Norðurá komin í 65 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2015 08:25 Veiðiárnar eru að komast í gang hver af annari og nú bíða menn spenntir eftir eins árs laxagöngunum. Það er yfirleitt um miðjan júní sem fer að bera á eins árs laxi í ánum svo næstu daga gæti veiðin farið að taka nokkurn kipp í þeim ám sem eru þekktar fyrir stóra eins árs laxastofna, t.d. Norðurá. Staðan í Norðurá er undir meðalári eins og er en það sem hefur þó glatt veiðimenn á bakkanum er að laxinn sem er að veiðast er vænn. Að venju eru svæðin neðan við Laxfoss að gefa mest en þó má klárlega reikna með að laxinn fari í auknum mæli upp á efri svæðin þegar það er gott vatn í ánni. Staðan í Norðurá í gær var sú að 65 laxar eru komnir á land og að sögn veiðimanna sem voru að koma úr ánni er nokkuð líf á helstu stöðum en það vantar þó ennþá, eins og við nefndum, sterkar göngur af smálaxi sem eiga eftir að ýta veiðitölum í ánni vel upp. Stangveiði Mest lesið Af stórlöxum sumarsins Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði
Veiðiárnar eru að komast í gang hver af annari og nú bíða menn spenntir eftir eins árs laxagöngunum. Það er yfirleitt um miðjan júní sem fer að bera á eins árs laxi í ánum svo næstu daga gæti veiðin farið að taka nokkurn kipp í þeim ám sem eru þekktar fyrir stóra eins árs laxastofna, t.d. Norðurá. Staðan í Norðurá er undir meðalári eins og er en það sem hefur þó glatt veiðimenn á bakkanum er að laxinn sem er að veiðast er vænn. Að venju eru svæðin neðan við Laxfoss að gefa mest en þó má klárlega reikna með að laxinn fari í auknum mæli upp á efri svæðin þegar það er gott vatn í ánni. Staðan í Norðurá í gær var sú að 65 laxar eru komnir á land og að sögn veiðimanna sem voru að koma úr ánni er nokkuð líf á helstu stöðum en það vantar þó ennþá, eins og við nefndum, sterkar göngur af smálaxi sem eiga eftir að ýta veiðitölum í ánni vel upp.
Stangveiði Mest lesið Af stórlöxum sumarsins Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði