Hallbera: Komum í Breiðablik til að vinna titla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2015 19:00 Hallbera hefur leikið alla leiki Breiðabliks í sumar. vísir/andri marinó Hallbera Guðný Gísladóttir er einn fimm fulltrúa Breiðabliks í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna en viðurkenningar fyrir hana voru veittar í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. Hallbera er hluti af ógnarsterkri vörn Blika sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í Pepsi-deildinni og haldið hreinu í síðustu átta leikjum sínum. „Þetta er alltaf skemmtilegt. Við erum búnar að hleypa fáum mörkum inn svo þetta kom ekkert sérstaklega á óvart,“ sagði Hallbera en hver er lykilinn að þessum sterka varnarleik Breiðabliks? „Ég er að spila við hliðina á Fríðu (Málfríði Ernu Sigurðardóttur) og spilaði lengi með henni í Val. Mér finnst vera góð blanda í vörninni, það er reynsla og hraði og allt sem til þarf. Þetta hefur smollið vel saman.“ Hallbera kom Breiðabliks frá Val fyrir tímabilið, ásamt Málfríði og Svövu Rós Guðmundsdóttur. Hallbera og Málfríður unnu marga titla saman með Val og komu með sigurþekkingu inn í Blikaliðið sem hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2005. „Við komum með ákveðna reynslu inn í liðið og það er ekkert leyndarmál að við komum í Breiðablik til að vinna titla. Breiðablik er búið að vera með mjög gott lið undanfarin ár en ekki náð að taka síðasta skrefið. Vonandi er blandan í liðinu rétt núna,“ sagði Hallbera en hvernig hafa fyrstu mánuðir í grænu treyjunni verið? „Ég þurfti aðeins venjast þessu en þetta er búið að vera frábært. Aðstaðan hjá Breiðabliki er mjög flott og það er hugsað vel um kvennaliðið sem skiptir miklu máli.“ Liðsfélagi Hallberu, Fanndís Friðriksdóttir, var útnefnd besti leikmaður fyrri umferðarinnar en hún hefur farið á kostum í sumar og er markahæst í Pepsi-deildinni með 14 mörk í 11 leikjum. „Það er frábært að vera með svona leikmann. Hún hefur staðið upp úr og klárað leikina fyrir okkur og heldur vonandi áfram á sömu braut,“ sagði Hallbera að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19 Ásgerður Stefanía: Megum ekki bíða eftir að Blikar misstígi sig Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 14:28 Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24 Fanndís: Þurfum að spýta aðeins í lófana Fanndís Friðriksdóttir var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna á hófi sem var haldið í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 15:34 Rakel tryggði tíu Blikum sigur gegn botnliðinu | Myndir Telma Hjaltalín sá rautt í 1-0 sigri toppliðsins gegn Aftureldingu í Kópavogi. 21. júlí 2015 21:07 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir er einn fimm fulltrúa Breiðabliks í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna en viðurkenningar fyrir hana voru veittar í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. Hallbera er hluti af ógnarsterkri vörn Blika sem hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í Pepsi-deildinni og haldið hreinu í síðustu átta leikjum sínum. „Þetta er alltaf skemmtilegt. Við erum búnar að hleypa fáum mörkum inn svo þetta kom ekkert sérstaklega á óvart,“ sagði Hallbera en hver er lykilinn að þessum sterka varnarleik Breiðabliks? „Ég er að spila við hliðina á Fríðu (Málfríði Ernu Sigurðardóttur) og spilaði lengi með henni í Val. Mér finnst vera góð blanda í vörninni, það er reynsla og hraði og allt sem til þarf. Þetta hefur smollið vel saman.“ Hallbera kom Breiðabliks frá Val fyrir tímabilið, ásamt Málfríði og Svövu Rós Guðmundsdóttur. Hallbera og Málfríður unnu marga titla saman með Val og komu með sigurþekkingu inn í Blikaliðið sem hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2005. „Við komum með ákveðna reynslu inn í liðið og það er ekkert leyndarmál að við komum í Breiðablik til að vinna titla. Breiðablik er búið að vera með mjög gott lið undanfarin ár en ekki náð að taka síðasta skrefið. Vonandi er blandan í liðinu rétt núna,“ sagði Hallbera en hvernig hafa fyrstu mánuðir í grænu treyjunni verið? „Ég þurfti aðeins venjast þessu en þetta er búið að vera frábært. Aðstaðan hjá Breiðabliki er mjög flott og það er hugsað vel um kvennaliðið sem skiptir miklu máli.“ Liðsfélagi Hallberu, Fanndís Friðriksdóttir, var útnefnd besti leikmaður fyrri umferðarinnar en hún hefur farið á kostum í sumar og er markahæst í Pepsi-deildinni með 14 mörk í 11 leikjum. „Það er frábært að vera með svona leikmann. Hún hefur staðið upp úr og klárað leikina fyrir okkur og heldur vonandi áfram á sömu braut,“ sagði Hallbera að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19 Ásgerður Stefanía: Megum ekki bíða eftir að Blikar misstígi sig Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 14:28 Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24 Fanndís: Þurfum að spýta aðeins í lófana Fanndís Friðriksdóttir var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna á hófi sem var haldið í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 15:34 Rakel tryggði tíu Blikum sigur gegn botnliðinu | Myndir Telma Hjaltalín sá rautt í 1-0 sigri toppliðsins gegn Aftureldingu í Kópavogi. 21. júlí 2015 21:07 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á alls sex fulltrúa í liði fyrri umferðar Pepsi deildar kvenna, þar á meðal Fanndísi Friðriksdóttir sem var valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar. 22. júlí 2015 12:19
Ásgerður Stefanía: Megum ekki bíða eftir að Blikar misstígi sig Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar eiga tvö fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna sem var tilkynnt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 14:28
Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna. 22. júlí 2015 13:24
Fanndís: Þurfum að spýta aðeins í lófana Fanndís Friðriksdóttir var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna á hófi sem var haldið í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag. 22. júlí 2015 15:34
Rakel tryggði tíu Blikum sigur gegn botnliðinu | Myndir Telma Hjaltalín sá rautt í 1-0 sigri toppliðsins gegn Aftureldingu í Kópavogi. 21. júlí 2015 21:07