Hvað segir fæðingarvottorðið þitt? Ísak Gabríel Regal skrifar 10. ágúst 2015 18:39 Fyrir nokkrum árum varð ákveðin vitundarvakning í íslensku samfélagi þar sem fólk tók upp á því að skrá sig úr íslensku þjóðkirkjunni. Langflest íslensk börn fæðast nefnilega inn í þjóðkirkjuna þ.e.a.s. ef að viðkomandi tilheyrir ekki öðru trúarfélagi við fæðingu, en nýfædd börn voru lögum samkvæmt skráð í trúfélag móður sinnar. Árið 2013 tóku ný lög gildi þar sem segir að ef að foreldrar tilheyra sama trúfélagi að þá verður barnið skráð sama hátt og foreldrar þess, en ef að foreldrar tilheyra ekki sama trúfélagi að þá verður staða þess ótilgreind. Lengi vel töldu menn að gríðar mikill meirihluti Íslendinga væru kristnir inn við beinið og iðkuðu trú sína annað hvort á opinberum vettvangi eða á heimilum sínum en í kjölfar þessara úrskráninga hafa tölfræðilegar upplýsingar leitt í ljós að svo sé ekki. Nú eru 73 prósent Íslendinga skráðir í þjóðkirkjuna en þessi 90 eða svo prósent sem að áttu að tákna dygga kristna trú fólks hér a landi heyra sögunni til. Ég geri mér grein fyrir því að margvíslegar ástæður kunna að liggja að baki þessari þróun síðustu ára. Almennt trúleysi, veraldarleg vísindahyggja, hneykslismál innan kirkjunnar o.s.frv. Ég hef þó sterkan grun um að það hafi aðeins verið tímaspursmál hvenær fólk myndi gera trúleysi sitt opinbert og ekki síst skriflegt, en það gildir einu. Ég er enn skráður í þjóðkirkjuna og hyggst ekki að skrá mig úr henni í náinni framtíð. Ég trúi hvorki á guð né biblíuna, en ég sé ekki tilganginn í því að skrá mig úr einu félagi sem ég hef enga trú á og í annað sem ég trúi ekki á heldur. Segjum sem svo að ég myndi skrá mig úr þjóðkirkjunni að þá myndu þeir skattpeningar sem að ég greiði þeim árlega fara beint í ríkið og þar af leiðandi væntanlega í glænýjan sportbíl handa sjálfskipuðum prestum vinsælasta rétttrúnaðarins hér á landi, ríkisvaldinu. Við skulum ekki gleyma því að ríkisvaldið hefur í gegnum tíðina greitt prestum hærri upphafslaun en læknum og að þjóðkirkjan hlýtur heilmikinn pening frá ríkinu til að reka starfsemi sína enda á ríkið að styðja og vernda kirkjuna lögum samkvæmt. Ég trúi ekki á þá stefnu eða trú sem að þjóð okkar er rekin á hvort sem það sé innan veggja alþingis eða kirkju, eða einhvers staðar þar á milli. Ef að kostur gæfi til að þá myndi ég skrá mig úr bæði þjóðkirkjunni og ríkinu og hætta að styðja trúfélög sem að einkennast af lygum og blekkingu almennings, en eins og staðan er í dag að þá fæðumst við öll inn í ákveðið trúfélag, hvort sem að við viljum það eður ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum varð ákveðin vitundarvakning í íslensku samfélagi þar sem fólk tók upp á því að skrá sig úr íslensku þjóðkirkjunni. Langflest íslensk börn fæðast nefnilega inn í þjóðkirkjuna þ.e.a.s. ef að viðkomandi tilheyrir ekki öðru trúarfélagi við fæðingu, en nýfædd börn voru lögum samkvæmt skráð í trúfélag móður sinnar. Árið 2013 tóku ný lög gildi þar sem segir að ef að foreldrar tilheyra sama trúfélagi að þá verður barnið skráð sama hátt og foreldrar þess, en ef að foreldrar tilheyra ekki sama trúfélagi að þá verður staða þess ótilgreind. Lengi vel töldu menn að gríðar mikill meirihluti Íslendinga væru kristnir inn við beinið og iðkuðu trú sína annað hvort á opinberum vettvangi eða á heimilum sínum en í kjölfar þessara úrskráninga hafa tölfræðilegar upplýsingar leitt í ljós að svo sé ekki. Nú eru 73 prósent Íslendinga skráðir í þjóðkirkjuna en þessi 90 eða svo prósent sem að áttu að tákna dygga kristna trú fólks hér a landi heyra sögunni til. Ég geri mér grein fyrir því að margvíslegar ástæður kunna að liggja að baki þessari þróun síðustu ára. Almennt trúleysi, veraldarleg vísindahyggja, hneykslismál innan kirkjunnar o.s.frv. Ég hef þó sterkan grun um að það hafi aðeins verið tímaspursmál hvenær fólk myndi gera trúleysi sitt opinbert og ekki síst skriflegt, en það gildir einu. Ég er enn skráður í þjóðkirkjuna og hyggst ekki að skrá mig úr henni í náinni framtíð. Ég trúi hvorki á guð né biblíuna, en ég sé ekki tilganginn í því að skrá mig úr einu félagi sem ég hef enga trú á og í annað sem ég trúi ekki á heldur. Segjum sem svo að ég myndi skrá mig úr þjóðkirkjunni að þá myndu þeir skattpeningar sem að ég greiði þeim árlega fara beint í ríkið og þar af leiðandi væntanlega í glænýjan sportbíl handa sjálfskipuðum prestum vinsælasta rétttrúnaðarins hér á landi, ríkisvaldinu. Við skulum ekki gleyma því að ríkisvaldið hefur í gegnum tíðina greitt prestum hærri upphafslaun en læknum og að þjóðkirkjan hlýtur heilmikinn pening frá ríkinu til að reka starfsemi sína enda á ríkið að styðja og vernda kirkjuna lögum samkvæmt. Ég trúi ekki á þá stefnu eða trú sem að þjóð okkar er rekin á hvort sem það sé innan veggja alþingis eða kirkju, eða einhvers staðar þar á milli. Ef að kostur gæfi til að þá myndi ég skrá mig úr bæði þjóðkirkjunni og ríkinu og hætta að styðja trúfélög sem að einkennast af lygum og blekkingu almennings, en eins og staðan er í dag að þá fæðumst við öll inn í ákveðið trúfélag, hvort sem að við viljum það eður ei.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar