Fyrsti laxinn kominn á Tannastaðatanga Karl Lúðvíksson skrifar 8. júlí 2015 11:00 Sigþór Óskarsson með fyrsta lax sumarsins úr Tannastaðatanga. Mynd: Róbert Árni Sigþórsson Litlu tveggja stanga veiðisvæðin njóta sífellt meiri vinsælda og eitt af þeim sem hefur átt sinn fasta hóp ár eftir ár er loksins dottið inn. Veiðisvæðið við Tannastaðatanga lætur kannski ekki mikið yfir sér en er engu að síður þrælskemmtilegt veiðisvæði þar sem veiðivon er góð. Þarna veiðist öllu jöfnu lax, staðbundin bleikja, sjóbleikja og sjóbirtingur. Fyrsti laxinn kom á land fyrir fáum dögum og var það 6.4 kg hængur sem tók á breiðunni fyrir neðan veiðihúsið. Það var Sigþór Óskarsson sem veiddi laxinn en hann var þar í för með syni sínum Róberti Árna Sigþórssyni. "Við vorum um það bil að fara að hætta þessu....fiskurinn hreinlega ekki kominn og ég farinn uppí hús að ganga frá mínu en lít þá niður eftir á kallinn með allt í keng.Fer til hans og eftir um korter náðum við honum á þurrt.Svartur Tóbý....en ekki hvað" sagði Róbert í stuttu spjalli við Veiðivísi. Þeir sem gefa sér góðann tíma til að læra á svæðið gera yfirleitt góða veiði þarna og það sem gerir þetta veiðisvæði einmitt eftirsóknarvert er góð veiðivon og það sem margir leita eftir í dag, veiðihús þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir, já og svo eru leyfin á góðu verði. Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Veiðitorg að toppa úrvalið Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Vatnaveiðin verður líklega seinni til á Norðurlandi Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði
Litlu tveggja stanga veiðisvæðin njóta sífellt meiri vinsælda og eitt af þeim sem hefur átt sinn fasta hóp ár eftir ár er loksins dottið inn. Veiðisvæðið við Tannastaðatanga lætur kannski ekki mikið yfir sér en er engu að síður þrælskemmtilegt veiðisvæði þar sem veiðivon er góð. Þarna veiðist öllu jöfnu lax, staðbundin bleikja, sjóbleikja og sjóbirtingur. Fyrsti laxinn kom á land fyrir fáum dögum og var það 6.4 kg hængur sem tók á breiðunni fyrir neðan veiðihúsið. Það var Sigþór Óskarsson sem veiddi laxinn en hann var þar í för með syni sínum Róberti Árna Sigþórssyni. "Við vorum um það bil að fara að hætta þessu....fiskurinn hreinlega ekki kominn og ég farinn uppí hús að ganga frá mínu en lít þá niður eftir á kallinn með allt í keng.Fer til hans og eftir um korter náðum við honum á þurrt.Svartur Tóbý....en ekki hvað" sagði Róbert í stuttu spjalli við Veiðivísi. Þeir sem gefa sér góðann tíma til að læra á svæðið gera yfirleitt góða veiði þarna og það sem gerir þetta veiðisvæði einmitt eftirsóknarvert er góð veiðivon og það sem margir leita eftir í dag, veiðihús þar sem veiðimenn sjá um sig sjálfir, já og svo eru leyfin á góðu verði.
Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Veiðitorg að toppa úrvalið Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði Vatnaveiðin verður líklega seinni til á Norðurlandi Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði