Eitraður útgerðarauður Jón Steinsson skrifar 21. ágúst 2015 07:00 Ég hef lengi barist fyrir því að þjóðin fái fullt gjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindum sínum. Einföld og góð markaðslausn sem myndi tryggja það væri uppboð á veiðiheimildum. Rökin sem ég hef lagt áherslu á eru aðallega af tvennum toga. Annars vegar er skýrt kveðið á um það í lögum að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar. Í því ljósi er í hæsta máta óeðlilegt að þeim sé ráðstafað til fámenns hóps útvalinna án þess að fullt gjald sé tekið fyrir. Hins vegar eru leigutekjur af veiðiheimildum langhagkvæmasta tekjulindin sem ríkissjóður á völ á. Ef ríkissjóður fengi 40 milljarða króna árlega í leigutekjur af veiðiheimildum væri unnt að lækka skatta til muna eða bæta velferðarkerfið til muna.Pólitísk áhrif útgerðarmanna En það eru önnur rök fyrir uppboði á veiðiheimildum sem ég tel að séu ekki síður mikilvæg. Núverandi gjafakvótafyrirkomulag hefur orðið til þess að fámennur hópur útgerðarmanna hefur orðið ævintýralega auðugur á íslenskan mælikvarða. Þessi ævintýralegi auður hefur gert útgerðarmönnum kleift að kaupa sér gríðarleg áhrif þegar kemur að stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu í landinu. Útgerðarmenn kosta að stórum hluta núverandi stjórnarflokka. Þeir eiga enn fremur einn af stærstu fjölmiðlum landsins og nota hann meðal annars til þess að halda uppi stanslausum árásum á aðra fjölmiðla. Kosningabarátta fjölmargra þingmanna og sveitarstjórnarmanna í prófkjörum er að stórum hluta kostuð af útgerðarmönnum. Sumir þingmenn hafa meira að segja lýst því yfir að þeir séu fulltrúar útgerðarmanna á þingi. Þessir tilteknu auðmenn hafa vitaskuld sérstaklega mikla hagsmuni af því að kaupa sér pólitísk áhrif. Það er vegna þess að stór hluti auðsins sem þeir eiga er til kominn vegna þeirra forréttinda að fá kvóta úthlutaðan langt undir markaðsverði. Þessi forréttindi þarf að verja. Þau eru um 40 milljarða króna virði árlega. Nokkrir tugir milljóna í pólitísk framlög eru því smámunir í samanburði.Bjöguð þjóðfélagsumræða Ævintýralegur auður útgerðarmanna er farinn að eitra verulega alla pólitíska umræðu í landinu. Áróður sem hentar útgerðarmönnum í alls kyns málum bylur á landsmönnum daginn út og daginn inn. Alls kyns hálfsannleikur og smjörklípur eru endurteknar svo oft að þær síast inn í vitund þjóðarinnar og brengla þjóðfélagsumræðuna útgerðarmönnum í hag. Þeir sem reyna að tala fyrir hagsmunum almennings þurfa sífellt að eiga í höggi við risavaxna áróðursmaskínu sem hefur aðra hagsmuni að leiðarljósi. Kostnaður almennings af þessu ástandi er án efa langtum meiri en auðlindaarðurinn sjálfur þar sem alls kyns önnur framfaramál þjóðarinnar verða fyrir barðinu á sérhagsmunum útgerðarmanna. Pólitísk atburðarás síðustu daga sýnir skýrar en áður hversu mikil og slæm áhrif hinn ævintýralegi auður útgerðarmanna er farinn að hafa á stjórnmál á Íslandi. Þegar formaður Sjálfstæðisflokksins er farinn að setja spurningamerki við það að Ísland taki þátt í samvinnu vestrænna lýðræðisríkja í öryggis- og varnarmálum, sem snúa að því að refsa ríki sem ráðist hefur með hervaldi á nágrannaþjóð sína, er fátt orðið heilagt fyrir sérhagsmunum útgerðarmanna. Höfum í huga að markmiðið með þessari grundvallarstefnubreytingu í utanríkismálum væri að verja innan við 5% af útflutningi þjóðarinnar (sem nýir markaðir munu án efa finnast fyrir með tímanum).Nóg komið? Sýnir þessi atburðarás ekki að áhrif útgerðarmanna á stjórnmálin á Íslandi eru orðin miklu meira en ótæpileg? Sýnir hún ekki að þau hafa ekki einungis veruleg neikvæð áhrif á lífskjör almennings heldur eru beinlínis farin að stofna öryggi landsins til lengri tíma litið í hættu? Er ekki tími til kominn að gjafakvótinn (rót vandans) sé afnuminn í eitt skipti fyrir öll áður en útgerðarmenn valda þjóðinni varanlegum skaða með skammsýnni sérhagsmunagæslu sinni? Það er einfalt að ráða bót á þessu. Til þess þarf einungis að bjóða upp