Berglind Björg kvaddi með þrennu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2015 21:10 Berglind er næst markahæst í Pepsi-deildinni með 12 mörk. vísir/stefán Breiðablik vann sinn áttunda sigur í röð í Pepsi-deild kvenna þegar Kópavogsliðið bar sigurorð af KR, 0-3, í 12. umferð deildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn var KR eina liðið sem hafði tekið stig af Blikum en liðin gerðu 1-1 jafntefli í 3. umferðinni. KR-konum gekk ekki jafn vel í kvöld. Aldís Kara Lúðvíksdóttir nýtti tækifærið í byrjunarliði Breiðabliks vel og kom liðinu yfir á 23. mínútu. Hún skoraði svo aftur á 60. mínútu og kom Blikum í 0-2. Það var svo varamaðurinn Hildur Sif Hauksdóttir sem kláraði dæmið endanlega með þriðja markinu á 88. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og Breiðablik fagnaði enn einum sigrinum í sumar. Liðið er enn með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna á toppi deildarinnar en Garðabæjarliðið vann Selfoss 1-3 í kvöld. KR er hins vegar í 8. sæti, fjórum stigum frá fallsæti. Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék sinn síðasta leik með Fylki í bili þegar Árbæjarliðið tók á móti Val á Fylkisvelli í kvöld en hún er á leið til náms í Bandaríkjunum. Það er óhætt að segja að Berglind hafi kvatt með stæl en hún gerði þrennu í 5-1 sigri Fylkis. Staðan var markalaus í hálfleik en eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin 3-0, Fylki í vil. Mist Edvardsdóttir byrjaði á því að skora sjálfsmark á 48. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Andreea Laiu sitt fyrsta mark fyrir Fylki og kom liðinu í 2-0. Berglind skoraði svo þriðja markið á 56. mínútu og bætti við tveimur mörkum áður en yfir lauk. Hún kveður því Pepsi-deildina í bili með 12 mörk í 12 leikjum en aðeins Fanndís Friðriksdóttir, fyrrverandi samherji Berglindar hjá Breiðabliki, hefur skorað meira í sumar. Elín Metta Jensen skoraði síðasta mark leiksins fyrir Val, mínútu fyrir leikslok. Fylki er í 7. sæti deildarinnar en liðinu hefur gengið vel að undanförnu eftir erfiða byrjun. Valskonur eru hins vegar í 4. sæti með 21 stig. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af úrslit.net. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa tryggði sigurinn í seinni hálfleik Stjarnan er áfram fjórum stigum á eftir toppliði Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna en bæði lið unnu sína leiki í kvöld. 28. júlí 2015 14:17 Gordon með tvennu í sigri ÍBV | Myndir ÍBV bar sigurorð af Þrótti, 2-3, í fyrsta leik kvöldsins í Pepsi-deild kvenna. 28. júlí 2015 19:50 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Breiðablik vann sinn áttunda sigur í röð í Pepsi-deild kvenna þegar Kópavogsliðið bar sigurorð af KR, 0-3, í 12. umferð deildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn var KR eina liðið sem hafði tekið stig af Blikum en liðin gerðu 1-1 jafntefli í 3. umferðinni. KR-konum gekk ekki jafn vel í kvöld. Aldís Kara Lúðvíksdóttir nýtti tækifærið í byrjunarliði Breiðabliks vel og kom liðinu yfir á 23. mínútu. Hún skoraði svo aftur á 60. mínútu og kom Blikum í 0-2. Það var svo varamaðurinn Hildur Sif Hauksdóttir sem kláraði dæmið endanlega með þriðja markinu á 88. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og Breiðablik fagnaði enn einum sigrinum í sumar. Liðið er enn með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna á toppi deildarinnar en Garðabæjarliðið vann Selfoss 1-3 í kvöld. KR er hins vegar í 8. sæti, fjórum stigum frá fallsæti. Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék sinn síðasta leik með Fylki í bili þegar Árbæjarliðið tók á móti Val á Fylkisvelli í kvöld en hún er á leið til náms í Bandaríkjunum. Það er óhætt að segja að Berglind hafi kvatt með stæl en hún gerði þrennu í 5-1 sigri Fylkis. Staðan var markalaus í hálfleik en eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin 3-0, Fylki í vil. Mist Edvardsdóttir byrjaði á því að skora sjálfsmark á 48. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Andreea Laiu sitt fyrsta mark fyrir Fylki og kom liðinu í 2-0. Berglind skoraði svo þriðja markið á 56. mínútu og bætti við tveimur mörkum áður en yfir lauk. Hún kveður því Pepsi-deildina í bili með 12 mörk í 12 leikjum en aðeins Fanndís Friðriksdóttir, fyrrverandi samherji Berglindar hjá Breiðabliki, hefur skorað meira í sumar. Elín Metta Jensen skoraði síðasta mark leiksins fyrir Val, mínútu fyrir leikslok. Fylki er í 7. sæti deildarinnar en liðinu hefur gengið vel að undanförnu eftir erfiða byrjun. Valskonur eru hins vegar í 4. sæti með 21 stig. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af úrslit.net.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa tryggði sigurinn í seinni hálfleik Stjarnan er áfram fjórum stigum á eftir toppliði Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna en bæði lið unnu sína leiki í kvöld. 28. júlí 2015 14:17 Gordon með tvennu í sigri ÍBV | Myndir ÍBV bar sigurorð af Þrótti, 2-3, í fyrsta leik kvöldsins í Pepsi-deild kvenna. 28. júlí 2015 19:50 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Harpa tryggði sigurinn í seinni hálfleik Stjarnan er áfram fjórum stigum á eftir toppliði Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna en bæði lið unnu sína leiki í kvöld. 28. júlí 2015 14:17
Gordon með tvennu í sigri ÍBV | Myndir ÍBV bar sigurorð af Þrótti, 2-3, í fyrsta leik kvöldsins í Pepsi-deild kvenna. 28. júlí 2015 19:50