Winston tekinn fyrstur þrátt fyrir vandræðin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2015 12:45 Jameis Winston var með fjölskyldu sinni í gær þegar nýliðavalið fór fram. Vísir/Getty Jameis Winston, 21 árs leikstjórnandi úr Florida State-háskólanum, var í nótt valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar vestanhafs. Fyrsta umferð valsins fór fram í nótt en heldur áfram á næstu dögum. Alls eru sjö umferðir í nýliðavalinu ár hvert en liðin með versta árangur síðasta tímabils fá að velja fyrst. Tampa Bay Buccaneers átti fyrsta valrétt og kom fáum á óvart að liðið valdi Winston. Hann var valinn besti leikmaður háskólaboltans árið 2013 og vann þá hinn virtu Heisman-verðlaun. Winston hefur verið mikið í fréttum vegna ásakana um nauðgun en Winston var aldrei handtekinn né kærður. Winston hefur sjálfur haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Við hefðum ekki notað fyrsta valrétt okkar til að velja hann ef hann væri ekki góður gaur,“ sagði Jason Licht, framkvæmdarstjóri Buccaneers. „Hann er meistari. Hann er leiðtogi. Hann er sigurvegari. Hann hefur gríðarlega sterka skapgerð, er einkar klókur og vinnusamur.“ Tampa Bay vann Super Bowl árið 2002 en hefur ekki unnið leik í úrslitakeppninni síðan. Liðið spilaði skelfilegan sóknarleik í fyrra en vonir eru bundnar við að Winston komi til með að hefja nýtt skeið velgengnar í Tampa. Marcus Mariota, sem fékk Heisman-verðlaunin í fyrra, var valinn næstur af Tennessee Titans. Í aðdraganda nýliðavalsins var talið að Titans myndi jafnvel skipta á valréttinum við önnur lið sem höfðu áhuga á Mariota en ekkert varð úr því. NFL Mest lesið Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Fleiri fréttir Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Sjá meira
Jameis Winston, 21 árs leikstjórnandi úr Florida State-háskólanum, var í nótt valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar vestanhafs. Fyrsta umferð valsins fór fram í nótt en heldur áfram á næstu dögum. Alls eru sjö umferðir í nýliðavalinu ár hvert en liðin með versta árangur síðasta tímabils fá að velja fyrst. Tampa Bay Buccaneers átti fyrsta valrétt og kom fáum á óvart að liðið valdi Winston. Hann var valinn besti leikmaður háskólaboltans árið 2013 og vann þá hinn virtu Heisman-verðlaun. Winston hefur verið mikið í fréttum vegna ásakana um nauðgun en Winston var aldrei handtekinn né kærður. Winston hefur sjálfur haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Við hefðum ekki notað fyrsta valrétt okkar til að velja hann ef hann væri ekki góður gaur,“ sagði Jason Licht, framkvæmdarstjóri Buccaneers. „Hann er meistari. Hann er leiðtogi. Hann er sigurvegari. Hann hefur gríðarlega sterka skapgerð, er einkar klókur og vinnusamur.“ Tampa Bay vann Super Bowl árið 2002 en hefur ekki unnið leik í úrslitakeppninni síðan. Liðið spilaði skelfilegan sóknarleik í fyrra en vonir eru bundnar við að Winston komi til með að hefja nýtt skeið velgengnar í Tampa. Marcus Mariota, sem fékk Heisman-verðlaunin í fyrra, var valinn næstur af Tennessee Titans. Í aðdraganda nýliðavalsins var talið að Titans myndi jafnvel skipta á valréttinum við önnur lið sem höfðu áhuga á Mariota en ekkert varð úr því.
NFL Mest lesið Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Fleiri fréttir Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Dagskráin: Lokaúrslitin hefjast og barist um sæti úrslitaleikjunum í Evrópu Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn