Þekktir íslenskir leikarar taka þátt í opnunarsviðsverkinu Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2015 20:32 Íslenskir leikarar verða fyrirferðamiklir í verkinu. mynd/skjáskot Dansverkið Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur verður opnunarsviðsverk 29. Listahátíðar í Reykjavík. Á miðvikudaginn var dagskrá komandi hátíðar kynnt en hún fer fram dagana 13. maí til 7. júní. Sjá einnig: Konur í aðalhlutverkiSigríður Soffía hefur vakið athygli á síðustu árum fyrir flugeldadanssýningar á Menningarnótt en í þessu verki taka nokkrir ástsælustu leikarar Íslands þátt og dansarar í fremstu röð. Í verkinu er unnið með fjölbreytt úrval ljóða eftir skáldið Davíð Stefánsson sem náði þjóðarhylli með fyrstu ljóðabók sinni, Svörtum fjöðrum, sem kom út þegar Davíð var aðeins 24 ára. Persónur verksins eru byggðar á ljóðum Davíðs; jafnt harmþrungnum ástarljóðum sem ættjarðarsöngvum. Myndlíkingar úr kvæðum hans eru gæddar lífi á sviðinu og hughrifin sem kvæðin vekja eru túlkuð af leikhópnum, með leik, upplestri, dansi og lifandi dúfum. Ólíkir miðlar og form hreyfingar eru leiðarstefið í sköpun Sigríðar Soffíu sem hefur samið verk fyrir bæði svið og kvikmyndir. Þau Atli Rafn Sigurðsson, Dóra Jóhannsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Hannes Egilsson, Oddur Júlíusson, Saga Garðarsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Ingar E. Sigurðsson taka þátt í verkinu. Tónlistina semja Jónas Sen og Valdimar Jóhannsson. Búningar eru eftir Hildi Yeoman og leikmyndina hönnuðu Daníel Björnsson og Helgi Már Kristinsson. Hér að neðan má sjá myndband frá undirbúningi verksins. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Dansverkið Svartar fjaðrir eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur verður opnunarsviðsverk 29. Listahátíðar í Reykjavík. Á miðvikudaginn var dagskrá komandi hátíðar kynnt en hún fer fram dagana 13. maí til 7. júní. Sjá einnig: Konur í aðalhlutverkiSigríður Soffía hefur vakið athygli á síðustu árum fyrir flugeldadanssýningar á Menningarnótt en í þessu verki taka nokkrir ástsælustu leikarar Íslands þátt og dansarar í fremstu röð. Í verkinu er unnið með fjölbreytt úrval ljóða eftir skáldið Davíð Stefánsson sem náði þjóðarhylli með fyrstu ljóðabók sinni, Svörtum fjöðrum, sem kom út þegar Davíð var aðeins 24 ára. Persónur verksins eru byggðar á ljóðum Davíðs; jafnt harmþrungnum ástarljóðum sem ættjarðarsöngvum. Myndlíkingar úr kvæðum hans eru gæddar lífi á sviðinu og hughrifin sem kvæðin vekja eru túlkuð af leikhópnum, með leik, upplestri, dansi og lifandi dúfum. Ólíkir miðlar og form hreyfingar eru leiðarstefið í sköpun Sigríðar Soffíu sem hefur samið verk fyrir bæði svið og kvikmyndir. Þau Atli Rafn Sigurðsson, Dóra Jóhannsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Hannes Egilsson, Oddur Júlíusson, Saga Garðarsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Ingar E. Sigurðsson taka þátt í verkinu. Tónlistina semja Jónas Sen og Valdimar Jóhannsson. Búningar eru eftir Hildi Yeoman og leikmyndina hönnuðu Daníel Björnsson og Helgi Már Kristinsson. Hér að neðan má sjá myndband frá undirbúningi verksins.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira