Enn ein byltingin Erling Freyr Guðmundsson skrifar 3. september 2015 09:00 Við sem erum liðlega þrítug munum eftir þeirri byltingu sem varð í fjarskiptum þegar hægt að var að láta tölvuna sína hringja inn á alnetið og senda í gegnum það eða sækja þangað stafræn gögn á hraða sem nam 14 eða jafnvel 28 kílóbitum á sekúndu hverri. Það færist nánast angurværð yfir mann að hugsa til pípsins í módeminu. Þau tíðindi urðu nú á dögunum að í fyrsta skipti stendur viðskiptavinum Ljósleiðarans til boða 500 megabita tenging. Það er um 35.000 sinnum hraðara samband en elstu módemsamböndin. Það er stærsti veitandi þjónustu yfir Ljósleiðarann – Vodafone nánar tiltekið – sem fyrst setti saman pakka um þetta hraða samband. Í kjölfarið hófu Hringdu og Hringiðan einnig að bjóða 500 megabita tengingu. Þetta virkar sem mikill hraði en verður trúlega talið venjulegt innan skemmri tíma en okkur grunar. Það er einmitt með þessum hætti sem eiginleikar Ljósleiðarans nýtast best; enginn „allt að“ hraði heldur er hægt að lofa viðskiptavinum áreiðanlegri flutningsgetu bæði við upphal og niðurhal. Ástæða þess er að ljósleiðari Gagnaveitunnar er lagður alla leið heim í hús, án flöskuhálsa á leiðinni.Ljósleiðari lagður á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/GagnaveitanForsendur byltingarinnarHugmyndin að baki uppbyggingu ljósleiðaranets Gagnaveitu Reykjavíkur, þar sem hvert heimili er tengt ljósleiðara alla leið, er að fjarskiptafyrirtæki geti nýtt þessa öflugustu gagnaflutningsleið sem við þekkjum til að keppa sín á milli um hylli viðskiptavina. Við erum þess fullviss að tilkoma Ljósleiðara Gagnaveitunnar hefur eflt samkeppni á fjarskiptamarkaði og þannig komið fólki almennt til góða. Margt fólk spyr okkur Gagnaveitufólk eða bara sjálft sig hvort þörf sé á öllum þessum hraða í gagnaflutningum. Spurningin er eðlileg en það er ágætt að hafa í huga að engir tæknilegir græningjar hafa sett fram stöðumat sem reynst hefur svo órafjarri dómi sögunnar. Þannig taldi Bill Gates á sínum tíma að 640 kílóbæta tölvuminni ætti að duga flestum og í árdaga tölvualdar hélt forstjóri IBM að í heiminum væri markaður fyrir svona fimm ofurtölvur. Þær eru ögn fleiri og með talsvert meira geymslupláss en einu sinni var talið duga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erling Freyr Guðmundsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Við sem erum liðlega þrítug munum eftir þeirri byltingu sem varð í fjarskiptum þegar hægt að var að láta tölvuna sína hringja inn á alnetið og senda í gegnum það eða sækja þangað stafræn gögn á hraða sem nam 14 eða jafnvel 28 kílóbitum á sekúndu hverri. Það færist nánast angurværð yfir mann að hugsa til pípsins í módeminu. Þau tíðindi urðu nú á dögunum að í fyrsta skipti stendur viðskiptavinum Ljósleiðarans til boða 500 megabita tenging. Það er um 35.000 sinnum hraðara samband en elstu módemsamböndin. Það er stærsti veitandi þjónustu yfir Ljósleiðarann – Vodafone nánar tiltekið – sem fyrst setti saman pakka um þetta hraða samband. Í kjölfarið hófu Hringdu og Hringiðan einnig að bjóða 500 megabita tengingu. Þetta virkar sem mikill hraði en verður trúlega talið venjulegt innan skemmri tíma en okkur grunar. Það er einmitt með þessum hætti sem eiginleikar Ljósleiðarans nýtast best; enginn „allt að“ hraði heldur er hægt að lofa viðskiptavinum áreiðanlegri flutningsgetu bæði við upphal og niðurhal. Ástæða þess er að ljósleiðari Gagnaveitunnar er lagður alla leið heim í hús, án flöskuhálsa á leiðinni.Ljósleiðari lagður á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/GagnaveitanForsendur byltingarinnarHugmyndin að baki uppbyggingu ljósleiðaranets Gagnaveitu Reykjavíkur, þar sem hvert heimili er tengt ljósleiðara alla leið, er að fjarskiptafyrirtæki geti nýtt þessa öflugustu gagnaflutningsleið sem við þekkjum til að keppa sín á milli um hylli viðskiptavina. Við erum þess fullviss að tilkoma Ljósleiðara Gagnaveitunnar hefur eflt samkeppni á fjarskiptamarkaði og þannig komið fólki almennt til góða. Margt fólk spyr okkur Gagnaveitufólk eða bara sjálft sig hvort þörf sé á öllum þessum hraða í gagnaflutningum. Spurningin er eðlileg en það er ágætt að hafa í huga að engir tæknilegir græningjar hafa sett fram stöðumat sem reynst hefur svo órafjarri dómi sögunnar. Þannig taldi Bill Gates á sínum tíma að 640 kílóbæta tölvuminni ætti að duga flestum og í árdaga tölvualdar hélt forstjóri IBM að í heiminum væri markaður fyrir svona fimm ofurtölvur. Þær eru ögn fleiri og með talsvert meira geymslupláss en einu sinni var talið duga.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar