Illugi orðinn ráðherra þegar hann seldi stjórnarformanni Orku íbúðina Bjarki Ármannsson skrifar 26. apríl 2015 15:17 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Vísir/Ernir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra seldi íbúð sína í Vesturbæ Reykjavíkur eignarhaldsfélaginu OG Capital ehf. eftir að hafa tekið sæti sem ráðherra og eftir að hann var viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórn Xianyang, sem fram fór í Reykjavík í desember 2013. OG Capital ehf. var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy, samkvæmt ársreikningum félagins. Illugi greindi frá því í viðtali við RÚV í dag að hann leigi hús sitt af Hauki. Tengsl Illuga við Orku Energy, sem hann starfaði fyrir á meðan hann var utan þings, hafa verið talsvert rædd að undanförnu eftir að fulltrúar fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá ráðherrans í ferð til Kína á dögunum. Að því er fram kemur í fasteignaskrá ríkisins var íbúð Illuga keypt þann 27. júlí árið 2014 en afhendingardagur er skráður um hálfu ári áður, 31. desember 2013. Stuttu fyrir afhendingardaginn, í desember árið 2013, var Illugi viðstaddur undirritun samninga á milli Orku Energy og yfirvalda í Xianyang héraði á Hótel Nordica í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í ársreikningum OG Capital var fasteignin keypt fyrir 53.5 milljónir króna en í sama ársreikningi kemur fram að félagið hafi yfirtekið lán að verðmæti 34.5 milljónir og tekið nýtt lán upp á 28 milljónir. Ekki er að sjá að önnur starfsemi hafi verið í félaginu árið 2013 en sú er varðar kaup félagsins á íbúð Illuga. Ekki hefur náðst í Illuga í dag vegna málsins en þær skýringar fengist að hann sé á leið á fund Norðurlandaráðs. Tengdar fréttir „Eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum“ Ferð menntamálaráðherra til Kína var til umræðu á Alþingi í dag. 13. apríl 2015 16:55 Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44 Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra seldi íbúð sína í Vesturbæ Reykjavíkur eignarhaldsfélaginu OG Capital ehf. eftir að hafa tekið sæti sem ráðherra og eftir að hann var viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórn Xianyang, sem fram fór í Reykjavík í desember 2013. OG Capital ehf. var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy, samkvæmt ársreikningum félagins. Illugi greindi frá því í viðtali við RÚV í dag að hann leigi hús sitt af Hauki. Tengsl Illuga við Orku Energy, sem hann starfaði fyrir á meðan hann var utan þings, hafa verið talsvert rædd að undanförnu eftir að fulltrúar fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá ráðherrans í ferð til Kína á dögunum. Að því er fram kemur í fasteignaskrá ríkisins var íbúð Illuga keypt þann 27. júlí árið 2014 en afhendingardagur er skráður um hálfu ári áður, 31. desember 2013. Stuttu fyrir afhendingardaginn, í desember árið 2013, var Illugi viðstaddur undirritun samninga á milli Orku Energy og yfirvalda í Xianyang héraði á Hótel Nordica í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í ársreikningum OG Capital var fasteignin keypt fyrir 53.5 milljónir króna en í sama ársreikningi kemur fram að félagið hafi yfirtekið lán að verðmæti 34.5 milljónir og tekið nýtt lán upp á 28 milljónir. Ekki er að sjá að önnur starfsemi hafi verið í félaginu árið 2013 en sú er varðar kaup félagsins á íbúð Illuga. Ekki hefur náðst í Illuga í dag vegna málsins en þær skýringar fengist að hann sé á leið á fund Norðurlandaráðs.
Tengdar fréttir „Eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum“ Ferð menntamálaráðherra til Kína var til umræðu á Alþingi í dag. 13. apríl 2015 16:55 Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44 Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
„Eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum“ Ferð menntamálaráðherra til Kína var til umræðu á Alþingi í dag. 13. apríl 2015 16:55
Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44
Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00
Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00
Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57