Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 3. maí 2015 19:53 Þingvallableikja Mynd: Magnús Þór Ágústsson Vorveiðin í Þingvallavatni fór ágætlega af stað en stanslaus kuldatíð hefur ekki hjálpað mikið til að koma veiðinni almennilega í gang. Vatnið er núna um 2 gráður en var nær 3 gráðum í fyrra og þessi litli hitamunur getur haft svolítið mikið að segja. Það er nokkuð mikill munur á tökugleðinni núna miðað við í fyrra hjá þeim veiðimönnum sem við ræddum við í dag en flestir þeirra hafa stundað þessar vorveiðar í nokkur ár og þekkja vel vatnið, fiskinn og hvað hann er helst gjarn á að taka. Þegar vatnið hlýnar betur fylgir fiskurinn yfirleitt vel eftir og það snarlifnar yfir tökunni. Urriðinn getur verið að taka vel í vatninu alveg fram til loka maí en besti tíminn er yfirleitt talinn næstu tvær vikur. Bleikjan er eitthvað byrjuð að taka en það er þó hending því bleikjuveiðin fer yfirleitt ekki almennilega í gang fyrr en í lok maí, stundum fyrr. Ágætur veiðimaður af eldri kynslóðinni hafði á orði að besta viðmiðið til að mæta við vatnið og ná upphafinu á bleikjutímanum er að mæta þegar brumið er komið á trén og þegar fyrstu laufin opnast, þá er besti tíminn að hans mati. Stangveiði Mest lesið Frábær opnun í Laxá í Mývatnssveit Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Frábær veiði við opnun Elliðavatns Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Gæsaveiðin verið ágæt á þessu tímabili Veiði Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði 16 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði
Vorveiðin í Þingvallavatni fór ágætlega af stað en stanslaus kuldatíð hefur ekki hjálpað mikið til að koma veiðinni almennilega í gang. Vatnið er núna um 2 gráður en var nær 3 gráðum í fyrra og þessi litli hitamunur getur haft svolítið mikið að segja. Það er nokkuð mikill munur á tökugleðinni núna miðað við í fyrra hjá þeim veiðimönnum sem við ræddum við í dag en flestir þeirra hafa stundað þessar vorveiðar í nokkur ár og þekkja vel vatnið, fiskinn og hvað hann er helst gjarn á að taka. Þegar vatnið hlýnar betur fylgir fiskurinn yfirleitt vel eftir og það snarlifnar yfir tökunni. Urriðinn getur verið að taka vel í vatninu alveg fram til loka maí en besti tíminn er yfirleitt talinn næstu tvær vikur. Bleikjan er eitthvað byrjuð að taka en það er þó hending því bleikjuveiðin fer yfirleitt ekki almennilega í gang fyrr en í lok maí, stundum fyrr. Ágætur veiðimaður af eldri kynslóðinni hafði á orði að besta viðmiðið til að mæta við vatnið og ná upphafinu á bleikjutímanum er að mæta þegar brumið er komið á trén og þegar fyrstu laufin opnast, þá er besti tíminn að hans mati.
Stangveiði Mest lesið Frábær opnun í Laxá í Mývatnssveit Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Frábær veiði við opnun Elliðavatns Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Gæsaveiðin verið ágæt á þessu tímabili Veiði Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði 16 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði