Ferðamenn óttaslegnir: Fyrirspurnir hrannast inn hjá hótelum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. maí 2015 12:15 „Þetta er mjög erfitt ástand,“ segir rekstrarstjóri Miðbæjarhótela. Mynd úr safni. Vísir/GVA Ferðamenn eru óttaslegnir yfir stöðunni vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða á Íslandi. Rekstrarstjóri Miðbæjarhótela segir að fyrirspurnir hrannist inn frá áhyggjufullum ferðamönnum sem vilji svör um stöðun. Starfsfólk sitji nú sveitt við að svara. Eva Silvernail, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Miðbæjarhótelum, segir að fyrirspurnir frá ferðaskrifstofum og ferðamönnum streymi inn á borð hjá fyrirtækinu, margir eigi draum um að koma til Íslands en sá draumur sé ekki sá að koma allstaðar að lokuðum dyrum. „Við finnum fyrir miklum ótta og þessi óvissa er að gera hlutina mjög erfiða. Fólk veit ekki hvort það á að leggja af stað í ferðalag til Íslands þegar það veit ekki hvernig staðan er. Þannig að við erum að fá mikið af fyrirspurnum, sérstaklega frá ferðaskrifstofu og frá gestum beint, af því að það er kannski búið að setja á listann sinn að það sé að koma til Íslands en það er ekki draumur að koma að lokuðum dyrum og fá ekki þjónustuna í leiðinni,“ segir hún og bætir við: „Þetta er mjög erfitt ástand.“ Eva segir að starfsfólk hótelanna sitji nú sveitt að svara fyrirspurnum ferðamanna. Hún segir að dregið hafi verið úr bókunum. „Það er búið að hægja töluvert á sölunni því fólk vill ekki bóka núna á þessum árstíma núna á meðan staðan er svona. Við erum ekki komin það langt að við séum tilbúin að taka afbókanirnar en við erum sveitt að svara fyrirspurnum og fólk er að bíða eftir svörum og bíða eftir niðurstöðu í þessu máli til að ákveða hvort það komi eða ekki,“ segir hún Eva vonast til að deilur aðila vinnumarkaðarins leysist sem fyrst, helst um helgina. „Þetta er mjög erfið staða og vonandi næst að finnast laust á þessu máli yfir helgina. Vonandi sitja allir sveittir við samningaborðið af því að það þýðir náttúrulega ekkert annað en að leysa svona deilu,“ segir hún. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Ferðamenn eru óttaslegnir yfir stöðunni vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða á Íslandi. Rekstrarstjóri Miðbæjarhótela segir að fyrirspurnir hrannist inn frá áhyggjufullum ferðamönnum sem vilji svör um stöðun. Starfsfólk sitji nú sveitt við að svara. Eva Silvernail, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Miðbæjarhótelum, segir að fyrirspurnir frá ferðaskrifstofum og ferðamönnum streymi inn á borð hjá fyrirtækinu, margir eigi draum um að koma til Íslands en sá draumur sé ekki sá að koma allstaðar að lokuðum dyrum. „Við finnum fyrir miklum ótta og þessi óvissa er að gera hlutina mjög erfiða. Fólk veit ekki hvort það á að leggja af stað í ferðalag til Íslands þegar það veit ekki hvernig staðan er. Þannig að við erum að fá mikið af fyrirspurnum, sérstaklega frá ferðaskrifstofu og frá gestum beint, af því að það er kannski búið að setja á listann sinn að það sé að koma til Íslands en það er ekki draumur að koma að lokuðum dyrum og fá ekki þjónustuna í leiðinni,“ segir hún og bætir við: „Þetta er mjög erfitt ástand.“ Eva segir að starfsfólk hótelanna sitji nú sveitt að svara fyrirspurnum ferðamanna. Hún segir að dregið hafi verið úr bókunum. „Það er búið að hægja töluvert á sölunni því fólk vill ekki bóka núna á þessum árstíma núna á meðan staðan er svona. Við erum ekki komin það langt að við séum tilbúin að taka afbókanirnar en við erum sveitt að svara fyrirspurnum og fólk er að bíða eftir svörum og bíða eftir niðurstöðu í þessu máli til að ákveða hvort það komi eða ekki,“ segir hún Eva vonast til að deilur aðila vinnumarkaðarins leysist sem fyrst, helst um helgina. „Þetta er mjög erfið staða og vonandi næst að finnast laust á þessu máli yfir helgina. Vonandi sitja allir sveittir við samningaborðið af því að það þýðir náttúrulega ekkert annað en að leysa svona deilu,“ segir hún.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira