Lamaðist í skiðaslysi fyrir fjórum árum en spilar fótbolta í Pepsi-deildinni í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2015 21:58 Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir lamaðist eftir skíðaslys í Noregi fyrir fjórum árum en í dag spilar hún með Þrótti í Pepsi-deild kvenna. Fanney, sem var landsliðskona á skíðum, skíðaði á tré þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi á aðfangadag 2011 og lamaðist fyrir neðan háls. Hún brotnaði m.a. á hrygg og hálsi en í kjölfar vel heppnaðrar aðgerðar á Ullevål-sjúkrahúsinu í Osló fékk hún aftur hreyfigetu í fingur og fætur. „Ég hálsbrotnaði og svo brotnaði eitthvað aðeins neðar í bakinu líka. Þegar ég brotna á hálsinum mynduðust bólgur en þegar þær fóru að hjaðna fékk ég máttinn aftur í líkamann og gat byrjað að hreyfa mig aftur,“ sagði Fanney í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er búið taka mig langan tíma að komast á þann stað sem ég er á í dag. Flestir læknar myndu segja að þetta væri algjört kraftaverk,“ bætti Fanney við en hún var blessunarlega með hjálm þegar slysið átti sér stað. Fanney segir stöðuna á sér í dag vera fína, miðað við allt og allt. „Mér finnst hún vera ágæt. Það versta er að ég fæ stundum vöðvabólgu en það er ekki hægt að kvarta yfir því. Mér finnst ég vera í mjög góðu formi, allavega miðað við aðstæður, og finnst ég vera búin að ná mér eftir þetta slys.“ Þrátt fyrir slysið segist Fanney ekki hætt að fara á skíði. „Ég myndi aldrei fórna því að fara aftur á skíði og fer reglulega. Þegar ég byrjaði í fótboltanum af fullum krafti fækkaði skíðaferðunum en það er alltaf ótrúlega gaman að fara á skíði,“ sagði Fanney en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ótrúlegur bati eftir skelfilegt skíðaslys Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir hrygg- og hálsbrotnaði í skíðaslysi í Noregi á aðfangadag síðastliðinn. Í fyrstu var talið að hún gæti ekki gengið framar en þremur vikum síðar tók hún sín fyrstu skref. 27. apríl 2012 21:00 Landsliðskona slasaðist alvarlega á skíðum Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, nítján ára landsliðskona í skíðaíþróttum, slasaðist alvarlega við æfingar í Geilo í Noregi nú á aðfangadag. 27. desember 2011 10:15 Hjálmurinn bjargaði lífi Fanneyjar "Það eiga allir að nota hjálm á skíðum, sama hvort skíðað sé hægt eða hratt." Þetta segir Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, sem slasaðist mjög illa við skíðaiðkun í Noregi fyrir rúmum tveimur árum. Nýleg samantekt frá VÍS sýnir að hjálmanotkun er ábótavant, ekki síst hjá snjóbrettaiðkendum. 7. febrúar 2014 20:00 Nær að hreyfa fætur og fingur Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. 28. desember 2011 09:00 Símaviðtal við Fanneyju: Tók sín fyrstu skref í dag Hin 19 ára Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir stóð upp úr hjólastólnum og tók sín fyrstu skref í dag eftir að hafa lent í alvarlegu skíðaslysi í Noregi á aðfangadag. 12. janúar 2012 21:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir lamaðist eftir skíðaslys í Noregi fyrir fjórum árum en í dag spilar hún með Þrótti í Pepsi-deild kvenna. Fanney, sem var landsliðskona á skíðum, skíðaði á tré þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi á aðfangadag 2011 og lamaðist fyrir neðan háls. Hún brotnaði m.a. á hrygg og hálsi en í kjölfar vel heppnaðrar aðgerðar á Ullevål-sjúkrahúsinu í Osló fékk hún aftur hreyfigetu í fingur og fætur. „Ég hálsbrotnaði og svo brotnaði eitthvað aðeins neðar í bakinu líka. Þegar ég brotna á hálsinum mynduðust bólgur en