Tyrkir virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júlí 2015 11:45 Komið hefur til átaka milli mótmælenda og tyrknesku lögreglunnar vegna fjöldahandtöku yfirvalda. Vísir/AFP Tyrkland hefur virkjað 4. grein Atlantshafssáttmálans í kjölfar blóðugrar viku sem hófst með sjálfsmorðsprengjuárás í landamærabænum Suruc þar sem 32 létu lífið. Í kjölfarið gerði tyrkneski herinn loftárásir á stöðvar ISIS-liða í Sýrlandi og bækistöðvar Kúrda í norðurhluta Íraks. Samkvæmt 4. grein Atlantshafssáttmálans geta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins krafist þess að aðildarríkin hafi „samráð sín á milli, hvenær sem einhver þeirra telur friðhelgi landssvæðis einhvers aðila, pólitísku sjálfstæði eða öryggi ógnað." Þrátt fyrir að stöðugt samráð eigi sér stað á milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins er þetta aðeins í fimmta skipti í sögu bandalagsins sem 4. greinin hefur verið formlega virkjuð og hafa Tyrkir gert það í fjögur skipti. Árið 2003 samþykkti Atlantshafsbandalagið að styrkja landamæri Tyrklands vegna ótta ráðamanna þar í landi að stríðið í Írak gæti færst yfir til Tyrklands. Í júní 2012 var tyrknesk herþota skotin niður af sýrlenska hernum og nokkrum mánuðum seinna létust 5 tyrkneskir ríkisborgar af völdum loftárásar frá Sýrlandi. Í bæði skiptin virkjaði Tyrkland 4. greinina. Síðast var 4. greinin virkjuð í mars 2014 af Póllandi í kjölfar aukinnar spennu á milli Úkraínu og Rússlands.Norður-Atlantsráðið fundar á þriðjudag Fulltrúar hinna 28 aðildarríkja, þar á meðal fulltrúi Íslands, munu funda í Norður-Atlantshafsráðinu í Brussel á þriðjudag vegna ákvörðunar Tyrklands um að virkja 4. grein sáttmálans en ráðið er helsti vettvangur ákvarðanatöku innan Atlantshafsbandalagsins. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, stýrir fundum ráðsins: „Þegar Tyrkland óskar eftir slíkum fundi tel ég það vera bæði æskilegt og tímanlegt að halda slíkan fund þar sem við tökum á óstöðugleikanum sem við erum að verða vitni að í Sýrlandi og Írak, nálægt landamærum NATO í Tyrklandi." Í kjölfar sjálfmorðsprengjuárásarinnar og loftárása tyrkneska hersins hafa ráðamenn í Tyrklandi veit Bandaríkjunum aðgang að herstöðvum sínum til þess að stemma stigu við framgangi ISIS-liða. Er hér um að ræða stefnubreytingu að hálfu Tyrklands en ráðamenn hafa hingað til ekki viljað beita beinum aðgerðum gegn ISIS. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir gera loftárásir á stöðvar ISIS Tyrkir hafa nú heimilað Bandaríkjaher að notast við herstöðina Incirlik við gerð loftárása á stöðvar ISIS. 24. júlí 2015 10:23 Mannskæð sprenging í bænum Suruc í Tyrklandi Sjálfsmorðsárásarmaður felldi að minnsta kosti 28 manns í árás á tyrkneska bæinn Suruc sem stendur nærri landamærum Tyrklands og Sýrlands. 21. júlí 2015 06:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira
Tyrkland hefur virkjað 4. grein Atlantshafssáttmálans í kjölfar blóðugrar viku sem hófst með sjálfsmorðsprengjuárás í landamærabænum Suruc þar sem 32 létu lífið. Í kjölfarið gerði tyrkneski herinn loftárásir á stöðvar ISIS-liða í Sýrlandi og bækistöðvar Kúrda í norðurhluta Íraks. Samkvæmt 4. grein Atlantshafssáttmálans geta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins krafist þess að aðildarríkin hafi „samráð sín á milli, hvenær sem einhver þeirra telur friðhelgi landssvæðis einhvers aðila, pólitísku sjálfstæði eða öryggi ógnað." Þrátt fyrir að stöðugt samráð eigi sér stað á milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins er þetta aðeins í fimmta skipti í sögu bandalagsins sem 4. greinin hefur verið formlega virkjuð og hafa Tyrkir gert það í fjögur skipti. Árið 2003 samþykkti Atlantshafsbandalagið að styrkja landamæri Tyrklands vegna ótta ráðamanna þar í landi að stríðið í Írak gæti færst yfir til Tyrklands. Í júní 2012 var tyrknesk herþota skotin niður af sýrlenska hernum og nokkrum mánuðum seinna létust 5 tyrkneskir ríkisborgar af völdum loftárásar frá Sýrlandi. Í bæði skiptin virkjaði Tyrkland 4. greinina. Síðast var 4. greinin virkjuð í mars 2014 af Póllandi í kjölfar aukinnar spennu á milli Úkraínu og Rússlands.Norður-Atlantsráðið fundar á þriðjudag Fulltrúar hinna 28 aðildarríkja, þar á meðal fulltrúi Íslands, munu funda í Norður-Atlantshafsráðinu í Brussel á þriðjudag vegna ákvörðunar Tyrklands um að virkja 4. grein sáttmálans en ráðið er helsti vettvangur ákvarðanatöku innan Atlantshafsbandalagsins. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, stýrir fundum ráðsins: „Þegar Tyrkland óskar eftir slíkum fundi tel ég það vera bæði æskilegt og tímanlegt að halda slíkan fund þar sem við tökum á óstöðugleikanum sem við erum að verða vitni að í Sýrlandi og Írak, nálægt landamærum NATO í Tyrklandi." Í kjölfar sjálfmorðsprengjuárásarinnar og loftárása tyrkneska hersins hafa ráðamenn í Tyrklandi veit Bandaríkjunum aðgang að herstöðvum sínum til þess að stemma stigu við framgangi ISIS-liða. Er hér um að ræða stefnubreytingu að hálfu Tyrklands en ráðamenn hafa hingað til ekki viljað beita beinum aðgerðum gegn ISIS.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir gera loftárásir á stöðvar ISIS Tyrkir hafa nú heimilað Bandaríkjaher að notast við herstöðina Incirlik við gerð loftárása á stöðvar ISIS. 24. júlí 2015 10:23 Mannskæð sprenging í bænum Suruc í Tyrklandi Sjálfsmorðsárásarmaður felldi að minnsta kosti 28 manns í árás á tyrkneska bæinn Suruc sem stendur nærri landamærum Tyrklands og Sýrlands. 21. júlí 2015 06:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira
Tyrkir gera loftárásir á stöðvar ISIS Tyrkir hafa nú heimilað Bandaríkjaher að notast við herstöðina Incirlik við gerð loftárása á stöðvar ISIS. 24. júlí 2015 10:23
Mannskæð sprenging í bænum Suruc í Tyrklandi Sjálfsmorðsárásarmaður felldi að minnsta kosti 28 manns í árás á tyrkneska bæinn Suruc sem stendur nærri landamærum Tyrklands og Sýrlands. 21. júlí 2015 06:00