Þjálfari Anítu: Niðurstaðan viss vonbrigði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2015 16:40 Aníta varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum. vísir/daníel Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, varð að gera sér bronsverðlaun að góðu í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. Aníta vann mótið fyrir tveimur árum en náði ekki að verja titilinn í dag. Hún kom í mark á 2:05,04 mínútum, en Renée Eykens frá Belgíu hrósaði sigri á tímanum 2:02,83. Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, segir niðurstöðuna viss vonbrigði. „Auðvitað eru bronsverðlaun mikil viðurkenning og allt það en það er engin launung að það eru viss vonbrigði að ná ekki að vinna hlaupið,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir hlaupið. Hann segir að markmiðið hafi verið að hlaupa hratt hlaup, ef svo má að orði komast. „Þessar stelpur eru sterkar í taktísku hlaupi eins og þetta endaði með að vera. Útfærslan var kannski ekki alveg rétt,“ sagði Gunnar. „Það var dálítið mikill vindur og í þannig aðstæðum þarf að taka ákvörðun hvort á að hlaupa á tiltölulega rólegum hraða og eiga nóg eftir fyrir endasprettinn, eins og þær tvær sem komu fyrstar í mark gerðu, eða hlaupa hratt hlaup. „Anítu langaði í hratt hlaup og okkur fannst hún vera tilbúin í það, bæði eftir mótið í Mannheim, æfingar þar á eftir og hlaupið í fyrradag,“ bætti Gunnar við en Aníta var með bestan tíma allra í undanrásunum, þar sem hún kom í mark á 2:05,01 mínútum. Aníta var í forystu eftir fyrri hringinn í úrslitahlaupinu í dag en gaf eftir á lokasprettinum. „Hún ætlaði sér að hlaupa fyrri hringinn mjög hratt og láta hinar þurfa að ákveða hvort þær ætluðu að fylgja henni á miklum hraða, sem hefði verið erfitt fyrir þær í lokin því þær eiga ekki eins góðan tíma. „Mér fannst hún aðeins hikandi milli 200 og 400 metranna og hún keyrði ekki, eflaust út af vindinum, eins og við vorum búin að tala um. Það þýddi að hinar náðu að hlaupa léttilega með henni,“ sagði Gunnar. Að hans sögn tekur nú við leit að mótum fyrir Anítu sem er að klára sitt síðast ár í unglingaflokki. „Við erum að leita að nógu sterku móti til að hlaupa gott hlaup. Það er ekki endilega best að það sé eitthvað hrikalega stórt en það þarf samt að vera með sterkum keppinautum, og þá erum við að tala um stelpur sem hafa hlaupið á undir tveimur mínútum,“ sagði Gunnar að endingu. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15 Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30 Aníta í 3. sæti | Tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. 18. júlí 2015 00:01 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, varð að gera sér bronsverðlaun að góðu í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. Aníta vann mótið fyrir tveimur árum en náði ekki að verja titilinn í dag. Hún kom í mark á 2:05,04 mínútum, en Renée Eykens frá Belgíu hrósaði sigri á tímanum 2:02,83. Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, segir niðurstöðuna viss vonbrigði. „Auðvitað eru bronsverðlaun mikil viðurkenning og allt það en það er engin launung að það eru viss vonbrigði að ná ekki að vinna hlaupið,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir hlaupið. Hann segir að markmiðið hafi verið að hlaupa hratt hlaup, ef svo má að orði komast. „Þessar stelpur eru sterkar í taktísku hlaupi eins og þetta endaði með að vera. Útfærslan var kannski ekki alveg rétt,“ sagði Gunnar. „Það var dálítið mikill vindur og í þannig aðstæðum þarf að taka ákvörðun hvort á að hlaupa á tiltölulega rólegum hraða og eiga nóg eftir fyrir endasprettinn, eins og þær tvær sem komu fyrstar í mark gerðu, eða hlaupa hratt hlaup. „Anítu langaði í hratt hlaup og okkur fannst hún vera tilbúin í það, bæði eftir mótið í Mannheim, æfingar þar á eftir og hlaupið í fyrradag,“ bætti Gunnar við en Aníta var með bestan tíma allra í undanrásunum, þar sem hún kom í mark á 2:05,01 mínútum. Aníta var í forystu eftir fyrri hringinn í úrslitahlaupinu í dag en gaf eftir á lokasprettinum. „Hún ætlaði sér að hlaupa fyrri hringinn mjög hratt og láta hinar þurfa að ákveða hvort þær ætluðu að fylgja henni á miklum hraða, sem hefði verið erfitt fyrir þær í lokin því þær eiga ekki eins góðan tíma. „Mér fannst hún aðeins hikandi milli 200 og 400 metranna og hún keyrði ekki, eflaust út af vindinum, eins og við vorum búin að tala um. Það þýddi að hinar náðu að hlaupa léttilega með henni,“ sagði Gunnar. Að hans sögn tekur nú við leit að mótum fyrir Anítu sem er að klára sitt síðast ár í unglingaflokki. „Við erum að leita að nógu sterku móti til að hlaupa gott hlaup. Það er ekki endilega best að það sé eitthvað hrikalega stórt en það þarf samt að vera með sterkum keppinautum, og þá erum við að tala um stelpur sem hafa hlaupið á undir tveimur mínútum,“ sagði Gunnar að endingu.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15 Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30 Aníta í 3. sæti | Tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. 18. júlí 2015 00:01 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi Sjá meira
Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15
Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30
Aníta í 3. sæti | Tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. 18. júlí 2015 00:01