þegar þær fóru að hjaðna fékk ég máttinn aftur í líkamann og gat byrjað að hreyfa mig aftur,“ sagði Fanney í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er búið taka mig langan tíma að komast á þann stað sem ég er á í dag. Flestir læknar myndu segja að þetta væri algjört kraftaverk,“ bætti Fanney við en hún var blessunarlega með hjálm þegar slysið átti sér stað. Fanney segir stöðuna á sér í dag vera fína, miðað við allt og allt. „Mér finnst hún vera ágæt. Það versta er að ég fæ stundum vöðvabólgu en það er ekki hægt að kvarta yfir því. Mér finnst ég vera í mjög góðu formi, allavega miðað við aðstæður, og finnst ég vera búin að ná mér eftir þetta slys.“ Þrátt fyrir slysið segist Fanney ekki hætt að fara á skíði. „Ég myndi aldrei fórna því að fara aftur á skíði og fer reglulega. Þegar ég byrjaði í fótboltanum af fullum krafti fækkaði skíðaferðunum en það er alltaf ótrúlega gaman að fara á skíði,“ sagði Fanney en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ótrúlegur bati eftir skelfilegt skíðaslys Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir hrygg- og hálsbrotnaði í skíðaslysi í Noregi á aðfangadag síðastliðinn. Í fyrstu var talið að hún gæti ekki gengið framar en þremur vikum síðar tók hún sín fyrstu skref. 27. apríl 2012 21:00 Landsliðskona slasaðist alvarlega á skíðum Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, nítján ára landsliðskona í skíðaíþróttum, slasaðist alvarlega við æfingar í Geilo í Noregi nú á aðfangadag. 27. desember 2011 10:15 Hjálmurinn bjargaði lífi Fanneyjar "Það eiga allir að nota hjálm á skíðum, sama hvort skíðað sé hægt eða hratt." Þetta segir Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, sem slasaðist mjög illa við skíðaiðkun í Noregi fyrir rúmum tveimur árum. Nýleg samantekt frá VÍS sýnir að hjálmanotkun er ábótavant, ekki síst hjá snjóbrettaiðkendum. 7. febrúar 2014 20:00 Nær að hreyfa fætur og fingur Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. 28. desember 2011 09:00 Símaviðtal við Fanneyju: Tók sín fyrstu skref í dag Hin 19 ára Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir stóð upp úr hjólastólnum og tók sín fyrstu skref í dag eftir að hafa lent í alvarlegu skíðaslysi í Noregi á aðfangadag. 12. janúar 2012 21:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Ótrúlegur bati eftir skelfilegt skíðaslys Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir hrygg- og hálsbrotnaði í skíðaslysi í Noregi á aðfangadag síðastliðinn. Í fyrstu var talið að hún gæti ekki gengið framar en þremur vikum síðar tók hún sín fyrstu skref. 27. apríl 2012 21:00
Landsliðskona slasaðist alvarlega á skíðum Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, nítján ára landsliðskona í skíðaíþróttum, slasaðist alvarlega við æfingar í Geilo í Noregi nú á aðfangadag. 27. desember 2011 10:15
Hjálmurinn bjargaði lífi Fanneyjar "Það eiga allir að nota hjálm á skíðum, sama hvort skíðað sé hægt eða hratt." Þetta segir Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, sem slasaðist mjög illa við skíðaiðkun í Noregi fyrir rúmum tveimur árum. Nýleg samantekt frá VÍS sýnir að hjálmanotkun er ábótavant, ekki síst hjá snjóbrettaiðkendum. 7. febrúar 2014 20:00
Nær að hreyfa fætur og fingur Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi. 28. desember 2011 09:00
Símaviðtal við Fanneyju: Tók sín fyrstu skref í dag Hin 19 ára Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir stóð upp úr hjólastólnum og tók sín fyrstu skref í dag eftir að hafa lent í alvarlegu skíðaslysi í Noregi á aðfangadag. 12. janúar 2012 21:00