Kim brýtur „bjútí-reglur“ Ritstjórn skrifar 29. júlí 2015 10:45 Á laugardag hélt raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og förðunarmeistarinn hennar Mario Dedivanovic fjögurra tíma förðunarnámskeið, þar sem Mario kenndi öll helstu trixin sem hann notar við að farða Kim. Meðan á kennslunni stóð viðurkenndi Kim að það væri tvennt sem hún gerði sem væri algjört tabú í snyrtiheiminum, að sofa með farða á andlitinu og fara í ljós. „Stundum er ég bara of þreytt og nenni ekki að hreinsa farðann af,“ viðurkenndi Kim. Hún sagðist vera búin að finna leið til þess að sofa þannig að hún myndi ekki bylta sér alla nóttina svo förðunin myndi haldast. „Ég sef með svart satín koddaver og er með svefngrímu,“ segir hún. Varðandi ljósabekkjanotkunina sagðist Kim vera með psoriasis og því þyrfti hún að fara í ljós. Ritstjórn Glamour vonar að þessi slæmi ávani verði ekki næsta trend, og hvetur lesendur sína til þess að hreinsa farða af andlitinu fyrir svefn og forðast ljósabekki líkt og heitan eldinn. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook. Glamour Fegurð Mest lesið Hoppaðu út í heim með Glamour Glamour Fimm sumarlegir varalitir fyrir helgina Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour Olivia Palermo á forsíðu febrúarblaðs Glamour Glamour Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið Glamour Fataskápur Díönu prinsessu verður opnaður á nýrri sýningu Glamour Segir teikningar af brúðarkjól Middleton stolnar Glamour Sjáðu stuttmyndina Íslenskar Stelpur eftir Ísold Glamour Calvin Harris auglýsir Emporio Armani nærföt Glamour Beyonce var allt annað en sátt með brúðarkjólinn sinn Glamour
Á laugardag hélt raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og förðunarmeistarinn hennar Mario Dedivanovic fjögurra tíma förðunarnámskeið, þar sem Mario kenndi öll helstu trixin sem hann notar við að farða Kim. Meðan á kennslunni stóð viðurkenndi Kim að það væri tvennt sem hún gerði sem væri algjört tabú í snyrtiheiminum, að sofa með farða á andlitinu og fara í ljós. „Stundum er ég bara of þreytt og nenni ekki að hreinsa farðann af,“ viðurkenndi Kim. Hún sagðist vera búin að finna leið til þess að sofa þannig að hún myndi ekki bylta sér alla nóttina svo förðunin myndi haldast. „Ég sef með svart satín koddaver og er með svefngrímu,“ segir hún. Varðandi ljósabekkjanotkunina sagðist Kim vera með psoriasis og því þyrfti hún að fara í ljós. Ritstjórn Glamour vonar að þessi slæmi ávani verði ekki næsta trend, og hvetur lesendur sína til þess að hreinsa farða af andlitinu fyrir svefn og forðast ljósabekki líkt og heitan eldinn. Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook.
Glamour Fegurð Mest lesið Hoppaðu út í heim með Glamour Glamour Fimm sumarlegir varalitir fyrir helgina Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour Olivia Palermo á forsíðu febrúarblaðs Glamour Glamour Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið Glamour Fataskápur Díönu prinsessu verður opnaður á nýrri sýningu Glamour Segir teikningar af brúðarkjól Middleton stolnar Glamour Sjáðu stuttmyndina Íslenskar Stelpur eftir Ísold Glamour Calvin Harris auglýsir Emporio Armani nærföt Glamour Beyonce var allt annað en sátt með brúðarkjólinn sinn Glamour