stúlkur til baka er þeirra leið til að koma skömm á samfélag Jasída.“ Hann segir að þetta fólk eigi eftir að ganga í gegnum mikla erfiðleika þrátt fyrir að vera komið úr höndum ISIS og þá sérstaklega þær konur og stúlkur sem eru óléttar eftir nauðganir. „Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir börnin. Stúlkurnar og konurnar vilja þau ekki. Þær hafa þjáðst svo mikið að þær vilja gleyma þessu. Ef þær eru giftar munu eiginmenn þeirra ekki taka við þeim aftur, séu þær óléttar, og það er ljóst að börnin verða aldrei tekin í sátt.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00 Saka ISIS um að hafa framið þjóðarmorð Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna telur að liðsmenn ISIS hafi mögulega gerst sekir um þjóðarmorð á jasídum í Írak, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. 19. mars 2015 10:19 Vara við blóðbaði í Amerli Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að ástandið í bænum Amerli, sem er tæpum 200 kílómetrum norðan við Bagdad, sé orðið grafalvarlegt. 25. ágúst 2014 07:00 ISIS-liðar sleppa um 200 Jasídum Fólkinu hafði verið haldið í gíslingu af liðsmönnum hryðjaverkasamtakanna í fleiri mánuði. 8. apríl 2015 20:10 Stæra sig af þrælahaldi IS-samtökin stæra sig af hafa hreppt jasídískar konur og börn í ánauð í nýjustu útgáfu áróðurstímarits samtakanna. 13. október 2014 13:33 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00
Saka ISIS um að hafa framið þjóðarmorð Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna telur að liðsmenn ISIS hafi mögulega gerst sekir um þjóðarmorð á jasídum í Írak, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. 19. mars 2015 10:19
Vara við blóðbaði í Amerli Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að ástandið í bænum Amerli, sem er tæpum 200 kílómetrum norðan við Bagdad, sé orðið grafalvarlegt. 25. ágúst 2014 07:00
ISIS-liðar sleppa um 200 Jasídum Fólkinu hafði verið haldið í gíslingu af liðsmönnum hryðjaverkasamtakanna í fleiri mánuði. 8. apríl 2015 20:10
Stæra sig af þrælahaldi IS-samtökin stæra sig af hafa hreppt jasídískar konur og börn í ánauð í nýjustu útgáfu áróðurstímarits samtakanna. 13. október 2014 13:33