Stóryrt umræða á Alþingi um virkjanakosti Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2015 20:13 Hart var tekist á um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar á Alþingi í dag um að fjölga virkjanakostum úr einum í fimm. Stór orð hafa fallið í umræðunni sem ekki sér fyrir endann á eftir tveggja daga þref. Allsendis óvíst er hvort tillaga meirihluta atvinnuveganefndar nýtur þingmeirihluta á Alþingi. En Sigrún Magnúsdóttir hefur sett fram efasemdir um tillöguna. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði í umræðunni „að álit einhvers ráðherra skipti ekki máli“ og var í framhaldi þess sakaður um kvenfyrirlitningu á þinginu í dag. „Þannig að virðulegur forseti, það eina sem gengur við þessar kringumstæður er að draga breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar til baka og hefja hér umræðu um önnur mál,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar tók undir þetta. „Við erum hér mörg sem teljum breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar lögleysu,“ sagði hann. Og Róbert Marshall flokksbróðir hans spurði Vigdísi Hauksdóttur þingmann Framsóknarflokksins: „Er stuðningur við hæstvirtan umhverfisráðherra í þingflokki Framsóknarflokksins? Ég skora á háttvirtan þingmann að gefa merki um það hver staðan er í þessu,“ sagði Róbert. „ummæli háttvirts þingmanns Jóns Gunnarssonar hér í gær, sem lýstu eins og hér hefur réttilega komið fram kvenfyrirlitningu í garð hæstvirts umhverfisráðherra og líka stækri fyrirlitningu í garð samstarfsflokksins,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. „Þegar háttvirtur þingmaður, formaður Samfylkingarinnar, kemur hér upp og sakar mig um að hafa verið með kvenfyrirlitningu í þessu máli finnst mér of langt gengið. Að ég hafi verið með einhverja kvenfyrirlitningu (frammíkall) og hér tekur háttvirtur þingmaður Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar undir það. Þetta er kannski í samræmi við hin nýju stjórnmál sem þessir flokkar boða,“ spurði Jón Gunnarsson. Umræðan um þetta mikla deilumál stóð fram á miðnætti í gær og tók meira og minna allan fundartíma Alþingis í dag. Það er algerlega ómögulegt að segja hvenær þessari umræðu líkur á þeim örfáu þingfundardögum sem eftir eru á vorþingi en næsti þingfundur er á föstudag. Alþingi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Hart var tekist á um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar á Alþingi í dag um að fjölga virkjanakostum úr einum í fimm. Stór orð hafa fallið í umræðunni sem ekki sér fyrir endann á eftir tveggja daga þref. Allsendis óvíst er hvort tillaga meirihluta atvinnuveganefndar nýtur þingmeirihluta á Alþingi. En Sigrún Magnúsdóttir hefur sett fram efasemdir um tillöguna. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði í umræðunni „að álit einhvers ráðherra skipti ekki máli“ og var í framhaldi þess sakaður um kvenfyrirlitningu á þinginu í dag. „Þannig að virðulegur forseti, það eina sem gengur við þessar kringumstæður er að draga breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar til baka og hefja hér umræðu um önnur mál,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar tók undir þetta. „Við erum hér mörg sem teljum breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar lögleysu,“ sagði hann. Og Róbert Marshall flokksbróðir hans spurði Vigdísi Hauksdóttur þingmann Framsóknarflokksins: „Er stuðningur við hæstvirtan umhverfisráðherra í þingflokki Framsóknarflokksins? Ég skora á háttvirtan þingmann að gefa merki um það hver staðan er í þessu,“ sagði Róbert. „ummæli háttvirts þingmanns Jóns Gunnarssonar hér í gær, sem lýstu eins og hér hefur réttilega komið fram kvenfyrirlitningu í garð hæstvirts umhverfisráðherra og líka stækri fyrirlitningu í garð samstarfsflokksins,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. „Þegar háttvirtur þingmaður, formaður Samfylkingarinnar, kemur hér upp og sakar mig um að hafa verið með kvenfyrirlitningu í þessu máli finnst mér of langt gengið. Að ég hafi verið með einhverja kvenfyrirlitningu (frammíkall) og hér tekur háttvirtur þingmaður Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar undir það. Þetta er kannski í samræmi við hin nýju stjórnmál sem þessir flokkar boða,“ spurði Jón Gunnarsson. Umræðan um þetta mikla deilumál stóð fram á miðnætti í gær og tók meira og minna allan fundartíma Alþingis í dag. Það er algerlega ómögulegt að segja hvenær þessari umræðu líkur á þeim örfáu þingfundardögum sem eftir eru á vorþingi en næsti þingfundur er á föstudag.
Alþingi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira