Blíðviðri á fyrsta keppnisdegi Íslandsbankamótaraðarinnar 2015 | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2015 12:30 Mynd/Golfsamband Íslands Golftímabilið hófst formlega í morgun þegar fyrsta höggið var slegið á Íslandsbankamótaröð unglinga á þessu keppnistímabili á Garðavelli á Akranesi. Rúmlega 100 kylfingar keppa á mótinu en þrír aldursflokkar eru hjá báðum kynjum. Veðrið er ljómandi gott á Akranesi þessa stundina en elstu keppendurnir í flokknum 17-18 ára leika 54 holur á þremur dögum. Á laugardag og sunnudag bætast 15-16 ára flokkurinn við keppendahópinn og 14 ára og yngri hefja einnig leik á morgun. Hér fyrir ofan má sjá myndir frá keppninni í morgun en myndirnar koma frá Golfsambandi Íslands. Alls verða mótin sex líkt og undanfarin ár. Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Strandarvelli á Hellu og sjálft Íslandsmótið í golfi í þessum aldursflokki fer fram á Grafarholtsvelli. Húsatóftavöllur í Grindavík mun taka á móti keppendum á Íslandsbankamótaröðinni í júní og er þetta í fyrsta sinn sem mótaröðin fer fram á þeim velli. Samhliða Íslandsbankamótaröðinni fer fram áskorendamótaröð Íslandsbanka. Sú mótaröð er ætluð fyrir keppendur sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en þeir stíga inn á sviðið á sjálfri Íslandsbankamótaröðinni. Fyrsta mótið á áskorendamótaröðinni hefst á Kálfatjarnarvelli á laugardaginn hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Í elsta aldursflokknum verða leiknar 54 holur á öllum mótunum nema á Íslandsmótinu í holukeppni. Það er gert vegna reglna um heimslista áhugamanna. Elsti aldursflokkurinn hefur því keppni einum degi fyrr en aðrir keppendur. Alls eru keppnisflokkarnir þrír hjá báðum kynjum á Íslandsbankamótaröðinni, 17-18 ára, 15-16 ára, 14 ára og yngri. Golf Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Golftímabilið hófst formlega í morgun þegar fyrsta höggið var slegið á Íslandsbankamótaröð unglinga á þessu keppnistímabili á Garðavelli á Akranesi. Rúmlega 100 kylfingar keppa á mótinu en þrír aldursflokkar eru hjá báðum kynjum. Veðrið er ljómandi gott á Akranesi þessa stundina en elstu keppendurnir í flokknum 17-18 ára leika 54 holur á þremur dögum. Á laugardag og sunnudag bætast 15-16 ára flokkurinn við keppendahópinn og 14 ára og yngri hefja einnig leik á morgun. Hér fyrir ofan má sjá myndir frá keppninni í morgun en myndirnar koma frá Golfsambandi Íslands. Alls verða mótin sex líkt og undanfarin ár. Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Strandarvelli á Hellu og sjálft Íslandsmótið í golfi í þessum aldursflokki fer fram á Grafarholtsvelli. Húsatóftavöllur í Grindavík mun taka á móti keppendum á Íslandsbankamótaröðinni í júní og er þetta í fyrsta sinn sem mótaröðin fer fram á þeim velli. Samhliða Íslandsbankamótaröðinni fer fram áskorendamótaröð Íslandsbanka. Sú mótaröð er ætluð fyrir keppendur sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en þeir stíga inn á sviðið á sjálfri Íslandsbankamótaröðinni. Fyrsta mótið á áskorendamótaröðinni hefst á Kálfatjarnarvelli á laugardaginn hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Í elsta aldursflokknum verða leiknar 54 holur á öllum mótunum nema á Íslandsmótinu í holukeppni. Það er gert vegna reglna um heimslista áhugamanna. Elsti aldursflokkurinn hefur því keppni einum degi fyrr en aðrir keppendur. Alls eru keppnisflokkarnir þrír hjá báðum kynjum á Íslandsbankamótaröðinni, 17-18 ára, 15-16 ára, 14 ára og yngri.
Golf Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira