Ólafur, þjálfari Vals: Klárum tímabilið á Laugardalsvellinum Ingvi Þór Sæmundsson á Laugardalsvellinum skrifar 6. ágúst 2015 22:00 Vísir/Ernir Þrátt fyrir 0-4 tap fyrir Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar í kvöld var Ólafur Brynjólfsson, þjálfari Vals, ekki ósáttur með leik síns liðs. Stjarnan komst í 0-1 á 22. mínútu en á þeirri 40. fengu Valskonur dauðafæri sem ekki nýttist. Í staðinn fóru Stjörnukonur í sókn og juku muninn í 0-2. Ólafur segir þessa mínútu hafa skipt sköpum í kvöld. "Já, það má alveg segja það," sagði Ólafur sem er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Vals. "Mér fannst við vera að spila vel og úti á vellinum voru liðin áþekk. En það eru mikil gæði í liði Stjörnunnar og þær klára færi og hálffæri sem við gerðum ekki. "En ég lít svona meira á frammistöðuna hjá okkur, því mér fannst við spila vel og við byggjum ofan á það." Serbneski framherjinn Marijia Radojicic lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld og átti lipra spretti. Ólafur kvaðst sáttur með hennar frammistöðu. "Mér fannst hún bara ágæt. Hún er greinilega ekki í eins góðu formi og við vildum en það býr margt í henni og hún er góð í fótbolta," sagði Ólafur en umrædd Marija orðin hálf bensínlaus undir lok leiksins. Valur er í 4. sæti deildarinnar þegar fimm leikir eru eftir. Ólafur lítur hýru auga til 3. sætisins en fyrstu tvo eru frátekin fyrir Stjörnuna og Breiðablik. "Við viljum halda okkur eins ofarlega og hægt er," sagði Ólafur en hann staðfesti að Valur myndi leika þá tvo heimaleiki sem liðið á eftir á Laugardalsvellinum en sem kunnugt er standa framkvæmdir yfir á Vodafone-vellinum. "Já, við gerum það. Það er rosa gaman að spila hérna en þetta er samt ekkert okkar heimavöllur," sagði Ólafur en upphaflega stóð til að Valsliðið myndi spila á æfingasvæði félagsins á Hlíðarenda. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Þrátt fyrir 0-4 tap fyrir Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar í kvöld var Ólafur Brynjólfsson, þjálfari Vals, ekki ósáttur með leik síns liðs. Stjarnan komst í 0-1 á 22. mínútu en á þeirri 40. fengu Valskonur dauðafæri sem ekki nýttist. Í staðinn fóru Stjörnukonur í sókn og juku muninn í 0-2. Ólafur segir þessa mínútu hafa skipt sköpum í kvöld. "Já, það má alveg segja það," sagði Ólafur sem er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Vals. "Mér fannst við vera að spila vel og úti á vellinum voru liðin áþekk. En það eru mikil gæði í liði Stjörnunnar og þær klára færi og hálffæri sem við gerðum ekki. "En ég lít svona meira á frammistöðuna hjá okkur, því mér fannst við spila vel og við byggjum ofan á það." Serbneski framherjinn Marijia Radojicic lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld og átti lipra spretti. Ólafur kvaðst sáttur með hennar frammistöðu. "Mér fannst hún bara ágæt. Hún er greinilega ekki í eins góðu formi og við vildum en það býr margt í henni og hún er góð í fótbolta," sagði Ólafur en umrædd Marija orðin hálf bensínlaus undir lok leiksins. Valur er í 4. sæti deildarinnar þegar fimm leikir eru eftir. Ólafur lítur hýru auga til 3. sætisins en fyrstu tvo eru frátekin fyrir Stjörnuna og Breiðablik. "Við viljum halda okkur eins ofarlega og hægt er," sagði Ólafur en hann staðfesti að Valur myndi leika þá tvo heimaleiki sem liðið á eftir á Laugardalsvellinum en sem kunnugt er standa framkvæmdir yfir á Vodafone-vellinum. "Já, við gerum það. Það er rosa gaman að spila hérna en þetta er samt ekkert okkar heimavöllur," sagði Ólafur en upphaflega stóð til að Valsliðið myndi spila á æfingasvæði félagsins á Hlíðarenda.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira