Besta hlaup Anítu á árinu dugði ekki í undanúrslit á HM | Endaði í 20. sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2015 03:15 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Getty ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 20. sæti í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína í nótt. Aníta komst ekki áfram í undanúrslitin og hefur lokið keppni á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í fullorðinsflokki. Aníta kom í mark á 2:01.01 mínútum og varð í fimmta sæti í sínum riðli en hann var sterkur. Þetta er besta hlaup Anítu á árinu en hún átti best 2:01,15 mínútur frá móti á Belgíu í byrjun mánaðarins. Eins og Ásdís Hjálmsdóttir segir frá hér fyrir neðan þá var Aníta aðeins 0.01 sekúndu frá því að ná lágmörkum á Ólympíuleikunum í Ríó sem fara fram á næsta ári. Það munaði því grátlega litlu að Aníta væri komin með farseðilinn til Brasilíu.My little @annyhinriks did really good, SB at her first WC. Such a shame she was 0.01 sec off the Olympic standard and in the wrong heat! — Ásdís Hjálmsdóttir (@asdishjalms) August 26, 2015 Það þurfti að hlaupa á 2:00.70 mínútum til þess að komast áfram í undanúrslitin. Hin breska Jennifer Meadows endaði í fjórða sætinu í riðlinum og komst áfram á tíma en hún var síðustu inn í undanúrslitin. Aníta var aftarlega nær allt hlaupið en átti ágætan endasprett. Það dugði henni þó ekki til að komast í hóp þriggja fremstu. Það munaði samt ekki miklu enda var Aníta í öðru sæti af þeim sem komust ekki áfram í undanúrslitin á tíma. Aníta var sjöunda sæti eftir fyrri hringinn. Þegar 150 metrar voru eftir virtist sem svo að hún væri að taka á mikinn sprett og ná einu af efstu þremur sætunum en síðustu 30 metrarnir voru henni erfiðir. Sex konur komust áfram þrátt fyrir að hlaupa hægar en Aníta en þær tryggðu sér sitt sæti með því að ná einu af þremur efstu sætunum í sínum riðli. Þrír fyrstu hlauparar í hverjum riðli og sex bestu tímarnir fyrir utan þá skiluðu hlaupurunum sæti í undanúrslitunum sem fara fram á morgun. Aníta varð með þessu fyrsti Íslendingurinn sem keppir á heimsmeistaramótinu í ár en Ásdís Hjálmsdóttir hefur keppni í undankeppni spjótkasts kvenna á föstudaginn. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 20. sæti í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína í nótt. Aníta komst ekki áfram í undanúrslitin og hefur lokið keppni á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í fullorðinsflokki. Aníta kom í mark á 2:01.01 mínútum og varð í fimmta sæti í sínum riðli en hann var sterkur. Þetta er besta hlaup Anítu á árinu en hún átti best 2:01,15 mínútur frá móti á Belgíu í byrjun mánaðarins. Eins og Ásdís Hjálmsdóttir segir frá hér fyrir neðan þá var Aníta aðeins 0.01 sekúndu frá því að ná lágmörkum á Ólympíuleikunum í Ríó sem fara fram á næsta ári. Það munaði því grátlega litlu að Aníta væri komin með farseðilinn til Brasilíu.My little @annyhinriks did really good, SB at her first WC. Such a shame she was 0.01 sec off the Olympic standard and in the wrong heat! — Ásdís Hjálmsdóttir (@asdishjalms) August 26, 2015 Það þurfti að hlaupa á 2:00.70 mínútum til þess að komast áfram í undanúrslitin. Hin breska Jennifer Meadows endaði í fjórða sætinu í riðlinum og komst áfram á tíma en hún var síðustu inn í undanúrslitin. Aníta var aftarlega nær allt hlaupið en átti ágætan endasprett. Það dugði henni þó ekki til að komast í hóp þriggja fremstu. Það munaði samt ekki miklu enda var Aníta í öðru sæti af þeim sem komust ekki áfram í undanúrslitin á tíma. Aníta var sjöunda sæti eftir fyrri hringinn. Þegar 150 metrar voru eftir virtist sem svo að hún væri að taka á mikinn sprett og ná einu af efstu þremur sætunum en síðustu 30 metrarnir voru henni erfiðir. Sex konur komust áfram þrátt fyrir að hlaupa hægar en Aníta en þær tryggðu sér sitt sæti með því að ná einu af þremur efstu sætunum í sínum riðli. Þrír fyrstu hlauparar í hverjum riðli og sex bestu tímarnir fyrir utan þá skiluðu hlaupurunum sæti í undanúrslitunum sem fara fram á morgun. Aníta varð með þessu fyrsti Íslendingurinn sem keppir á heimsmeistaramótinu í ár en Ásdís Hjálmsdóttir hefur keppni í undankeppni spjótkasts kvenna á föstudaginn.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira