Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völd Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. maí 2015 08:52 Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, fullyrðir að samkomulag hafa verið um að fara ekki í verkfall á meðan vinstri stjórn var við völd. Þetta sagði hún í þættinum Eyjunni á Stöð 2 en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Þegar þáttastjórnandinn Björn Ingi Hrafnsson spurði hana hver hafi gert það samkomulag svaraði Vigdís: „Það var þegjandi samkomulag, við vitum það alveg.“ Vísir hefur rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, en hann segir ummælin fráleit. Rætt verður nánar við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún kom í þáttinn ásamt Birni Val Gíslasyni, varaformanni Vinstri grænna, og voru kjaramál til umræðu. Heilbrigðisstarfsmenn halda lífi sjúklinga í herkvíVigdís sagði stöðuna sem uppi er í þjóðfélaginu í kjaramálum grafalvarlega. „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ Hún stillti upp kjaradeilu tæknimanna á RÚV við hlið þessara grein og spurði hvers vegna þeir hefðu getað samið við Rafiðnaðarsambandið á einum degi eins og smellt væri fingri. „Þetta er mjög alvarleg staða og að opinberir starfsmenn skuli nota verkfallsréttinn og velja út þessa viðkvæmu þætti,“ sagði hún jafnframt og sagðist ekki telja að dýralæknar ríkisins né kollegar hennar hjá sýslumanni væru með lág laun. Köldustu kveðjur sem launþegar í landinu hafa fengiðBjörn Valur Gíslason var ósáttur við orð Vigdísar. „Þetta eru köldustu kveðjur sem launþegar í þessu landi hafa fengið lengi vel, þetta er mjög alvarleg staða sem uppi er og okkur ber skylda til að leysa hana í stað þess að hnýta í fólk með þessu orðalagi sem Vigdís Hauks fór yfir áðan. Gera lítið úr fólki sem er í kjaradeilu og er að leita réttinda sinna. Þetta voru kaldar kveðjur, mér finnst að þær eigi að fá að lifa í loftinu,“ sagði hann í lok þáttarins. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Velferð svína tryggð með slátrun Tvö svínabú á Suðurlandi fengu undanþágu fyrir slátrun háða skilyrðum. 8. maí 2015 07:30 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Verkfallið valdið svínabændum gríðarlegu tjóni Ljóst er að verkfall dýralækna hefur nú þegar valdið svínabændum gríðarlegu tjóni, segir Hörður Harðarson, formaður félags svínaræktenda. 9. maí 2015 13:50 Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, fullyrðir að samkomulag hafa verið um að fara ekki í verkfall á meðan vinstri stjórn var við völd. Þetta sagði hún í þættinum Eyjunni á Stöð 2 en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Þegar þáttastjórnandinn Björn Ingi Hrafnsson spurði hana hver hafi gert það samkomulag svaraði Vigdís: „Það var þegjandi samkomulag, við vitum það alveg.“ Vísir hefur rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, en hann segir ummælin fráleit. Rætt verður nánar við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún kom í þáttinn ásamt Birni Val Gíslasyni, varaformanni Vinstri grænna, og voru kjaramál til umræðu. Heilbrigðisstarfsmenn halda lífi sjúklinga í herkvíVigdís sagði stöðuna sem uppi er í þjóðfélaginu í kjaramálum grafalvarlega. „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ Hún stillti upp kjaradeilu tæknimanna á RÚV við hlið þessara grein og spurði hvers vegna þeir hefðu getað samið við Rafiðnaðarsambandið á einum degi eins og smellt væri fingri. „Þetta er mjög alvarleg staða og að opinberir starfsmenn skuli nota verkfallsréttinn og velja út þessa viðkvæmu þætti,“ sagði hún jafnframt og sagðist ekki telja að dýralæknar ríkisins né kollegar hennar hjá sýslumanni væru með lág laun. Köldustu kveðjur sem launþegar í landinu hafa fengiðBjörn Valur Gíslason var ósáttur við orð Vigdísar. „Þetta eru köldustu kveðjur sem launþegar í þessu landi hafa fengið lengi vel, þetta er mjög alvarleg staða sem uppi er og okkur ber skylda til að leysa hana í stað þess að hnýta í fólk með þessu orðalagi sem Vigdís Hauks fór yfir áðan. Gera lítið úr fólki sem er í kjaradeilu og er að leita réttinda sinna. Þetta voru kaldar kveðjur, mér finnst að þær eigi að fá að lifa í loftinu,“ sagði hann í lok þáttarins.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Velferð svína tryggð með slátrun Tvö svínabú á Suðurlandi fengu undanþágu fyrir slátrun háða skilyrðum. 8. maí 2015 07:30 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Verkfallið valdið svínabændum gríðarlegu tjóni Ljóst er að verkfall dýralækna hefur nú þegar valdið svínabændum gríðarlegu tjóni, segir Hörður Harðarson, formaður félags svínaræktenda. 9. maí 2015 13:50 Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Velferð svína tryggð með slátrun Tvö svínabú á Suðurlandi fengu undanþágu fyrir slátrun háða skilyrðum. 8. maí 2015 07:30
Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42
Verkfallið valdið svínabændum gríðarlegu tjóni Ljóst er að verkfall dýralækna hefur nú þegar valdið svínabændum gríðarlegu tjóni, segir Hörður Harðarson, formaður félags svínaræktenda. 9. maí 2015 13:50
Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?