Bill Gates skoðaði Gullfoss og fór í nætursund í Bláa lóninu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2015 14:30 Bill og Melinda Gates stíga inn í Mercedes Benz við Gullfoss á föstudag. Vísir Bandaríski auðjöfurinn Bill Gates hefur farið um víðan völl í heimsókn sinni til landsins. Gates er staddur hér á landi ásamt fríðu föruneyti og má þar meðal annars nefna eiginkonuna Melindu Gates. Vísir greindi fyrst frá væntanlegri komu Gates til landsins fyrir tveimur vikum. Gates mætti til landsins fyrir helgi og skoðaði Gullfoss á föstudaginn á för sinni um Suðurlandið. Hópurinn ók um á glæsilegum Mercedes Benz V-Class. Síðar um kvöldið sótti Gates svo hestasýningu sem sett var sérstaklega upp fyrir fjölskylduna á Friðheimum í Reykholti í Biskupstungum.Bill og Melinda Gates á leið upp í bíl eftir að hafa virt Gullfoss fyrir sér.VísirUm helgina skellti Gates sér svo í Bláa Lónið að loknum auglýstum opnunartíma. Nokkuð algengt er að vel stæðir einstaklingar leigi lónið út fyrir sig og sína þegar á að gera sér glaðan dag. Naut Bill Gates sín í rökkrinu í lóninu ásamt fjölskyldu sinni. Gates, sem er ríkasti maður heims samkvæmt nýjustu úttekt Forbes, heldur til í The Trophy Lodge sumarbústaðnum í Úthlíð á meðan á veru hans hér á landi stendur. Bústaðurinn er í eigu Jóhannesar Stefánssonar, veitingamanns og eiganda Múlakaffis. Parið Jay-Z og Beyonce dvöldu þar í desember síðastliðnum. Þau heimsóttu líka Bláa lónið en gerðu það reyndar að degi til.Trophy Lodge í desember síðastliðnum þegar Beyonce og Jay-Z sóttu landið heim.Vísir/ErnirBústaðurinn er skreyttur með höfðum hinna og þessara dýra en þaðan mun nafnið Trophy Lodge vera komið. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ýmsu verið tjaldað til hvað varðar mat og drykk í bústaðnum en umstangið þykir einmitt svipa til þess þegar Beyonce og Jay-Z dvöldu hér á landi. Notast hefur verið við þyrlu vegna heimsóknar Gates hjónanna en Beyonce og Jay-Z gerðu slíkt hið sama í heimsókn sinni. Íslandsvinir Tengdar fréttir Bill Gates á hestasýningu á Friðheimum Sýningin var sett upp sérstaklega fyrir Gates og fjölskyldu hans. 24. júlí 2015 20:57 Bill Gates borðaði í Æðahelli Skoðaði sig um í Vestmannaeyjum. 25. júlí 2015 22:53 Bill Gates á leið til landsins með fjölskyldu sína Ríkasti maður heims mun dvelja í sumarbústað á Suðurlandi í nokkra daga. 14. júlí 2015 10:20 Gefur frá sér 4.237 milljarða Bill og Melinda Gates veittu prinsinum Alwaleed bin Talal mikinn innblástur. 3. júlí 2015 07:00 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Bandaríski auðjöfurinn Bill Gates hefur farið um víðan völl í heimsókn sinni til landsins. Gates er staddur hér á landi ásamt fríðu föruneyti og má þar meðal annars nefna eiginkonuna Melindu Gates. Vísir greindi fyrst frá væntanlegri komu Gates til landsins fyrir tveimur vikum. Gates mætti til landsins fyrir helgi og skoðaði Gullfoss á föstudaginn á för sinni um Suðurlandið. Hópurinn ók um á glæsilegum Mercedes Benz V-Class. Síðar um kvöldið sótti Gates svo hestasýningu sem sett var sérstaklega upp fyrir fjölskylduna á Friðheimum í Reykholti í Biskupstungum.Bill og Melinda Gates á leið upp í bíl eftir að hafa virt Gullfoss fyrir sér.VísirUm helgina skellti Gates sér svo í Bláa Lónið að loknum auglýstum opnunartíma. Nokkuð algengt er að vel stæðir einstaklingar leigi lónið út fyrir sig og sína þegar á að gera sér glaðan dag. Naut Bill Gates sín í rökkrinu í lóninu ásamt fjölskyldu sinni. Gates, sem er ríkasti maður heims samkvæmt nýjustu úttekt Forbes, heldur til í The Trophy Lodge sumarbústaðnum í Úthlíð á meðan á veru hans hér á landi stendur. Bústaðurinn er í eigu Jóhannesar Stefánssonar, veitingamanns og eiganda Múlakaffis. Parið Jay-Z og Beyonce dvöldu þar í desember síðastliðnum. Þau heimsóttu líka Bláa lónið en gerðu það reyndar að degi til.Trophy Lodge í desember síðastliðnum þegar Beyonce og Jay-Z sóttu landið heim.Vísir/ErnirBústaðurinn er skreyttur með höfðum hinna og þessara dýra en þaðan mun nafnið Trophy Lodge vera komið. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ýmsu verið tjaldað til hvað varðar mat og drykk í bústaðnum en umstangið þykir einmitt svipa til þess þegar Beyonce og Jay-Z dvöldu hér á landi. Notast hefur verið við þyrlu vegna heimsóknar Gates hjónanna en Beyonce og Jay-Z gerðu slíkt hið sama í heimsókn sinni.
Íslandsvinir Tengdar fréttir Bill Gates á hestasýningu á Friðheimum Sýningin var sett upp sérstaklega fyrir Gates og fjölskyldu hans. 24. júlí 2015 20:57 Bill Gates borðaði í Æðahelli Skoðaði sig um í Vestmannaeyjum. 25. júlí 2015 22:53 Bill Gates á leið til landsins með fjölskyldu sína Ríkasti maður heims mun dvelja í sumarbústað á Suðurlandi í nokkra daga. 14. júlí 2015 10:20 Gefur frá sér 4.237 milljarða Bill og Melinda Gates veittu prinsinum Alwaleed bin Talal mikinn innblástur. 3. júlí 2015 07:00 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Bill Gates á hestasýningu á Friðheimum Sýningin var sett upp sérstaklega fyrir Gates og fjölskyldu hans. 24. júlí 2015 20:57
Bill Gates á leið til landsins með fjölskyldu sína Ríkasti maður heims mun dvelja í sumarbústað á Suðurlandi í nokkra daga. 14. júlí 2015 10:20
Gefur frá sér 4.237 milljarða Bill og Melinda Gates veittu prinsinum Alwaleed bin Talal mikinn innblástur. 3. júlí 2015 07:00