Axel náði ekki að fylgja eftir frábærri byrjun Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. september 2015 15:00 Axel Bóasson, kylfingur úr GK. Vísir/Daníel Axel Bóasson, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, náði ekki að fylgja eftir frábærum fyrri níu holum dagsins á þriðja hring fyrsta stigs úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Axel lék fyrri níu á fimm höggum undir pari en seinni níu á sex höggum yfir pari. Strákarnir þurftu heldur betur að spýta í lófana ef þeir ætluðu sér að komast á næsta stig úrtökumótsins en aðeins efstu 22 kylfingarnir komast á næsta stig. Axel var fyrir þriðja leikdag í 51. sæti á þremur höggum yfir pari, 13 sætum fyrir ofan Þórð. Axel fékk fugl strax á fyrstu holu í dag og fylgdi því eftir með erni á 6. holu, 303 metra par 4 holu. Hann krækti í annan örn á 9. holu, 516 metra par 5 holu og lauk fyrri níu holum dagsins á fimm höggum undir pari. Hann átti hinsvegar slakar seinni níu en hann fékk tvo skolla og einn tvöfaldan skolla á holum 10-12. og var skyndilega aðeins á einu höggi undir pari. Hann nældi í fimm pör í röð en endaði hringinn á tvöföldum skolla og lauk leik á einu höggi yfir pari. Þórður lék sömuleiðis mun betur á fyrri níu holum dagsins en hann hefur áður gert á þessu móti. Krækti hann í þrjá fugla, fimm pör og einn skolla á fyrri níu en lenti líkt og Axel í töluverðum vandræðum á seinni níu. Fékk hann þrjá skolla á seinni níu holum dagsins og sex pör og lauk leik á einu höggi yfir pari. Axel er í 55. sæti þegar einn hringur er eftir á mótinu á þremur höggum yfir pari en Þórður er átta sætum neðar í 63. sæti á sex höggum yfir pari. Golf Tengdar fréttir Axel og Þórður í erfiðri stöðu í Þýskalandi Axel Bóasson og Þórður Rafn Gissurarson eru í erfiðri stöðu eftir tvo daga á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina sem fer fram á Fleesensee vellinum í Þýskalandi. 17. september 2015 09:00 Þórður og Axel hefja leik í dag á úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar Þórður Rafn Gissurarson, Íslandsmeistari í golfi 2015 úr GR, og Axel Bóasson, Íslandsmeistari í holukeppni 2015 úr GKG, hefja leik í dag í Þýskalandi á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. 15. september 2015 10:45 Axel og Þórður náðu sér ekki á strik á fyrsta degi Kylfingarnir hófu leik á fyrsta degi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en þeir léku báðir yfir pari. Axel er tveimur höggum frá sæti á næsta stigi mótsins en Þórður er fimm höggum fyrir annan hringinn. 16. september 2015 10:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Axel Bóasson, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, náði ekki að fylgja eftir frábærum fyrri níu holum dagsins á þriðja hring fyrsta stigs úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Axel lék fyrri níu á fimm höggum undir pari en seinni níu á sex höggum yfir pari. Strákarnir þurftu heldur betur að spýta í lófana ef þeir ætluðu sér að komast á næsta stig úrtökumótsins en aðeins efstu 22 kylfingarnir komast á næsta stig. Axel var fyrir þriðja leikdag í 51. sæti á þremur höggum yfir pari, 13 sætum fyrir ofan Þórð. Axel fékk fugl strax á fyrstu holu í dag og fylgdi því eftir með erni á 6. holu, 303 metra par 4 holu. Hann krækti í annan örn á 9. holu, 516 metra par 5 holu og lauk fyrri níu holum dagsins á fimm höggum undir pari. Hann átti hinsvegar slakar seinni níu en hann fékk tvo skolla og einn tvöfaldan skolla á holum 10-12. og var skyndilega aðeins á einu höggi undir pari. Hann nældi í fimm pör í röð en endaði hringinn á tvöföldum skolla og lauk leik á einu höggi yfir pari. Þórður lék sömuleiðis mun betur á fyrri níu holum dagsins en hann hefur áður gert á þessu móti. Krækti hann í þrjá fugla, fimm pör og einn skolla á fyrri níu en lenti líkt og Axel í töluverðum vandræðum á seinni níu. Fékk hann þrjá skolla á seinni níu holum dagsins og sex pör og lauk leik á einu höggi yfir pari. Axel er í 55. sæti þegar einn hringur er eftir á mótinu á þremur höggum yfir pari en Þórður er átta sætum neðar í 63. sæti á sex höggum yfir pari.
Golf Tengdar fréttir Axel og Þórður í erfiðri stöðu í Þýskalandi Axel Bóasson og Þórður Rafn Gissurarson eru í erfiðri stöðu eftir tvo daga á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina sem fer fram á Fleesensee vellinum í Þýskalandi. 17. september 2015 09:00 Þórður og Axel hefja leik í dag á úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar Þórður Rafn Gissurarson, Íslandsmeistari í golfi 2015 úr GR, og Axel Bóasson, Íslandsmeistari í holukeppni 2015 úr GKG, hefja leik í dag í Þýskalandi á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. 15. september 2015 10:45 Axel og Þórður náðu sér ekki á strik á fyrsta degi Kylfingarnir hófu leik á fyrsta degi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en þeir léku báðir yfir pari. Axel er tveimur höggum frá sæti á næsta stigi mótsins en Þórður er fimm höggum fyrir annan hringinn. 16. september 2015 10:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Axel og Þórður í erfiðri stöðu í Þýskalandi Axel Bóasson og Þórður Rafn Gissurarson eru í erfiðri stöðu eftir tvo daga á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina sem fer fram á Fleesensee vellinum í Þýskalandi. 17. september 2015 09:00
Þórður og Axel hefja leik í dag á úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar Þórður Rafn Gissurarson, Íslandsmeistari í golfi 2015 úr GR, og Axel Bóasson, Íslandsmeistari í holukeppni 2015 úr GKG, hefja leik í dag í Þýskalandi á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. 15. september 2015 10:45
Axel og Þórður náðu sér ekki á strik á fyrsta degi Kylfingarnir hófu leik á fyrsta degi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en þeir léku báðir yfir pari. Axel er tveimur höggum frá sæti á næsta stigi mótsins en Þórður er fimm höggum fyrir annan hringinn. 16. september 2015 10:00