veiðiheimildir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lengi barist fyrir því að þjóðin fái fullt gjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindum sínum. Einföld og góð markaðslausn sem myndi tryggja það væri uppboð á veiðiheimildum. Rökin sem ég hef lagt áherslu á eru aðallega af tvennum toga. Annars vegar er skýrt kveðið á um það í lögum að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar. Í því ljósi er í hæsta máta óeðlilegt að þeim sé ráðstafað til fámenns hóps útvalinna án þess að fullt gjald sé tekið fyrir. Hins vegar eru leigutekjur af veiðiheimildum langhagkvæmasta tekjulindin sem ríkissjóður á völ á. Ef ríkissjóður fengi 40 milljarða króna árlega í leigutekjur af veiðiheimildum væri unnt að lækka skatta til muna eða bæta velferðarkerfið til muna.Pólitísk áhrif útgerðarmanna En það eru önnur rök fyrir uppboði á veiðiheimildum sem ég tel að séu ekki síður mikilvæg. Núverandi gjafakvótafyrirkomulag hefur orðið til þess að fámennur hópur útgerðarmanna hefur orðið ævintýralega auðugur á íslenskan mælikvarða. Þessi ævintýralegi auður hefur gert útgerðarmönnum kleift að kaupa sér gríðarleg áhrif þegar kemur að stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu í landinu. Útgerðarmenn kosta að stórum hluta núverandi stjórnarflokka. Þeir eiga enn fremur einn af stærstu fjölmiðlum landsins og nota hann meðal annars til þess að halda uppi stanslausum árásum á aðra fjölmiðla. Kosningabarátta fjölmargra þingmanna og sveitarstjórnarmanna í prófkjörum er að stórum hluta kostuð af útgerðarmönnum. Sumir þingmenn hafa meira að segja lýst því yfir að þeir séu fulltrúar útgerðarmanna á þingi. Þessir tilteknu auðmenn hafa vitaskuld sérstaklega mikla hagsmuni af því að kaupa sér pólitísk áhrif. Það er vegna þess að stór hluti auðsins sem þeir eiga er til kominn vegna þeirra forréttinda að fá kvóta úthlutaðan langt undir markaðsverði. Þessi forréttindi þarf að verja. Þau eru um 40 milljarða króna virði árlega. Nokkrir tugir milljóna í pólitísk framlög eru því smámunir í samanburði.Bjöguð þjóðfélagsumræða Ævintýralegur auður útgerðarmanna er farinn að eitra verulega alla pólitíska umræðu í landinu. Áróður sem hentar útgerðarmönnum í alls kyns málum bylur á landsmönnum daginn út og daginn inn. Alls kyns hálfsannleikur og smjörklípur eru endurteknar svo oft að þær síast inn í vitund þjóðarinnar og brengla þjóðfélagsumræðuna útgerðarmönnum í hag. Þeir sem reyna að tala fyrir hagsmunum almennings þurfa sífellt að eiga í höggi við risavaxna áróðursmaskínu sem hefur aðra hagsmuni að leiðarljósi. Kostnaður almennings af þessu ástandi er án efa langtum meiri en auðlindaarðurinn sjálfur þar sem alls kyns önnur framfaramál þjóðarinnar verða fyrir barðinu á sérhagsmunum útgerðarmanna. Pólitísk atburðarás síðustu daga sýnir skýrar en áður hversu mikil og slæm áhrif hinn ævintýralegi auður útgerðarmanna er farinn að hafa á stjórnmál á Íslandi. Þegar formaður Sjálfstæðisflokksins er farinn að setja spurningamerki við það að Ísland taki þátt í samvinnu vestrænna lýðræðisríkja í öryggis- og varnarmálum, sem snúa að því að refsa ríki sem ráðist hefur með hervaldi á nágrannaþjóð sína, er fátt orðið heilagt fyrir sérhagsmunum útgerðarmanna. Höfum í huga að markmiðið með þessari grundvallarstefnubreytingu í utanríkismálum væri að verja innan við 5% af útflutningi þjóðarinnar (sem nýir markaðir munu án efa finnast fyrir með tímanum).Nóg komið? Sýnir þessi atburðarás ekki að áhrif útgerðarmanna á stjórnmálin á Íslandi eru orðin miklu meira en ótæpileg? Sýnir hún ekki að þau hafa ekki einungis veruleg neikvæð áhrif á lífskjör almennings heldur eru beinlínis farin að stofna öryggi landsins til lengri tíma litið í hættu? Er ekki tími til kominn að gjafakvótinn (rót vandans) sé afnuminn í eitt skipti fyrir öll áður en útgerðarmenn valda þjóðinni varanlegum skaða með skammsýnni sérhagsmunagæslu sinni? Það er einfalt að ráða bót á þessu. Til þess þarf einungis að bjóða upp veiðiheimildir.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun