Rory McIlroy kláraði dæmið á Wells Fargo meistaramótinu 17. maí 2015 23:35 McIlroy fær ekki nóg af því að sigra. Getty Rory McIlroy sigraði á sínu þriðja atvinnugolfmóti á árinu en hann hafði mikla yfirburði á Wells Fargo meistaramótinu sem kláraðist í kvöld. McIlroy lék hringina fjóra á Quail Hollow vellinum á 21 höggi undir pari og sigraði að lokum örugglega með sjö högga mun en Webb Simpson og Patrick Rodgers deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri McIlroy var án efa stórbrotin frammistaða hans á þriðja hring í gær þar sem hann setti vallarmet og kom inn á ellefu höggum undir pari. Það kom svo á daginn að enginn gat gert atlögu að Norður-Íranum magnaða á lokahringnum í kvöld sem hann lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Það er óhætt að segja að McIlroy sé í sínu allra besta formi þessa dagana en hann sigraði á Heimsmótinu í holukeppni fyrir tveimur vikum og hefur endað í einu af tíu efstu sætunum í síðustu sex af átta PGA-mótum sem hann hefur tekið þátt í. Hann mun þó taka sér frí frá PGA-mótaröðinni í næstu viku en ásamt honum munu margir af bestu kylfingum heims flykkjast til Englands á Evrópumótaröðina þar sem BMW PGA meistaramótið fer fram á Wentworth vellinum. Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Rory McIlroy sigraði á sínu þriðja atvinnugolfmóti á árinu en hann hafði mikla yfirburði á Wells Fargo meistaramótinu sem kláraðist í kvöld. McIlroy lék hringina fjóra á Quail Hollow vellinum á 21 höggi undir pari og sigraði að lokum örugglega með sjö högga mun en Webb Simpson og Patrick Rodgers deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri McIlroy var án efa stórbrotin frammistaða hans á þriðja hring í gær þar sem hann setti vallarmet og kom inn á ellefu höggum undir pari. Það kom svo á daginn að enginn gat gert atlögu að Norður-Íranum magnaða á lokahringnum í kvöld sem hann lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Það er óhætt að segja að McIlroy sé í sínu allra besta formi þessa dagana en hann sigraði á Heimsmótinu í holukeppni fyrir tveimur vikum og hefur endað í einu af tíu efstu sætunum í síðustu sex af átta PGA-mótum sem hann hefur tekið þátt í. Hann mun þó taka sér frí frá PGA-mótaröðinni í næstu viku en ásamt honum munu margir af bestu kylfingum heims flykkjast til Englands á Evrópumótaröðina þar sem BMW PGA meistaramótið fer fram á Wentworth vellinum.
Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira