Er málsókn málið? Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson skrifar 1. september 2015 09:00 Þann 30. júní sl. var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur þar sem tekist var á um réttmæti þess að neita fötluðum einstaklingi um lögbundna þjónustu á þeim forsendum að fjárheimildir þeirrar opinberu stofnunar sem þjónustuna átti að veita væru uppurnir. Í dómnum var fallist á það með stefnanda að umrædd höfnun á þjónustu væri brot á stjórnarskrárákvörðunarrétti til lágmarksaðstoðar samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar og gangi sá réttur framar fyrirmælum fjárlaga um greiðslur framlaga til umrædds verkefnis. Þessum dómi ákvað ríkisvaldið að áfrýja ekki til Hæstaréttar heldur una niðurstöðu hans sem réttmætri. Umrædd 76. grein stjórnarskrárinnar fjallar um að öllum sem þess þurfa, meðal annars vegna fötlunar, skuli tryggður í lögum réttur til lágmarksaðstoðar. Á Íslandi eru í gildi lög um málefni fatlaðs fólks sem hafa það að markmiði að tryggja þeim sem undir lögin heyra jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra. Í sömu lögum er ákvæði um að fatlað fólk skuli eiga kost á félagslegri þjónustu sem geri því kleift að búa á eigin heimili. Jafnframt að fatlað fólk eigi rétt á þjónustu þar sem það kýs að búa. Staðreyndin er hins vegar sú að fatlað fólk þarf oft og tíðum að bíða í fullkominni óvissu í áraraðir eftir því að að fá notið þessarar lágmarksaðstoðar samfélagsins. Á þetta hafa hagsmunasamtök fatlaðs fólk bent margoft í gegnum tíðina. Álit RíkisendurskoðunarRíkisendurskoðun hefur líka tekið þetta mál upp við stjórnvöld. Í skýrslu sinni til Alþingis ágúst 2010 um þjónustu við fatlaða leggur Ríkisendurskoðun áherslu á að þáverandi félags- og tryggingamálaráðuneyti verði að móta reglur um hámarksbiðtíma eftir þjónustu. Í athugasemdum ráðuneytisins við þessari ábendingu kemur fram að ráðuneytið sé sömu skoðunar en fjárheimildir komi í veg fyrir að slík áætlanagerð sé raunhæf. Í eftirfylgniskýrslu sinni til Alþingis frá 2014 ítrekar Ríkisendurskoðun fyrri áherslu um skilgreindan hámarksbiðtíma og þar sem sveitarfélögin hafi nú tekið að sér uppbyggingu þjónustunnar sé það hlutverk núverandi velferðarráðuneytis að hafa eftirlit og fylgja því eftir að sveitarfélög virði hámarksbiðtíma. Landssamtökunum Þroskahjálp er ekki kunnugt um að Alþingi eða velferðarráðuneytið hafi í framhaldi af umræddri eftirfylgniskýrslu brugðist við samkvæmt ábendingu Ríkisendurskoðunar. Samtökin hafa því miður reynt það að ákvæði um lögbundna eftirlitsskyldu velferðarráðherra um að þjónusta, starfsemi og rekstur sveitarfélaga sé í samræmi við markmið laga um málefni fatlaðs fólks er gagnslítið. Meðal annars hafa heilu þjónustusvæðin lagt niður lögbundna þjónustu og borið við skorti á fjármagni án þess að ráðherra hafi með opinberum hætti tekið afstöðu til þess. Það má einnig velta fyrir sér áhugaleysi þingmanna þar sem Ríkisendurskoðun heyrir undir Alþingi. Er það ef til vill svo að samstaða þingmanna með flokkssystkinum sínum á sveitarstjórnastigi sé meiri en samstaða með fötluðu fólki og aðstandendum þeirra? Sænska leiðinMálefni fatlaðs fólks eru um margt komin mun lengra í Svíþjóð en hér á landi, ekki síst réttarstaða fatlaðs fólks til lögbundinnar þjónustu. Þar í landi var árið 2013 sett á laggirnar sjálfstæð eftirlitsstofnun (IVO) með því að fólk fái þá þjónustu sem það á rétt á, til dæmis skv. lögum um stuðning og þjónustu við fatlað fólk (LSS). Í reglum eftirlitsstofnunarinnar er meðal annars að finna ákvæði um að sveitarfélög skuli tilkynna eftirlitsstofnuninni ef einstaklingur sem sótt hefur um þjónustu og á rétt á henni hefur ekki fengið umbeðna þjónustu innan þriggja mánaða. Telji eftirlitsstofnunin að um ósanngjarnan drátt á því að veita viðkomandi þjónustu sé að ræða hefur hún heimild til að höfða bótamál gegn viðkomandi sveitarfélagi fyrir stjórnsýsludómstólum þar í landi. Íslensk stjórnvöld og íslenskir alþingis- og sveitarstjórnamenn eru hér með hvött til að kynna sér starfsemi IVO. Sveitarfélög á Íslandi ættu nú að taka alvarlega þjónustuskyldu sína við fatlað fólk og kalla til þá sem nú eru á biðlista eftir lögbundinni þjónustu og gera með þeim áætlun um hvenær viðkomandi fái fullnægjandi þjónustu. Jafnhliða verður ríkisvaldið að ganga til samninga við sveitarfélög landsins um aukna hlutdeild þeirra í tekjum ríkissjóðs. Verði þetta ekki gert er fyrirséð að fatlað fólk og foreldrar þeirra muni í auknum mæli sækja rétt sinn í gegnum dómstóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Þann 30. júní sl. var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur þar sem tekist var á um réttmæti þess að neita fötluðum einstaklingi um lögbundna þjónustu á þeim forsendum að fjárheimildir þeirrar opinberu stofnunar sem þjónustuna átti að veita væru uppurnir. Í dómnum var fallist á það með stefnanda að umrædd höfnun á þjónustu væri brot á stjórnarskrárákvörðunarrétti til lágmarksaðstoðar samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar og gangi sá réttur framar fyrirmælum fjárlaga um greiðslur framlaga til umrædds verkefnis. Þessum dómi ákvað ríkisvaldið að áfrýja ekki til Hæstaréttar heldur una niðurstöðu hans sem réttmætri. Umrædd 76. grein stjórnarskrárinnar fjallar um að öllum sem þess þurfa, meðal annars vegna fötlunar, skuli tryggður í lögum réttur til lágmarksaðstoðar. Á Íslandi eru í gildi lög um málefni fatlaðs fólks sem hafa það að markmiði að tryggja þeim sem undir lögin heyra jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra. Í sömu lögum er ákvæði um að fatlað fólk skuli eiga kost á félagslegri þjónustu sem geri því kleift að búa á eigin heimili. Jafnframt að fatlað fólk eigi rétt á þjónustu þar sem það kýs að búa. Staðreyndin er hins vegar sú að fatlað fólk þarf oft og tíðum að bíða í fullkominni óvissu í áraraðir eftir því að að fá notið þessarar lágmarksaðstoðar samfélagsins. Á þetta hafa hagsmunasamtök fatlaðs fólk bent margoft í gegnum tíðina. Álit RíkisendurskoðunarRíkisendurskoðun hefur líka tekið þetta mál upp við stjórnvöld. Í skýrslu sinni til Alþingis ágúst 2010 um þjónustu við fatlaða leggur Ríkisendurskoðun áherslu á að þáverandi félags- og tryggingamálaráðuneyti verði að móta reglur um hámarksbiðtíma eftir þjónustu. Í athugasemdum ráðuneytisins við þessari ábendingu kemur fram að ráðuneytið sé sömu skoðunar en fjárheimildir komi í veg fyrir að slík áætlanagerð sé raunhæf. Í eftirfylgniskýrslu sinni til Alþingis frá 2014 ítrekar Ríkisendurskoðun fyrri áherslu um skilgreindan hámarksbiðtíma og þar sem sveitarfélögin hafi nú tekið að sér uppbyggingu þjónustunnar sé það hlutverk núverandi velferðarráðuneytis að hafa eftirlit og fylgja því eftir að sveitarfélög virði hámarksbiðtíma. Landssamtökunum Þroskahjálp er ekki kunnugt um að Alþingi eða velferðarráðuneytið hafi í framhaldi af umræddri eftirfylgniskýrslu brugðist við samkvæmt ábendingu Ríkisendurskoðunar. Samtökin hafa því miður reynt það að ákvæði um lögbundna eftirlitsskyldu velferðarráðherra um að þjónusta, starfsemi og rekstur sveitarfélaga sé í samræmi við markmið laga um málefni fatlaðs fólks er gagnslítið. Meðal annars hafa heilu þjónustusvæðin lagt niður lögbundna þjónustu og borið við skorti á fjármagni án þess að ráðherra hafi með opinberum hætti tekið afstöðu til þess. Það má einnig velta fyrir sér áhugaleysi þingmanna þar sem Ríkisendurskoðun heyrir undir Alþingi. Er það ef til vill svo að samstaða þingmanna með flokkssystkinum sínum á sveitarstjórnastigi sé meiri en samstaða með fötluðu fólki og aðstandendum þeirra? Sænska leiðinMálefni fatlaðs fólks eru um margt komin mun lengra í Svíþjóð en hér á landi, ekki síst réttarstaða fatlaðs fólks til lögbundinnar þjónustu. Þar í landi var árið 2013 sett á laggirnar sjálfstæð eftirlitsstofnun (IVO) með því að fólk fái þá þjónustu sem það á rétt á, til dæmis skv. lögum um stuðning og þjónustu við fatlað fólk (LSS). Í reglum eftirlitsstofnunarinnar er meðal annars að finna ákvæði um að sveitarfélög skuli tilkynna eftirlitsstofnuninni ef einstaklingur sem sótt hefur um þjónustu og á rétt á henni hefur ekki fengið umbeðna þjónustu innan þriggja mánaða. Telji eftirlitsstofnunin að um ósanngjarnan drátt á því að veita viðkomandi þjónustu sé að ræða hefur hún heimild til að höfða bótamál gegn viðkomandi sveitarfélagi fyrir stjórnsýsludómstólum þar í landi. Íslensk stjórnvöld og íslenskir alþingis- og sveitarstjórnamenn eru hér með hvött til að kynna sér starfsemi IVO. Sveitarfélög á Íslandi ættu nú að taka alvarlega þjónustuskyldu sína við fatlað fólk og kalla til þá sem nú eru á biðlista eftir lögbundinni þjónustu og gera með þeim áætlun um hvenær viðkomandi fái fullnægjandi þjónustu. Jafnhliða verður ríkisvaldið að ganga til samninga við sveitarfélög landsins um aukna hlutdeild þeirra í tekjum ríkissjóðs. Verði þetta ekki gert er fyrirséð að fatlað fólk og foreldrar þeirra muni í auknum mæli sækja rétt sinn í gegnum dómstóla.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar