Fín urriðaveiði á Þingvöllum um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 26. maí 2015 11:16 Besti tíminn í urriðaveiðinni á Þingvöllum hefur yfirleitt verið lok apríl fram í miðjan maí en það er ekki þannig á þessu kalda vori. Gróðurinn er líklega tveimur til þremur vikum á eftir áætlun og það virðist vera svipað með vatnaveiðina og þessu hafa veiðimenn við Þingvallavatn tekið eftir. Um þetta leiti verða veiðimenn oft mikið varir við bleikjuna sem fer yfirleitt að veiðast vel á þessum tíma en þannig er það ekki í ár. Urriðinn virðist aftur á móti ennþá halda sig á þeim stöðum þar sem næst í hann en venjulega er hans tími búinn á þessum árstíma alla vega að mestu. Um helgina var sem endranær fjölmennt við vatnið á öllum stöðum þar sem urriðans er von og veiðin var eftir því sem okkar menn við vatnið herma bara ágæt. Það voru til að mynda þrír félagar í þjóðgarðinum sem allir fengu flotta fiska í gær og þar af náði einn þeirra þremur. Þetta voru allt vænir fiskar eða frá 70 - 85 sm og tóku hinar ýmsu flugur. Nokkrir til víðbótar duttu af hjá þeim félögum og þar af einn sem var mun stærri en þeir sem náðust og sleit hann 25 punda tauminn í löndun. Við höfum frétt af fleiri veiðimönnum sem gerðu það ágætt svo það virðist sem það sé góður tími við vatnið þessa dagana. Á veiðisvæðinu við Þorsteinsvík er búið að bóka um 400 urriða en það svæði er klárlega eitt af bestu, ef ekki besta, stórurriðasvæðum í heiminum í dag og eru veiðimenn sem vilja komast þar að á næsta ári þegar farnir að leggja inn bókanir. Stangveiði Mest lesið Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fiskvegur í Jökulsá á Dal Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Veiðitölur LV: Aldrei minni veiði síðan talningar hófust Veiði
Besti tíminn í urriðaveiðinni á Þingvöllum hefur yfirleitt verið lok apríl fram í miðjan maí en það er ekki þannig á þessu kalda vori. Gróðurinn er líklega tveimur til þremur vikum á eftir áætlun og það virðist vera svipað með vatnaveiðina og þessu hafa veiðimenn við Þingvallavatn tekið eftir. Um þetta leiti verða veiðimenn oft mikið varir við bleikjuna sem fer yfirleitt að veiðast vel á þessum tíma en þannig er það ekki í ár. Urriðinn virðist aftur á móti ennþá halda sig á þeim stöðum þar sem næst í hann en venjulega er hans tími búinn á þessum árstíma alla vega að mestu. Um helgina var sem endranær fjölmennt við vatnið á öllum stöðum þar sem urriðans er von og veiðin var eftir því sem okkar menn við vatnið herma bara ágæt. Það voru til að mynda þrír félagar í þjóðgarðinum sem allir fengu flotta fiska í gær og þar af náði einn þeirra þremur. Þetta voru allt vænir fiskar eða frá 70 - 85 sm og tóku hinar ýmsu flugur. Nokkrir til víðbótar duttu af hjá þeim félögum og þar af einn sem var mun stærri en þeir sem náðust og sleit hann 25 punda tauminn í löndun. Við höfum frétt af fleiri veiðimönnum sem gerðu það ágætt svo það virðist sem það sé góður tími við vatnið þessa dagana. Á veiðisvæðinu við Þorsteinsvík er búið að bóka um 400 urriða en það svæði er klárlega eitt af bestu, ef ekki besta, stórurriðasvæðum í heiminum í dag og eru veiðimenn sem vilja komast þar að á næsta ári þegar farnir að leggja inn bókanir.
Stangveiði Mest lesið Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fiskvegur í Jökulsá á Dal Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Veiðitölur LV: Aldrei minni veiði síðan talningar hófust Veiði