25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Karl Lúðvíksson skrifar 30. maí 2015 12:18 Bjarni Höskuldsson með flottan urriða úr Laxárdalnum sumarið 2014 Þrátt fyrir kulda og heldur mikla vetrartíð opnaði Laxárdalurinn í Laxá í Aðaldal í gær og veiðin var ágæt og urriðinn sérstaklega vel haldinn. Þrátt fyrir þetta kalda vor og erfiða tíð kemur urriðinn vel undan vetri og algeng stærð af fiski sem veiddist í gær var um 3-5 pund samkvæmt Bjarna Höskuldssyni leiðsögumanni á svæðinu. Áin er ennþá mjög köld eða um 5 gráður en langtímaspáin sýnir að það fer hægt hlýnandi á landinu svo kuldatíðinni fer vonandi að ljúka. Laxárdalurinn nýtur mikilla vinsælda hjá erlendum veiðimönnum og Íslenskir veiðimenn eru farnir að stunda svæðið mikið líka enda þykir það mjög krefjandi og skemmtilegt. Heilt yfir tala þeir sem þekkja svæðið vel að þú fáir kannski færri fiska, þó það eigi ekki alltaf við, en að meðalþyngdin sé hærri en á öðrum svæðum í Laxá. Með lýnandi veðri förum við örugglega að fá meiri fréttir af silungasvæðunum í ánni en efra svæðið í ánni, nefnt Laxá í Mývatnssveit opnar eftir fáa daga. Stangveiði Mest lesið Flókadalsá að fyllast af bleikju Veiði Lokatalan úr Nesi í Aðaldal er 370 laxar Veiði Hróarslækur kominn yfir 100 laxa Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Ekki bara smálaxar í Langá Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðitímanum að ljúka í vötnunum Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði
Þrátt fyrir kulda og heldur mikla vetrartíð opnaði Laxárdalurinn í Laxá í Aðaldal í gær og veiðin var ágæt og urriðinn sérstaklega vel haldinn. Þrátt fyrir þetta kalda vor og erfiða tíð kemur urriðinn vel undan vetri og algeng stærð af fiski sem veiddist í gær var um 3-5 pund samkvæmt Bjarna Höskuldssyni leiðsögumanni á svæðinu. Áin er ennþá mjög köld eða um 5 gráður en langtímaspáin sýnir að það fer hægt hlýnandi á landinu svo kuldatíðinni fer vonandi að ljúka. Laxárdalurinn nýtur mikilla vinsælda hjá erlendum veiðimönnum og Íslenskir veiðimenn eru farnir að stunda svæðið mikið líka enda þykir það mjög krefjandi og skemmtilegt. Heilt yfir tala þeir sem þekkja svæðið vel að þú fáir kannski færri fiska, þó það eigi ekki alltaf við, en að meðalþyngdin sé hærri en á öðrum svæðum í Laxá. Með lýnandi veðri förum við örugglega að fá meiri fréttir af silungasvæðunum í ánni en efra svæðið í ánni, nefnt Laxá í Mývatnssveit opnar eftir fáa daga.
Stangveiði Mest lesið Flókadalsá að fyllast af bleikju Veiði Lokatalan úr Nesi í Aðaldal er 370 laxar Veiði Hróarslækur kominn yfir 100 laxa Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Ekki bara smálaxar í Langá Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðitímanum að ljúka í vötnunum Veiði Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar Veiði