Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Karl Lúðvíksson skrifar 12. maí 2015 17:47 Kleifarvatn er mörgum veiðimanninum hulin ráðgáta enda ekkert skrítið því vatnið er bæði stórt og djúpt en í því leynast engu að síður vænir fiskar. Vatnið verður líklegast aldrei þekkt sem eitthvað mokveiðivatn enda hefur það ekki burði í það þar sem framleiðsla á lífmassa í vatninu er ekki mjög há, sem aftur þýðir að vatnið ber ekki mikið magn af fiski. En það er þó annað sem gerir vatnið að spennandi veiðikost og það er stærðin á fiskinum sem í því býr. Það er ekkert óalgengt að sjá 4-6 punda fiska koma þarna á land og það eru alveg til stærri tröll þarna, þeir hafa sannarlega tekið á og rifið sig lausa í gegnum tíðina. Veiðin er síðan ekkert rosalega mikil en algengt er að fá 1-3 fiska yfir hálfan dag en það sem auðvitað hífir ánægjuna vel upp er þessi yfirleitt fína stærð á fiskinum. Það eru þó nokkrir veiðimenn sem eru farnir að þekkja á vatnið og vita hvenær besti tíminn er. Einfalt mál, hann er núna og næstu 2-3 vikur. Urriðinn í Kleifarvatni hegðar sér nefnilega ekkert ósvipað og urriðinn á Þingvöllum þrátt fyrir að hafa ekki neitt sýnilegt rennsli í vatnið sbr. árnar sem renna í Þingvallavatn. Á vorin virðist hann vera á grynnra vatni en fer síðan dýpra þegar sumardagarnir verða bjartari. Besta veiðin er á kvöldin og, takið eftir, á næturnar! Besta veiðin í vatninu hefur nefnilega oftar en ekki verið gerð í ljósaskiptunum. Þarna er veitt á allt en mest veiðist á spún og beitu þar sem fiskurinn liggur djúpt. Stangveiði Mest lesið Flókadalsá að fyllast af bleikju Veiði Lokatalan úr Nesi í Aðaldal er 370 laxar Veiði Hróarslækur kominn yfir 100 laxa Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Ekki bara smálaxar í Langá Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðitímanum að ljúka í vötnunum Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði
Kleifarvatn er mörgum veiðimanninum hulin ráðgáta enda ekkert skrítið því vatnið er bæði stórt og djúpt en í því leynast engu að síður vænir fiskar. Vatnið verður líklegast aldrei þekkt sem eitthvað mokveiðivatn enda hefur það ekki burði í það þar sem framleiðsla á lífmassa í vatninu er ekki mjög há, sem aftur þýðir að vatnið ber ekki mikið magn af fiski. En það er þó annað sem gerir vatnið að spennandi veiðikost og það er stærðin á fiskinum sem í því býr. Það er ekkert óalgengt að sjá 4-6 punda fiska koma þarna á land og það eru alveg til stærri tröll þarna, þeir hafa sannarlega tekið á og rifið sig lausa í gegnum tíðina. Veiðin er síðan ekkert rosalega mikil en algengt er að fá 1-3 fiska yfir hálfan dag en það sem auðvitað hífir ánægjuna vel upp er þessi yfirleitt fína stærð á fiskinum. Það eru þó nokkrir veiðimenn sem eru farnir að þekkja á vatnið og vita hvenær besti tíminn er. Einfalt mál, hann er núna og næstu 2-3 vikur. Urriðinn í Kleifarvatni hegðar sér nefnilega ekkert ósvipað og urriðinn á Þingvöllum þrátt fyrir að hafa ekki neitt sýnilegt rennsli í vatnið sbr. árnar sem renna í Þingvallavatn. Á vorin virðist hann vera á grynnra vatni en fer síðan dýpra þegar sumardagarnir verða bjartari. Besta veiðin er á kvöldin og, takið eftir, á næturnar! Besta veiðin í vatninu hefur nefnilega oftar en ekki verið gerð í ljósaskiptunum. Þarna er veitt á allt en mest veiðist á spún og beitu þar sem fiskurinn liggur djúpt.
Stangveiði Mest lesið Flókadalsá að fyllast af bleikju Veiði Lokatalan úr Nesi í Aðaldal er 370 laxar Veiði Hróarslækur kominn yfir 100 laxa Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Ekki bara smálaxar í Langá Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðitímanum að ljúka í vötnunum Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði