Dustin Johnson efstur eftir fyrsta hring á St. Andrews 16. júlí 2015 19:36 Dustin Johnson og Jordan Spieth eru farnir að þekkjast vel. Getty. Dustin Johnson lék best allra á fyrsta degi á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en þessi högglangi Bandaríkjamaður lék St. Andrews á 65 höggum eða sjö undir pari í dag. Dustin lék gallalaust golf, fékk fimm fugla og einn örn, en hann virðist vera búinn að jafna sig á lokahringnum á US Open þar sem hann þrípúttaði á 18. flöt og færði Jordan Spieth sigurinn. Spieth lék einnig vel í dag en hann er meðal efstu manna á fimm höggum undir pari eftir hring upp á 67 högg. Þá deila nokkrir kylfingar öðru sætinu á sex undir, meðal annars gamla brýnið Retief Goosen og heimamaðurinn Paul Lawrie. Raunir Tiger Woods halda áfram en hann lék hræðilega í dag, kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari og situr hann meðal neðstu manna eins og svo oft áður í ár. Tiger virtist stressaður í byrjun og náði sér aldrei á strik en púttin og slátturinn voru alls ekki í lagi hjá þessum þrefalda meistara á Opna breska. Aðstæður til þess að skora vel á St. Andrews voru frábærar í dag en völlurinn var mjúkur eftir vætuveður á undanförnum dögum og því gátu bestu kylfingar heims tekið fleiri sénsa í innáhöggunum en gengur og gerist. Útsending frá öðrum hring hefst klukkan 08:00 í fyrramálið á Golfstöðinni. Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Dustin Johnson lék best allra á fyrsta degi á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en þessi högglangi Bandaríkjamaður lék St. Andrews á 65 höggum eða sjö undir pari í dag. Dustin lék gallalaust golf, fékk fimm fugla og einn örn, en hann virðist vera búinn að jafna sig á lokahringnum á US Open þar sem hann þrípúttaði á 18. flöt og færði Jordan Spieth sigurinn. Spieth lék einnig vel í dag en hann er meðal efstu manna á fimm höggum undir pari eftir hring upp á 67 högg. Þá deila nokkrir kylfingar öðru sætinu á sex undir, meðal annars gamla brýnið Retief Goosen og heimamaðurinn Paul Lawrie. Raunir Tiger Woods halda áfram en hann lék hræðilega í dag, kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari og situr hann meðal neðstu manna eins og svo oft áður í ár. Tiger virtist stressaður í byrjun og náði sér aldrei á strik en púttin og slátturinn voru alls ekki í lagi hjá þessum þrefalda meistara á Opna breska. Aðstæður til þess að skora vel á St. Andrews voru frábærar í dag en völlurinn var mjúkur eftir vætuveður á undanförnum dögum og því gátu bestu kylfingar heims tekið fleiri sénsa í innáhöggunum en gengur og gerist. Útsending frá öðrum hring hefst klukkan 08:00 í fyrramálið á Golfstöðinni.
Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira