Gærdagurinn gaf 173 laxa í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2015 12:41 Gærdagurinn skilaði 173 löxum á land í Ytri Rangá Mynd: Ytri Rangá FB Ytri Rangá hefur verið í feykna góðum gír síðustu daga og það er óhætt að tala um að mokveiði sé í ánni. Sem dæmi um þessa ótrúlegu veiði skilaði gærdagurinn einn samtals 173 löxum á land og mikið slapp af hjá sumum mönnum eins og gengur og gerist. Gífurlega kraftmiklar göngur eru í ánna sem sést best á því að svo til allir staðir neðan við Ægissíðufoss eru hreinlega pakkaðir af laxi. Allir helstu veiðistaðir eru inni en sumir þó eins og endranær gjöfulli en aðrir. Það virðist sem toppnum á göngunum sé ekki enn náð og miðað við það og þann gang mála í ánni síðustu daga á veiðin líklega eftir að tvöfaldast áður en veiðitímanum líkur í október. Ennþá er eingöngu veitt á flugu en annað agn fer aftur í ánna um miðjan september. Heildarveiðin í gærkvöldi stóð í 3026 löxum svo það er ekkert óhugsandi að hún gæti jafnvel náð 7000 löxum. Samkvæmt leigutakanum eru lausar stangir á stangli og það hljóta að vera með eftirsóttustu veiðileyfunum í dag miðað við hvað veiðin í ánni er góð. Mest lesið Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði Fara á svig við makrílbann í Þingvallavatni Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Flott skot í Blöndu IV Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði
Ytri Rangá hefur verið í feykna góðum gír síðustu daga og það er óhætt að tala um að mokveiði sé í ánni. Sem dæmi um þessa ótrúlegu veiði skilaði gærdagurinn einn samtals 173 löxum á land og mikið slapp af hjá sumum mönnum eins og gengur og gerist. Gífurlega kraftmiklar göngur eru í ánna sem sést best á því að svo til allir staðir neðan við Ægissíðufoss eru hreinlega pakkaðir af laxi. Allir helstu veiðistaðir eru inni en sumir þó eins og endranær gjöfulli en aðrir. Það virðist sem toppnum á göngunum sé ekki enn náð og miðað við það og þann gang mála í ánni síðustu daga á veiðin líklega eftir að tvöfaldast áður en veiðitímanum líkur í október. Ennþá er eingöngu veitt á flugu en annað agn fer aftur í ánna um miðjan september. Heildarveiðin í gærkvöldi stóð í 3026 löxum svo það er ekkert óhugsandi að hún gæti jafnvel náð 7000 löxum. Samkvæmt leigutakanum eru lausar stangir á stangli og það hljóta að vera með eftirsóttustu veiðileyfunum í dag miðað við hvað veiðin í ánni er góð.
Mest lesið Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði Fara á svig við makrílbann í Þingvallavatni Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Flott skot í Blöndu IV Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði