Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Siggeir Ævarsson skrifar 3. maí 2025 18:33 vísir/Anton Stærsti leikur í sögu Álftaness í kvöld og tímabilið undir. Leikurinn var mjög jafn í byrjun og átti raunar eftir að verða það þar til undir lok þriðja leikhluta. Justin James átti frábæran annan leikhluta þar sem hann skoraði 14 stig og staðan í hálfleik 43-46. Justin James var stigahæstur heimamanna í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Leikurinn var áfram nokkuð jafn, Hörður Axel byrjaði leikhlutann á þristi og jafnaði en þegar á leið þriðja leikhluta settu gestirnir í gírinn og völtuðu yfir heimamenn. Dúi Þór Jónsson skoraði átta stig af bekknum í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Stólarnir sýndu mátt sinn og megin þegar á reyndi og gáfu Álftnesingum engan grið. Hvílík frammistaða þegar á reyndi og sigurinn í raun aldrei í hættu þegar Stólarnir komust á skrið undir lokin. Heimamenn virkuðu ringlaðir og vonlitlir enda áttu Stólarnir svör við öllu sem þeir reyndu og rúmlega það. Þegar allt fór í skrúfuna Staðan var 67-68 þegar ein og hálf mínúta var eftir af þriðja leikhluta. Þá komu átta stig í röð frá Stólunum sem lögðu grunninn að sigrinum. Eftir það breikkaði bilið bara meira og meira og fátt gekk upp hjá heimamönnum. Þeir reyndu þó og reyndu en Stólarnir áttu alltaf svör, ekki síst nokkrar sprengjur frá Dedrick Basile sem hafði haft hægt um sig fram að því. Tindastólsmenn eru því komnir í úrslitaeinvígi deildarinnar og mæta þar annað hvort Grindavík eða Stjörnunni, en oddaleikur þeirra liða fer fram á mánudagskvöldið. Atvik leiksins Álftnesingar gáfust aldrei upp en augnablikið kom aldrei aftur til þeirra. Það virtist mögulega vera það en þá gaf Dedrick Basile í tvígang hollí hú sendingu á Sadio Doucoure sem tróð með miklum látum. Dedrick Basile léttur á brá. Hann lét til sín taka undir lokin þegar á reyndiVísir/Pawel Cieslikiewicz Stjörnur og skúrkar Justin James bar sóknarleik Álftnesinga á herðum sér um tíma en átti svo í mesta brasi með að skora þegar á leið. 22 stig frá honum, átta fráköst og sex stoðsendingar en einnig sex tapaðir boltar. Hann var hæstur heimamanna í öllum þessum tölfræðiflokkum. David Okeke treður yfir Sadio DoucoureVísir/Pawel Cieslikiewicz Haukur Helgi Pálsson og David Okeke áttu báðir ágætan leik sóknarlega og skoruðu 18 stig hvor. Haukur Helgi setti 18 stig í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Hjá gestunum voru þeir Dimitrios Agravanis og Sadio Doucoure stigahæstir með 21 stig hvor. Dedrick Basile steig upp þegar á reyndi og skilaði að lokum 13 stigum en bætti einnig við tíu stoðsendingum. Dedrick Basile léttur á brá. Hann lét til sín taka undir lokin þegar á reyndiVísir/Pawel Cieslikiewicz Dómararnir Dómarar kvöldsins komust vel frá sínuVísir/Pawel Cieslikiewicz Bjarki Þór Davíðsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Birgir Örn Hjörvarsson dæmdu leikinn í kvöld og höfðu fín tök á leiknum. Engar athugasemdir frá mér í leik sem hefði alveg getað flosnað upp og farið út í tóma vitleysu. Stemming og umgjörð Fullt hús og rúmlega það í Kaldalónshöllinni. Allt til fyrirmyndar eins og við var að búast og rífandi stemming. Það var mikil gleði í stúkunni gestameginVísir/Pawel Cieslikiewicz Steingrímur J. Sigfússon var mættur í stúkuna í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Viðtöl Kjartan Atli: Kjartan Atli Kjartansson er þjálfari ÁlftanessVísir/Pawel Cieslikiewicz Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, átti ekki mörg orð þegar hann var spurður um hvað það var sem gerði það að verkum að Stólarnir fóru með sigur af hólmi í þetta skiptið. „Ég veit það ekki alveg. Mikil orka í þeim. Þetta sveiflaðist þarna í lok þriðja og við náðum ekki að jafna okkur á því en það er bara svona.“ Hann var í kjölfarið beðinn um að gera upp tímabilið og þá fóru orðin að flæða. „Bara allskonar sko. Við vorum lengi í gang. En eftir áramót þá vorum við bara eitt af betri liðum deildarinnar. Mér fannst við ná að svolítið að finna taktinn á réttum tíma. Unnum stóra sigra eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Tókumst vel á við skakkaföll. Að snúa svona við það krefst þess að allir séu að róa í sömu átt. Ég er svo stoltur af því hvernig strákarnir tókust á við það.“ „Við vorum í 11. sæti um áramótin en náum allir að róa í sömu átt. Þetta var það sem ég sá, að við gætum keppt við öll bestu liðin. Núna mættum við frábæru Tindastólsliði í hörkuseríu og töpuðum. Það er ekki annað hægt en að óska þeim til hamingju. Þetta er ótrúlega vel stutt félag á alla vegu. Við sáum það bara í kvöld hvað þeir voru vel studdir hér á útivelli. Ég óska Stólum alls hins besta, hvort sem það eru leikmennirnir inni á vellinum eða stuðingsfólk Tindastóls, bara svo það sé sagt.“ Álftnesingar voru nýliðar í deildinni í fyrra og virðast vera heldur betur búnir að festa sig í sessi. Kjartan er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í þessari vegferð. „Það er náttúrulega bara heiður og forréttindi að fá að vera hérna með þessu fólki. Það sem er búið að gerast núna hérna á þessum tíma, það var risastórt skref stigið núna í allri umgjörð utanvallar í vetur. Það er komið algjörlega magnað meistaraflokksráð ofan á stjórnina. Gæjar sem lifa og deyja fyrir þetta lið. Við náðum að virkja samfélagið. Við fengum allt samfélagið með.“ „Ég er náttúrulega alinn upp hérna og er að sjá gamla æskuvini sem ég hef ekki séð lengi, gamli íþróttakennarinn minn mættur. Þetta var svona draumsýn mín þegar ég steig inn í þetta að við myndum ná að virkja samfélagið. Það er bara samhent átakt liðsins og þeirra sem eru í umgjörðinni. Álftanes er bara mætt hingað á stóra sviðið til að vera.“ Kjartan var að lokum spurður hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins og þá vafðist honum aðeins tungan um tönn en kom svo meitluðu svari frá sér. „Ég er bara ekki búinn að hugsa neitt lengra en þessi leikur. Ég var á leiðinni á Krókinn á mánudaginn. Við höfum alltaf haft það þannig að við bara öndum djúpt eftir tímabilið og ég sé hvernig verkefnastaðan er hjá mér annarsstaðar og svona. Sjáum bara hvernig það fer allt saman. Þetta var ógeðslega gaman, þetta tímabil. Ótrúlegur skóli fyrir mig. Mér þykir ótrúlega vænt um þetta félag, ótrúlega vænt um þá sem eru í kringum þetta. Við sjáum bara hvernig þetta verður, það fer bara eftir því hvernig staðan er á öðrum vígstöðvum í lífinu.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll
Stærsti leikur í sögu Álftaness í kvöld og tímabilið undir. Leikurinn var mjög jafn í byrjun og átti raunar eftir að verða það þar til undir lok þriðja leikhluta. Justin James átti frábæran annan leikhluta þar sem hann skoraði 14 stig og staðan í hálfleik 43-46. Justin James var stigahæstur heimamanna í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Leikurinn var áfram nokkuð jafn, Hörður Axel byrjaði leikhlutann á þristi og jafnaði en þegar á leið þriðja leikhluta settu gestirnir í gírinn og völtuðu yfir heimamenn. Dúi Þór Jónsson skoraði átta stig af bekknum í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Stólarnir sýndu mátt sinn og megin þegar á reyndi og gáfu Álftnesingum engan grið. Hvílík frammistaða þegar á reyndi og sigurinn í raun aldrei í hættu þegar Stólarnir komust á skrið undir lokin. Heimamenn virkuðu ringlaðir og vonlitlir enda áttu Stólarnir svör við öllu sem þeir reyndu og rúmlega það. Þegar allt fór í skrúfuna Staðan var 67-68 þegar ein og hálf mínúta var eftir af þriðja leikhluta. Þá komu átta stig í röð frá Stólunum sem lögðu grunninn að sigrinum. Eftir það breikkaði bilið bara meira og meira og fátt gekk upp hjá heimamönnum. Þeir reyndu þó og reyndu en Stólarnir áttu alltaf svör, ekki síst nokkrar sprengjur frá Dedrick Basile sem hafði haft hægt um sig fram að því. Tindastólsmenn eru því komnir í úrslitaeinvígi deildarinnar og mæta þar annað hvort Grindavík eða Stjörnunni, en oddaleikur þeirra liða fer fram á mánudagskvöldið. Atvik leiksins Álftnesingar gáfust aldrei upp en augnablikið kom aldrei aftur til þeirra. Það virtist mögulega vera það en þá gaf Dedrick Basile í tvígang hollí hú sendingu á Sadio Doucoure sem tróð með miklum látum. Dedrick Basile léttur á brá. Hann lét til sín taka undir lokin þegar á reyndiVísir/Pawel Cieslikiewicz Stjörnur og skúrkar Justin James bar sóknarleik Álftnesinga á herðum sér um tíma en átti svo í mesta brasi með að skora þegar á leið. 22 stig frá honum, átta fráköst og sex stoðsendingar en einnig sex tapaðir boltar. Hann var hæstur heimamanna í öllum þessum tölfræðiflokkum. David Okeke treður yfir Sadio DoucoureVísir/Pawel Cieslikiewicz Haukur Helgi Pálsson og David Okeke áttu báðir ágætan leik sóknarlega og skoruðu 18 stig hvor. Haukur Helgi setti 18 stig í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Hjá gestunum voru þeir Dimitrios Agravanis og Sadio Doucoure stigahæstir með 21 stig hvor. Dedrick Basile steig upp þegar á reyndi og skilaði að lokum 13 stigum en bætti einnig við tíu stoðsendingum. Dedrick Basile léttur á brá. Hann lét til sín taka undir lokin þegar á reyndiVísir/Pawel Cieslikiewicz Dómararnir Dómarar kvöldsins komust vel frá sínuVísir/Pawel Cieslikiewicz Bjarki Þór Davíðsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Birgir Örn Hjörvarsson dæmdu leikinn í kvöld og höfðu fín tök á leiknum. Engar athugasemdir frá mér í leik sem hefði alveg getað flosnað upp og farið út í tóma vitleysu. Stemming og umgjörð Fullt hús og rúmlega það í Kaldalónshöllinni. Allt til fyrirmyndar eins og við var að búast og rífandi stemming. Það var mikil gleði í stúkunni gestameginVísir/Pawel Cieslikiewicz Steingrímur J. Sigfússon var mættur í stúkuna í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Viðtöl Kjartan Atli: Kjartan Atli Kjartansson er þjálfari ÁlftanessVísir/Pawel Cieslikiewicz Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, átti ekki mörg orð þegar hann var spurður um hvað það var sem gerði það að verkum að Stólarnir fóru með sigur af hólmi í þetta skiptið. „Ég veit það ekki alveg. Mikil orka í þeim. Þetta sveiflaðist þarna í lok þriðja og við náðum ekki að jafna okkur á því en það er bara svona.“ Hann var í kjölfarið beðinn um að gera upp tímabilið og þá fóru orðin að flæða. „Bara allskonar sko. Við vorum lengi í gang. En eftir áramót þá vorum við bara eitt af betri liðum deildarinnar. Mér fannst við ná að svolítið að finna taktinn á réttum tíma. Unnum stóra sigra eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Tókumst vel á við skakkaföll. Að snúa svona við það krefst þess að allir séu að róa í sömu átt. Ég er svo stoltur af því hvernig strákarnir tókust á við það.“ „Við vorum í 11. sæti um áramótin en náum allir að róa í sömu átt. Þetta var það sem ég sá, að við gætum keppt við öll bestu liðin. Núna mættum við frábæru Tindastólsliði í hörkuseríu og töpuðum. Það er ekki annað hægt en að óska þeim til hamingju. Þetta er ótrúlega vel stutt félag á alla vegu. Við sáum það bara í kvöld hvað þeir voru vel studdir hér á útivelli. Ég óska Stólum alls hins besta, hvort sem það eru leikmennirnir inni á vellinum eða stuðingsfólk Tindastóls, bara svo það sé sagt.“ Álftnesingar voru nýliðar í deildinni í fyrra og virðast vera heldur betur búnir að festa sig í sessi. Kjartan er þakklátur fyrir að fá að taka þátt í þessari vegferð. „Það er náttúrulega bara heiður og forréttindi að fá að vera hérna með þessu fólki. Það sem er búið að gerast núna hérna á þessum tíma, það var risastórt skref stigið núna í allri umgjörð utanvallar í vetur. Það er komið algjörlega magnað meistaraflokksráð ofan á stjórnina. Gæjar sem lifa og deyja fyrir þetta lið. Við náðum að virkja samfélagið. Við fengum allt samfélagið með.“ „Ég er náttúrulega alinn upp hérna og er að sjá gamla æskuvini sem ég hef ekki séð lengi, gamli íþróttakennarinn minn mættur. Þetta var svona draumsýn mín þegar ég steig inn í þetta að við myndum ná að virkja samfélagið. Það er bara samhent átakt liðsins og þeirra sem eru í umgjörðinni. Álftanes er bara mætt hingað á stóra sviðið til að vera.“ Kjartan var að lokum spurður hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins og þá vafðist honum aðeins tungan um tönn en kom svo meitluðu svari frá sér. „Ég er bara ekki búinn að hugsa neitt lengra en þessi leikur. Ég var á leiðinni á Krókinn á mánudaginn. Við höfum alltaf haft það þannig að við bara öndum djúpt eftir tímabilið og ég sé hvernig verkefnastaðan er hjá mér annarsstaðar og svona. Sjáum bara hvernig það fer allt saman. Þetta var ógeðslega gaman, þetta tímabil. Ótrúlegur skóli fyrir mig. Mér þykir ótrúlega vænt um þetta félag, ótrúlega vænt um þá sem eru í kringum þetta. Við sjáum bara hvernig þetta verður, það fer bara eftir því hvernig staðan er á öðrum vígstöðvum í lífinu.“