Liðstjórar WOW Cyclothon hittust í Öskju Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2015 16:03 Liðsstjórar keppnisliðanna hlusta á reynslumikla menn. Það styttist óðum í WOW Cyclothon 2015 en keppnin fer fram dagana 23.-26. júní. Hjólað verður í kringum Ísland og áheitum safnað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á Kleppi. Liðstjórar liðanna sem keppa í hjólreiðakeppninni hittust í Bílaumboðinu Öskju í gær. Þar voru keppnisgögn afhent og farið var yfir allt sem viðkemur næringu, hjólabúnaði og skipulagi keppninnar. Stefán Guðmundsson læknir og þríþrautarmeistari var á staðnum til að gefa góð ráð sem og einnig Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari og hjólari. Bílaumboðið Askja er einn af styrktaraðilum keppninnar og verður með Mercedes-Benz brautarbíla sem fylgja munu keppendum á leið þeirra kringum landið. Þá verður Askja einnig með hjólreiðalið í keppninni en fjömörg lið eru skráð til keppni og má búast við mjög spennandi móti. Alls verða hjólaðir 1.358 kólómetrar í keppninni. Stöð 2 Sport verður með beina útsendingu frá keppninni samfellt í 48 klukkustundir og verður það lengsta beina útsending í íslensku sjónvarpi. Uppáklæddar flugfreyjur WOW afhentu keppendum gögn. Wow Cyclothon Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent
Það styttist óðum í WOW Cyclothon 2015 en keppnin fer fram dagana 23.-26. júní. Hjólað verður í kringum Ísland og áheitum safnað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á Kleppi. Liðstjórar liðanna sem keppa í hjólreiðakeppninni hittust í Bílaumboðinu Öskju í gær. Þar voru keppnisgögn afhent og farið var yfir allt sem viðkemur næringu, hjólabúnaði og skipulagi keppninnar. Stefán Guðmundsson læknir og þríþrautarmeistari var á staðnum til að gefa góð ráð sem og einnig Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari og hjólari. Bílaumboðið Askja er einn af styrktaraðilum keppninnar og verður með Mercedes-Benz brautarbíla sem fylgja munu keppendum á leið þeirra kringum landið. Þá verður Askja einnig með hjólreiðalið í keppninni en fjömörg lið eru skráð til keppni og má búast við mjög spennandi móti. Alls verða hjólaðir 1.358 kólómetrar í keppninni. Stöð 2 Sport verður með beina útsendingu frá keppninni samfellt í 48 klukkustundir og verður það lengsta beina útsending í íslensku sjónvarpi. Uppáklæddar flugfreyjur WOW afhentu keppendum gögn.
Wow Cyclothon Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent